Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 78

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 78
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201978 „Það var eiginlega nágrannakonan mín sem kom mér inn á þetta. Hún sá til þess að ég og maðurinn henn- ar skráðum okkur á grunnnám- skeið,“ segir Ingvar Svavarsson um það hvernig hann byrjaði að stunda crossfit fyrir rétt rúmum tveim- ur árum. Ingvar er giftur Bryn- dísi Gylfadóttur og búa þau sam- an á Akranesi með dætrum sínum þremur; fimm, tíu og tólf ára. Ing- var er sveitastrákur fæddur og upp- alinn á bænum Ölkeldu í Staðar- sveit, miðjubarn af fimm systkinum en hann á tvo eldri bræður og tvær yngri systur. Hann flutti á Akra- nes árið 1999 til að læra vélvirkjun í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ætl- unin var að vera á Akranesi þessi þrjú ár sem námið tekur og flytja svo annað en 20 árum síðar er hann enn á Akranesi. Hann er búinn að starfa hjá sama fyrirtækinu, Meitli á Grundartanga, frá árinu 2002 og er í dag verkstjóri. „Ég hef unnið á sama stað allt mitt líf. Mér er veru- lega illa við breytingar og er trúr mínu. Ég skil í rauninni ekki breyt- ingar og geri alltaf allt eins og ég er vanur að gera það, versla alltaf við sama olíufélagið og svo mætti lengi telja. Ég vil hafa hlutina á ákveðinn hátt en er samt opinn fyrir nýjung- um, en samt eiginlega ekkert sér- staklega,“ segir hann og hlær. Setti tappann í flöskuna „Áður en ég kynntist crossfit var ég góður djúsari. En þegar ég byrj- aði að æfa crossfit fann ég strax að það var eitthvað fyrir mig. Ég setti svo tappann alveg í flöskuna fyrir ári. Ég útiloka samt ekkert að ég fái mér bjór aftur einn daginn en það verður ekki í náinni framtíð. Það er bara allt annað líf án áfengis. Ég fór ekki í meðferð eða slíkt heldur hætti bara að drekka og þá líka fór ég að sjá árangur fyrir alvöru á æf- ingum. Það er tvennt ólíkt að vera að brasa í hreyfingu og sulla í bjór á kvöldin og um helgar og að sleppa alveg áfenginu, það er ekki hægt að líkja árangrinum saman,“ segir Ingvar. Aðspurður segist hann allt- af hafa verið duglegur að hreyfa sig en aldrei svona markvisst eins og hann gerir núna. „Þarna má segja að ég hafi í fyrsta sinn farið í ein- hverskonar lyftingar. Ég hafði al- veg uppá grínið prófað smá í rækt- inni á Jaðarsbökkum, en aldrei af neinni alvöru. Ég er úr sveit og er algjör sveitastrákur. Ég æfði frjáls- ar, sund, fótbolta, körfubolta og bara allt sem var í boði þegar ég var krakki. Ég hef svo í seinni tíð allt- af hreyft mig, verið í bumbubolta, mótorkrossi og bara alltaf verið vel hreyfanlegur. En þetta er í fyrsta skipti sem ég er markvisst að stunda íþrótt,“ segir Ingvar. Hlakkar til að fara á æfingar Ingvar byrjaði crossfit strax af mik- illi alvöru og frá fyrsta degi fór hann að mæta á æfingar fimm sinnum í viku klukkan 5:45 á morgnana og gerir það enn. „Ég æfi núna svona sjö til níu sinnum í viku, oftast sjö sinnum. Ég hvíli á laugardögum og tek tvær æfingar á fimmtudögum t.d.,“ segir Ingvar. Aðspurður seg- ir hann það aldrei erfitt að koma sér af stað á æfingu svona snemma á morgnana. „Ég held að það eigi við um allar íþróttir og afþreyingu að félagsskapurinn sé einna mikil- vægastur. Við erum margir vinirn- ir saman að æfa og þegar ég fer að sofa á kvöldin hlakka ég alltaf til að fara á æfingu, ég er bara að fara að leika með vinum mínum,“ segir Ingvar og brosir. „Svo fylgir þessu bara svo mikil lífsgæðaaukning. Mér líður svo mikið betur og finn hvað skrokkurinn er mikið betri. Að labba eða halda á börnunum mín- um og bara allt sem ég geri er mik- ið auðveldara og það hvetur mann líka áfram. Það góða við crossfit er hvað æfingarnar eru markvissar. Hreyfingarnar eru líkamanum eðl- islægar og alltaf einhver markmið til að vinna að og bæta.“ Keppti við hlið þeirra bestu í heimi Á þeim tveimur árum sem Ingvar hefur æft crossfit hefur hann náð góðum árangri. Hann hefur tvisv- ar keppt í þrekmótaröðinni og vann í sínum flokki í bæði skiptin. Hann keppti einnig á móti á Akur- eyri fyrr á þessu ári þar sem hann keppti í parakeppni með vini sín- um, Vigni Bjarnasyni. Þeir kepptu m.a. við þau Ragnheiði Söru Sig- mundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson en þau eru bæði meðal þeirra bestu í heimi. „Það var ótrúlega gaman að fá tækifæri til að para sig við hliðina á þeim og verða sér ekki til skammar. Auðvi- tað voru þau mikið betri og hún er stelpa og ég er strákur og allt það. Það voru alveg margir gæðaflokk- ar á milli okkar en ekki þannig að ég þyrfti neitt að skammast mín. Á þrekmótaröðinni er ég að keppa við áhugamenn eins og mig og gekk al- veg þrusu vel en að keppa svona við þá sem eru meðal bestu í heimi var geggjað,“ segir Ingvar og bætir því við að næsta mót sem hann ætlar að keppa á verður Íslandsmeistaramót í lok janúar en aðeins fimm bestu á landinu í hverjum aldurshóp kom- ast á það mót. „Ég var í þriðja sæti á open í mínum aldurshópi á Íslandi,“ segir Ingvar en open er keppni fyr- ir alla sem stunda crossfit, um all- an heim. Vikulega í fimm vikur eru gefnar út æfingar og hafa þátttak- endur frá föstudegi til mánudags til að ljúka við æfinguna og skrá svo sinn besta árangur á netinu og geta borið sig saman við aðra. Í öðru sæti í Álmanninum Í fyrra var keppt í Álmanninum á Akranesi, þríþraut þar sem hjól- að var frá Langasandi að Akrafjalli, hlaupið upp á Háahnjúk á Akrafjalli og aftur niður og hjólað til baka að Langasandi og að lokum syntu keppendur um 400 metra í sjón- um. Ingvar tók þátt í þeirri keppni og hafnaði í öðru sæti. „Ég var ekk- ert með sérstakar væntingar fyr- ir þessari keppni en það kom samt ekki til greina hjá mér að vera léleg- ur, bara ekki séns. Það skemmtileg- asta sem ég geri er að keppa og það tengist kannski því að við systkinin vorum orðin fjögur á fimm árum, yngsta kom svolítið seinna. Það var því mikil samkeppni í hópnum, sérstaklega hjá okkur strákunum,“ segir Ingvar og hlær. „En það er í sjálfu sér ekkert mál að hlaupa upp á fjöll, það þarf bara að gera það og ef maður er með hausinn rétt skrúf- aðan á getur maður þetta. Þetta er vont en það verður ekkert skárra þó maður fari hægar. Í crossfit erum við þannig séð ekki að æfa mark- visst hlaup eða að hjóla en æfing- arnar styðja bara allar svo vel við skrokkinn svo maður getur þetta. Ég reyndar fór upp á Akrafjall vik- una fyrir keppnina, bara til að sjá hvort ég gæti ekki komist þarna upp,“ segir hann. Þjálfar crossfit í dag Um ári eftir að Ingvar byrjaði að æfa crossfit var hann orðinn þjálfari í Crossfit Ægi. „Konan mín byrj- aði strax að kenna. Hún hefur lengi verið að kenna leikfimi á Jaðar- sbökkum, frá því áður en við kynnt- umst. Hún fór fljótlega í Cross- fit Ægi að kenna teygjur og varð svo þjálfari líka. Við fórum saman á námskeið til að fá þjálfararéttind- in og upp frá því fór ég að þjálfa. Ég hef verið að þjálfa lyftingar og wod. Lyftingarnar eru aðeins annað en þessi venjulegu wod, þar er mark- visst verið að lyfta, púlinu sleppt“ segir Ingvar en wod stendur fyrir æfingu dagsins. Aðspurður segist hann hafa mjög gaman að þjálfun- inni. „Mér þykir rosalega gaman að hafa fólk í kringum mig og þykir al- mennt gaman að vinna með fólki. Ég vinn sem verkstjóri og þarf því oft að stýra fólki í verk sem starfs- menn nenna ekki endilega að gera, sem getur alveg verið leiðinlegt. En svo kem ég í Ægi og þar eru allir að koma á æfingu til að gera nákvæm- lega það sem ég segi þeim. Það eru allir spenntir og tilbúnir í verk- efnið. Þessi tvö störf styðja því vel hvort við annað,“ segir Ingvar. Ekki lifa á skítamat Einn mikilvægur þáttur til að ná ár- angri í íþrótt er að gæta vel að mat- aræðinu. Aðspurður segist Ing- var hafa breytt mataræðinu tölu- vert en sé þó ekki að fylgja neinum kúr. „Áður fyrr borðaði ég bara ná- kvæmlega það sem mér datt í hug því mér þótti það gott eða bara því það var auðvelt. Núna er ég alltaf að gera tilraunir með þetta en ég hef aldrei vigtað matinn eða neitt svoleiðis. Ég borða örugglega á við fjóra núna og er sífellt að borða því ég hef það markmið að bæta mig og lyfta þyngra og til þess þarf ég að þyngjast, borða t.d. hnetusmjör, banana og svoleiðis alveg út í eitt. Ég finn mikinn mun hvað ég hef meira á tanknum núna sem skilar sér margfalt í æfingunum,“ svar- ar Ingvar og bætir því við að hann forðist almennt skyndibita, nammi eða annað drasl. „Ég er ekki nam- migrís en ef þú ætlar að ná árangri í íþrótt er svona drasl mesti óvin- urinn. Ef ég fæ mér skyndibita eða eitthvað svoleiðis veit ég að ég á eftir að finna fyrir því daginn eft- ir, sérstaklega á æfingu. Ef ég borða hreinan og góðan mat stend ég mig betur og finn hvernig ég næ að byggja mig upp, maður finnur það alveg eins og skot. Það er mín skoð- un að maður á bara að borða allan mat. Ég borða mikið af fiski, kjöti, sveitafitu eins og í smjöri og svona, hnetusmjör og svo borða ég örugg- lega kíló af skyri daglega“ segir Ing- var og brosir. „En ég vil ekki setja mig í neitt dómarasæti um mat- aræði en ég veit hvað hentar fyr- ir mig og ef ég borða drasl veit ég hvað gerist. Ég fæ mér alveg pizz- ur sem ég geri bara sjálfur heima úr spelti. En með mataræðið er lykill- inn held ég að vera ekki fullkominn því það heldur það enginn út. Fáðu þér skítamatinn ef þér þykir hann góður en ekki lifa á skítamatnum,“ segir Ingvar að endingu. arg Ingvar með fjölskyldunni að velja jólatré í Birkihlíð í Borgarfirði fyrir jólin í fyrra. Ljósm. mm Lífstílsbreytingin sannarlega þess virði Ingvar Svavarsson kynntist crossfit og breytti alveg um lífsstíl. Kappinn keppti í Álmanninum á Akranesi á síðasta ári og hafnaði í öðru sæti. Hér er hann að koma í mark. Ljósm. kgk. Skipti kútnum út fyrir sixpack
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.