Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201912
Með lögum sem Alþingi samþykkti
á árinu um póstþjónustu, lög nr.
23/2019, var sett inn ný heimild til
að leggja á sérstakt gjald á viðtak-
anda erlendra póstsendinga. Um
ástæður og tilefni hins nýja gjalds
sagði m.a. í greinargerð með frum-
varpinu: „Breytingar sem lagðar
eru til með frumvarpinu fela m.a. í
sér að heimila rekstraraðila að setja
gjaldskrá fyrir erlendar póstsend-
ingar sem á að mæta raunkostnaði
við sendingarnar. Mikill ágreining-
ur hefur verið um endastöðvargjöld
á alþjóðlegum vettvangi, einkum
og sér í lagi milli útflutnings- og
innflutningslanda pósts, en talsverð
rekstrarvandræði hrjá marga póst-
rekendur sem sinna alþjónustu.“
Einnig var tiltekið að breytingarn-
ar væru nauðsynlegar til að mæla
skýrt fyrir um að íslensk póstlög
gangi framar alþjóðaskuldbinding-
um á sviði póstmála og að taka beri
mið af óbættum raunkostnaði við
gjaldtöku vegna erlendra pakka-
sendinga, óháð ákvæðum um enda-
stöðvarsamninga.
Íslandspóstur (ÍSP) tilkynnti
Póst- og fjarskiptastofnun 16. maí
síðastliðinn að félagið hygðist setja á
hið nýja gjald og að það legðist á all-
ar sendingar sem bæru aðflutnings-
gjöld og skiptist þannig að við send-
ingar frá löndum innan Evrópu bæt-
ast við 400 krónur en á sendingar frá
löndum utan Evrópu 600 krónur.
„Póst- og fjarskiptastofnun (PFS)
hefur nú yfirfarið þær kostnaðar-
forsendur sem og röksemdir félags-
ins fyrir skiptingu gjaldsins pakka
frá löndum innan Evrópu og utan
Evrópu. Jafnframt hafa forsendur
félagsins fyrir því að leggja gjaldið
einungis á tollskyldar vörur verið yf-
irfarnar. Það er niðurstaða PFS, að
þau sendingargjöld sem ÍSP lagði á
móttakendur póstsendinga sé innan
þeirra viðmiða sem fram koma í 4.
mgr. 16. gr., eins og hún er skýrð í
greinargerð með ákvæðinu,“ segir í
niðurstöðu PFS. mm
Síðastliðinn fimmtudag var hald-
inn sérstakur fundur þjóðarörygg-
isráðs vegna hinna fordæmalausu
aðstæðna sem upp höfðu komið
í framhaldi af ofsaveðri dagana á
undan. Á fundinum var farið yfir
afleiðingar veðursins, stöðu mála
og næstu skref. Ljóst var að mikl-
ar truflanir og bilanir höfðu vald-
ið rafmagnsleysi víða á Norður-
landi. Fjarskipti lágu niðri víða á
sama svæði. „Um fordæmalaust
ástand er að ræða að þessu leyti og
því þótti ráðlegt að boða þjóðarör-
yggisráð saman og fara yfir stöðuna
sbr. 2. mgr. 6.gr. laga um þjóðarör-
yggisráð. Þess er vænst að viðgerð-
ir á flutningskerfi muni taka nokkra
daga,“ sagði í tilkynningu frá for-
sætisráðuneytinu. Staða mála var
enn fremur rædd á vettvangi ríkis-
stjórnarinnar á föstudag, þar sem
fjallað var um nauðsynlegar aðgerð-
ir til skemmri og lengri tíma lit-
ið. Ríkisstjórnin samþykkti, í fram-
haldi af fárviðrinu sem gekk yfir
landið 10. og 11. desember, skip-
an starfshóps fimm ráðuneyta sem
falið er að meta hvaða aðgerðir séu
færar til að efla innviði í flutnings-
og dreifikerfi raforku og fjarskipt-
um til að tryggja að slíkir grunn-
innviðir séu sem best í stakk búnir
til að takast á við ofsaveður eða aðr-
ar náttúruhamfarir.
Á fundi þjóðaröryggisráðs voru,
auk fastafulltrúa, Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir, ferðmála, -iðnað-
ar og nýsköpunarráðherra og Sig-
urður Ingi Jóhannsson, samgöngu-
og sveitarstjórnarráðherra, ásamt
ráðuneytisstjórum. Þá var fulltrú-
um almannavarnadeildar Ríkislög-
reglustjóra boðið til fundarins ásamt
fulltrúa Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar og Rauða kross Íslands og
gerðu þeir grein fyrir stöðu mála,
hver á sínu sviði, og samvinnu fjöl-
margra aðila um land allt.
mm
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Akraneskaupstaður yfi r jól og áramót
Athugið að opnunartími er hefðbundinn fyrir utan eftirfarandi daga:
Íþróttahús Vesturgötu
Bjarnalaug
Akranesviti
23.-26. desember
Lokað
30. desember til 1. janúar
Lokað
Bæjarskrifstofa
24.-26. desember
Lokað
31. desember og 1. janúar
Lokað
Bókasafn Akraness
24.-26. desember
Lokað
31. desember - 1. janúar
Lokað
Íþróttamiðstöðin
og Jaðarsbakkalaug
23. desember
09:00-18:00
24. desember
08:00-11:00
25.-26. desember
Lokað
30. desember
09:00-18:00
31. desember
08:00-11:00
1. janúar
Lokað
Guðlaug
25.-26. desember
Lokað
1. janúar
Lokað
Íþróttahús Vesturgötu
21.-26. desember
Lokað
28.-29.desember
Lokað
31.desember-1.janúar
Lokað
Bjarnalaug
Lokað frá 22. desember til
og með 3. janúar 2020.
Taka út 17-20 des af Vesturgötu og 2. janúar
Megið síðan setja Guðlaugu á eftir Jaðars-
bökkum.
Taka út síðan Akraneskaupstaður hjá bæjar-
skrifstofa.
Sló út rafmagni
AKRANES: Óhapp varð við
Ægisbraut á Akranesi laust fyrir
kl. 13:00 á mánudag þegar öku-
maður vöruflutningabifreiðar
bakkaði á rafmagnskassa. Eng-
um varð meint af en rafmagn fór
af nokkrum húsum um stund.
Haft var samband við Veitur
vegna þessa. -kgk
Undir stýri og
áhrifum
VESTURLAND: Við umferðar-
eftirlit á Vesturlandsvegi á fimmtu-
dag sást til bifreiðar við sumarbú-
stað, en engin hreyfing var á bif-
reiðinni. Lögregla fór á staðinn og
þar sat maður undir stýri. Hann er
grunaður um að hafa verið und-
ir áhrifum amfetamíns en neitaði
að hafa ekið bifreiðinni. Ekki var
hægt að staðfesta akstur og eng-
in efni fundust og því ekkert að-
hafst frekar, að sögn lögreglu. Að-
faranótt laugardags, laust eftir kl.
3:00, var ökumaður stöðvaður á
Akrafjallsvegi, grunaður um akst-
ur undir áhrifum fíkniefna. Fíkni-
efnapróf gaf jákvæða svörun við
THC, sem er virki vímugjafinn í
kannabisefnum. Við leit í bifreið-
inni fannst marijúana. Maður-
inn var handtekinn, færður á lög-
reglustöð og gert að gefa blóðsýni.
Málið er til rannsóknar, en mað-
urinn á yfir höfði sér kærur fyr-
ir akstur undir áhrifum ólöglegra
ávana- og fíkniefna og fyrir vörslu
og meðferð. Ökumaður var stöðv-
aður við eftirlit á Akranesi síðdegis
á sunnudag. Fíkniefnapróf gaf já-
kvæða svörun við neyslu amfeta-
míns. Var ökumaðurinn handtek-
inn og færður á lögreglustöð, gert
að veita blóðsýni og kærður fyr-
ir akstur undir áhrifum ólöglegra
ávana- og fíkniefna. -kgk
Aflatölur fyrir
Vesturland
7.-13.desember
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu:
Akranes: 2 bátar.
Heildarlöndun: 5.522 kg.
Mestur afli: Ebbi AK: 5.328 kg
í einum róðri.
Arnarstapi: Engar landanir á
tímabilinu.
Grundarfjörður: 5 bátar.
Heildarlöndun: 330.134 kg.
Mestur afli: Sóley Sigurjóns
GK: 104.414 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 10 bátar.
Heildarlöndun: 42.253 kg.
Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs
SH: 10.610 kg í tveimur róðr-
um.
Rif: 8 bátar.
Heildarlöndun: 220.720 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH: 56.725
kg í tveimur löndunum.
Stykkishólmur: 4 bátar.
Heildarlöndun: 98.777 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH: 88.881
kg.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Sóley Sigurjóns GK - GRU:
104.414 kg. 8. desember.
2. Þórsnes SH - STY: 88.881
kg. 9. desember.
3. Hringur SH - GRU: 67.517
kg. 10. desember.
4. Runólfur SH - GRU: 66.112
kg. 8. desember.
5. Rifsnes SH - RIF: 52.212 kg.
9. desember.
-kgk
Þjóðaröryggisráð í fyrsta
skipti kallað saman
Staðfesta heimild til gjaldtöku
fyrir erlendar póstsendingar