Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Qupperneq 12

Skessuhorn - 18.12.2019, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201912 Með lögum sem Alþingi samþykkti á árinu um póstþjónustu, lög nr. 23/2019, var sett inn ný heimild til að leggja á sérstakt gjald á viðtak- anda erlendra póstsendinga. Um ástæður og tilefni hins nýja gjalds sagði m.a. í greinargerð með frum- varpinu: „Breytingar sem lagðar eru til með frumvarpinu fela m.a. í sér að heimila rekstraraðila að setja gjaldskrá fyrir erlendar póstsend- ingar sem á að mæta raunkostnaði við sendingarnar. Mikill ágreining- ur hefur verið um endastöðvargjöld á alþjóðlegum vettvangi, einkum og sér í lagi milli útflutnings- og innflutningslanda pósts, en talsverð rekstrarvandræði hrjá marga póst- rekendur sem sinna alþjónustu.“ Einnig var tiltekið að breytingarn- ar væru nauðsynlegar til að mæla skýrt fyrir um að íslensk póstlög gangi framar alþjóðaskuldbinding- um á sviði póstmála og að taka beri mið af óbættum raunkostnaði við gjaldtöku vegna erlendra pakka- sendinga, óháð ákvæðum um enda- stöðvarsamninga. Íslandspóstur (ÍSP) tilkynnti Póst- og fjarskiptastofnun 16. maí síðastliðinn að félagið hygðist setja á hið nýja gjald og að það legðist á all- ar sendingar sem bæru aðflutnings- gjöld og skiptist þannig að við send- ingar frá löndum innan Evrópu bæt- ast við 400 krónur en á sendingar frá löndum utan Evrópu 600 krónur. „Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú yfirfarið þær kostnaðar- forsendur sem og röksemdir félags- ins fyrir skiptingu gjaldsins pakka frá löndum innan Evrópu og utan Evrópu. Jafnframt hafa forsendur félagsins fyrir því að leggja gjaldið einungis á tollskyldar vörur verið yf- irfarnar. Það er niðurstaða PFS, að þau sendingargjöld sem ÍSP lagði á móttakendur póstsendinga sé innan þeirra viðmiða sem fram koma í 4. mgr. 16. gr., eins og hún er skýrð í greinargerð með ákvæðinu,“ segir í niðurstöðu PFS. mm Síðastliðinn fimmtudag var hald- inn sérstakur fundur þjóðarörygg- isráðs vegna hinna fordæmalausu aðstæðna sem upp höfðu komið í framhaldi af ofsaveðri dagana á undan. Á fundinum var farið yfir afleiðingar veðursins, stöðu mála og næstu skref. Ljóst var að mikl- ar truflanir og bilanir höfðu vald- ið rafmagnsleysi víða á Norður- landi. Fjarskipti lágu niðri víða á sama svæði. „Um fordæmalaust ástand er að ræða að þessu leyti og því þótti ráðlegt að boða þjóðarör- yggisráð saman og fara yfir stöðuna sbr. 2. mgr. 6.gr. laga um þjóðarör- yggisráð. Þess er vænst að viðgerð- ir á flutningskerfi muni taka nokkra daga,“ sagði í tilkynningu frá for- sætisráðuneytinu. Staða mála var enn fremur rædd á vettvangi ríkis- stjórnarinnar á föstudag, þar sem fjallað var um nauðsynlegar aðgerð- ir til skemmri og lengri tíma lit- ið. Ríkisstjórnin samþykkti, í fram- haldi af fárviðrinu sem gekk yfir landið 10. og 11. desember, skip- an starfshóps fimm ráðuneyta sem falið er að meta hvaða aðgerðir séu færar til að efla innviði í flutnings- og dreifikerfi raforku og fjarskipt- um til að tryggja að slíkir grunn- innviðir séu sem best í stakk búnir til að takast á við ofsaveður eða aðr- ar náttúruhamfarir. Á fundi þjóðaröryggisráðs voru, auk fastafulltrúa, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðmála, -iðnað- ar og nýsköpunarráðherra og Sig- urður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ásamt ráðuneytisstjórum. Þá var fulltrú- um almannavarnadeildar Ríkislög- reglustjóra boðið til fundarins ásamt fulltrúa Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og Rauða kross Íslands og gerðu þeir grein fyrir stöðu mála, hver á sínu sviði, og samvinnu fjöl- margra aðila um land allt. mm SK ES SU H O R N 2 01 9 Akraneskaupstaður yfi r jól og áramót Athugið að opnunartími er hefðbundinn fyrir utan eftirfarandi daga: Íþróttahús Vesturgötu Bjarnalaug Akranesviti 23.-26. desember Lokað 30. desember til 1. janúar Lokað Bæjarskrifstofa 24.-26. desember Lokað 31. desember og 1. janúar Lokað Bókasafn Akraness 24.-26. desember Lokað 31. desember - 1. janúar Lokað Íþróttamiðstöðin og Jaðarsbakkalaug 23. desember 09:00-18:00 24. desember 08:00-11:00 25.-26. desember Lokað 30. desember 09:00-18:00 31. desember 08:00-11:00 1. janúar Lokað Guðlaug 25.-26. desember Lokað 1. janúar Lokað Íþróttahús Vesturgötu 21.-26. desember Lokað 28.-29.desember Lokað 31.desember-1.janúar Lokað Bjarnalaug Lokað frá 22. desember til og með 3. janúar 2020. Taka út 17-20 des af Vesturgötu og 2. janúar Megið síðan setja Guðlaugu á eftir Jaðars- bökkum. Taka út síðan Akraneskaupstaður hjá bæjar- skrifstofa. Sló út rafmagni AKRANES: Óhapp varð við Ægisbraut á Akranesi laust fyrir kl. 13:00 á mánudag þegar öku- maður vöruflutningabifreiðar bakkaði á rafmagnskassa. Eng- um varð meint af en rafmagn fór af nokkrum húsum um stund. Haft var samband við Veitur vegna þessa. -kgk Undir stýri og áhrifum VESTURLAND: Við umferðar- eftirlit á Vesturlandsvegi á fimmtu- dag sást til bifreiðar við sumarbú- stað, en engin hreyfing var á bif- reiðinni. Lögregla fór á staðinn og þar sat maður undir stýri. Hann er grunaður um að hafa verið und- ir áhrifum amfetamíns en neitaði að hafa ekið bifreiðinni. Ekki var hægt að staðfesta akstur og eng- in efni fundust og því ekkert að- hafst frekar, að sögn lögreglu. Að- faranótt laugardags, laust eftir kl. 3:00, var ökumaður stöðvaður á Akrafjallsvegi, grunaður um akst- ur undir áhrifum fíkniefna. Fíkni- efnapróf gaf jákvæða svörun við THC, sem er virki vímugjafinn í kannabisefnum. Við leit í bifreið- inni fannst marijúana. Maður- inn var handtekinn, færður á lög- reglustöð og gert að gefa blóðsýni. Málið er til rannsóknar, en mað- urinn á yfir höfði sér kærur fyr- ir akstur undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna og fyrir vörslu og meðferð. Ökumaður var stöðv- aður við eftirlit á Akranesi síðdegis á sunnudag. Fíkniefnapróf gaf já- kvæða svörun við neyslu amfeta- míns. Var ökumaðurinn handtek- inn og færður á lögreglustöð, gert að veita blóðsýni og kærður fyr- ir akstur undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 7.-13.desember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 5.522 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 5.328 kg í einum róðri. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 5 bátar. Heildarlöndun: 330.134 kg. Mestur afli: Sóley Sigurjóns GK: 104.414 kg í einni löndun. Ólafsvík: 10 bátar. Heildarlöndun: 42.253 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 10.610 kg í tveimur róðr- um. Rif: 8 bátar. Heildarlöndun: 220.720 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 56.725 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 98.777 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 88.881 kg. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Sóley Sigurjóns GK - GRU: 104.414 kg. 8. desember. 2. Þórsnes SH - STY: 88.881 kg. 9. desember. 3. Hringur SH - GRU: 67.517 kg. 10. desember. 4. Runólfur SH - GRU: 66.112 kg. 8. desember. 5. Rifsnes SH - RIF: 52.212 kg. 9. desember. -kgk Þjóðaröryggisráð í fyrsta skipti kallað saman Staðfesta heimild til gjaldtöku fyrir erlendar póstsendingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.