Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 48

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 48
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201948 Við erum stödd á aðventu og dagarnir hraða sér að hátíðinni, hver á fætur öðrum, líkt og þeir séu í kapphlaupi við myrkrið sem dreg- ur birtu þeirra saman í daufa skímu örfárra stunda um hádegisbilið. Það er skammdegi. Þessi tími ársins þegar sólar nýtur ekki við inn til dala í margar vikur. Við rétt sjáum til hennar þegar hún roðar brúnir norðurhlíðanna, sífellt ofar hvern dag, um leið og skíman verður blárri og veikari hér niðri á láglendinu. Svo kemur hann, dag- urinn þegar sólin stendur kyrr. Fer ekki neðar. Frá þeirri stundu meg- um við samt eiga það víst að dimm- an muni víkja fyrir ljósinu. Að skíman gráa verði smátt og smátt að hvítri birtu og dagurinn leng- ist. Um hænufet var oft sagt hér í eina tíð og það gildir víst enn. Eftir nokkrar vikur af hænufetum kemur loks sá dagur að blessuð sólin nær í glugga og varpar geisla á vegg. Við gleðjumst og fögnum, því nú finn- um við í hjarta að „…aftur kemur vor í dal“ eins og segir í ljóði Frey- steins Gunnarssonar. Hér er fyrsta erindið af fimm: Þó að æði ógn og hríðir, aldrei neinu kvíða skal. Alltaf birtir upp um síðir, aftur kemur vor í dal. Þessi hringrás ljóss og myrkurs er hluti af lífshlaupi okkar, eins og alls sem lifir hér á jörðu. En það er ekki þar með sagt að líf okkar end- urspegli þessa sömu taktfestu, því oft erum við ofurseld því óvænta sem gerist eins og hendi sé veifað. Stormur skellur á og „húsið“ okkar nötrar. Mun það þola álagið? Áttu einhvern góðan að, þegar hvellur- inn ríður yfir? Þegar við missum okkar nánustu eða þegar sjúkdómar og erfiðleikar steðja að, sjáum við oft ekki til sól- ar fyrir kvíða. Þegar „ógn og hríð- ir“ æða um í sálinni ríkir skamm- degi hið innra með okkur og birtan virðist órafjarri. Þá getur þurft að minna okkur á að „alltaf birtir upp um síðir“. Það er aldrei mikilvæg- ara en einmitt á þeirri stundu þegar öll sund virðast lokuð - þegar sólin stendur kyrr - að einhver hjartahlý manneskja klappi okkur á öxlina og miðli þeirri huggun, von og vissu að „allir vetur enda taka, aftur kem- ur vor í dal.“ Hlýja, nánd og samúð er það mikilvægasta sem við gefum hvert öðru. Höfum það að leiðarljósi á aðventu og jólum. Verum náungi náunga okkar. Það þarf ekkert að sýnast eða segja svo margt. Bara að vera til staðar. Þú ert það, sem þú öðrum miðl- að getur og allar þínar gjafir lýsa þér og ekkert sýnir innri mann þinn betur en andblær hugans, sem þitt við- mót ber. Því líkt og sólin ljós og yl þú gefur og lífið daprast, ef hún ekki skín, svo viðmót þitt á aðra áhrif hefur og undir því er komin gæfa þín. (Höf. Árni Grétar Finnsson) Með ósk um gleði og birtu, K. Hulda Guðmundsdóttir Fitjum í Skorradal. Kveðjur úr héraði Það er gamall og góður siður að senda jólabréf, en þau voru fyrr á dögum hugsuð sem nokkurs konar ítarefni með jólakveðjum. Í jólabréfum voru, auk þess að senda kveðju til heimilisfólks, sagðar fréttir úr sveitinni. Skessuhorn leitaði nú sem fyrr til ellefu valinkunnra kvenna víðsvegar af Vesturlandi og voru þær beðnar að senda lesend- um jólabréf úr sínu heimahéraði. Kunnum við þeim bestu þakk- ir fyrir. Efnistök voru gefin frjáls og því kennir nú sem fyrr fjöl- breytni í þessum vinalega og góða sið. mm Jólakveðja úr Skorradal: Þegar sólin stendur kyrr... Í dag þegar ég skrifa þessa grein er 10. desember og því nákvæm- lega tvær vikur til jóla og eitt versta óveður í manna minnum gengur yfir landið. Vetrarsólstöður eru á næsta leyti og þá gleðjumst við yfir því að þá tekur daginn að lengja á ný. Þeg- ar kemur að áramótum gleðst mað- ur þó mest yfir því að nýtt ár bíði manns og maður fái enn að vera þátttakandi í hringferðinni. Ljósið sigrar myrkrið og maður fær dýr- mætt tækifæri til þess að gera enn betur. Læra af vegferðinni, bæði því sem vel var gert en ekki síður af því sem miður fór og verða betri manneskja. Áherslur tengdar jólunum hafa breyst eftir því sem maður eld- ist og þroskast. Mesta tilhlökkunin sem barn var að fá marga pakka en nú finnst mér mikilvægast að hafa börnin mín hjá mér, fylgjast með þeim og finna hvað samvera fjöl- skyldunnar er okkur öllum dýrmæt, sjá brosin og tilhlökkunina. Þessar fyrstu tvær vikur aðvent- unnar hafa verið frábrugðnar að- ventunni hingað til en frá því að ég man eftir mér einkenndist desemb- er af mikilli vinnu þar sem foreldr- ar mínir ráku verslun á Hellissandi í 50 ár, eða öll mín uppvaxtarár og þar til nú í vor. Í fyrsta sinn frá því að ég man eft- ir mér stend ég ekki við búðarborð- ið nánast allan desember, nú hef ég fengið að njóta alls þess sem aðvent- an hefur upp á að bjóða hér í Snæ- fellsbæ. Tónleikar, bókaveisla, jóla- þorp, jólahlaðborð og margt fleira, það er helst að maður nái ekki að njóta alls þess sem freistar þar sem það er úr svo mörgu að velja. Á Blómsturvöllum var opið öll kvöld virka daga frá klukkan 20-22, laugardaga og sunnudaga og allt- af til kl 23 á Þorláksmessu, því mátti alls ekki breyta. Jólavertíð- in var annasamur tími og viðver- an mikil en desember var jafnframt sá allra skemmtilegasti í verslunar- rekstinum. Það sem ég sakna mest er að hitta ekki allt fólkið sem lagði leið sína á Blómsturvelli. Mér er sérstaklega minnisstæð fjölskylda úr nærliggjandi bæjarfélagi með myndarlegan barnahóp sem kom fyrir hver jól og börnin fengu að versla jólagjafir fyrir hvert annað. Á meðan voru hinir látnir bíða í bíln- um fyrir utan til þess að geta ekki njósnað um hvað yrði í jólapakkan- um. Þessi minning yljar mér fyrir hver jól, gleðin var svo mikil í aug- um barnanna og kappsemin við að kaupa sem fallegustu jólagjöfina og gleðja hvert annað. Jólahátíðin kallar fram það góða í fólki. Við viljum að öllum líði vel og umhyggja í garð náungans nær hámarki. Barnæsku mína var ávallt sú hefð á Blómsturvöllum á að- fangadag að keyra út fallegt jóla- skraut eða konfekt til þeirra sem minna máttu sín eða voru einmana í bænum og kallaði þetta fram hlýju í hjartanu. En það er margt sem breyt- ist í tímanna rás, fleira en viðkem- ur verslunarrekstri. Jólakortahefð- in virðist vera að renna sitt skeið á enda. Notalegasta stundin hjá okk- ur fjölskyldunni í gegnum árin hef- ur verið að setjast öll saman í stof- unni að loknu jólaboði hjá Ragn- heiði frænku á aðfangadagskvöld, íklædd náttfötum og lesa saman jólakortin. Fögnum því að fá ný tækifæri, umvefjum fjölskyldu, vini og sam- ferðamenn hlýju og umhyggju og njótum jóla og áramóta. Jólakveðja úr Snæfellsbæ, Júníana Björg Óttarsdóttir Jólakveðja úr Snæfellsbæ: Þátttakandi í hringferðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.