Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201924 Verslunina Model á Akranesi opn- uðu hjónin Guðni Tryggvason og Hlín Sigurðardóttir árið 1992 í 60 fm húsnæði við Skólabraut 18. Þau fluttu verslunina að Stillholti árið 1995 og árið 2007 fluttu þau í nú- verandi húsnæði við Þjóðbraut 1, 750 fm húsnæði sem byggt var sér- staklega undir Model. Á síðasta ári ákváðu þau að minnka verslunina og leigðu hluta húsnæðisins út und- ir verslunina Hans og Grétu. Blómin svar við eftirspurn Í upphafi var Model fyrst og fremst skartgripa- og gjafavöruverslun en fljótlega bættu þau við blómasölu. „Við ákváðum að bæta blómum við einfaldlega því eftirspurnin var til staðar. Fólk var að tala um að það vildi gjarnan geta gefið blóm með öðrum gjöfum sem keyptar voru hjá okkur,“ segir Hlín, en hún hef- ur síðan þá sótt mörg námskeið og aflað sér þekkingar um blóm og blómaskreytingar, m.a. hjá Garð- yrkjuskólanum. Vildi starfa sjálfstætt Hlín er Skagakona í húð og hár en Guðni kemur úr Reykjavík. Hann er húsgagnasmíðameistari að mennt og vann hjá Málningarþjón- ustunni, þar sem hann sá um inn- réttingar, áður en þau hjónin opn- uðu Model. Hlín starfaði síðast hjá Landsbankanum í um 15 ár. „Mér líkaði vel í vinnunni minni, það var bara hann sem vildi fara út í þetta og ég fylgdi bara með,“ segir Hlín kímin og horfir á Guðna sem segist ekki geta neitað því. „Mig langaði bara að vinna sjálfstætt og fannst þetta góð hugmynd á þeim tíma,“ segir Guðni. „Ég held ég geti full- yrt að við hefðum aldrei farið út í þetta hefðum við vitað hversu mik- il binding og vinna þetta ætti eftir að vera,“ segir Guðni og Hlín tek- ur heilshugar undir. „Það er lítið um frí, sérstaklega fyrstu árin þeg- ar maður er að byggja þetta upp,“ segir hún. Skemmtilegra umhverfi með Hans og Grétu „Við ákváðum að minnka okkar búð aðeins og leigja hluta húsnæð- isins út. Það skapar mikið skemmti- legra umhverfi fyrir okkur að hafa Hans og Grétu hér við hliðina,“ segir Guðni. Spurð hvort þau finni mikið fyrir auknum vinsældum vef- verslana í sinni sölu segja þau svo ekki vera. „Kannski gerum við okk- ur ekki grein fyrir því þar sem við leggjum áherslu á verslunina okk- ar, en við höfum verið að auka áhersluna á samfélagsmiðla og að vera sýnileg þar. Stelpurnar okk- ar sjá nú um þá miðla fyrir okkur, Facebook og Instragram. Fólk get- ur haft samband við okkur þar og pantað. En annars seljum við bara mest hér í búðinni,“ segir Hlín og Guðni bætir þá við að hann finni helst mun á hvernig fólk sem kem- ur í verslunina verslar. „Hér áður kom fólk beint í verslunina en núna fer fólk fyrst á netið og kynnir sér verð og gæði áður en það kemur og er þá með ákveðnar hugmyndir,“ segir Guðni. Samkeppni við Reykjavík Guðni og Hlín eru sammála um að samkeppni sé aðeins af hinu góða og segja þau nálægðina við Reykja- vík gefa þeim góða samkeppni. „Við finnum vissulega fyrir því hversu nálægt Reykjavík við erum og það heldur okkur á tánum og við þurf- um að fylgjast vel með, sem er gott. Við viljum vera samkeppnishæf og þetta heldur okkur við efnið,“ seg- ir Hlín. Í Model er gott og mjög breitt vöruúrval, fjölbreyttar gjafa- vörur, bæði stór og smá heimilis- tæki, reiðhjólahjálmar, skartgripir og blóm, svo dæmi séu tekin. „Við reynum alltaf að bjarga öllu því sem fólk er að leita að og sumir segja að ef það er ekki til í Model þá er það bara ekki til,“ segir Guðni og hlær. „Ég hugsa að Model sé meðal elstu blómaverslana á landinu, kannski fyrir utan þessar stærri búðir eins og Blómaval,“ segir Hlín. Parkinson setti strik í reikninginn Model er fjölskyldufyrirtæki og starfa Guðni og Hlín þar ásamt dóttur sinni og tengdasyni auk þess sem Ranný, Rannveig Sturlaugs- dóttir, hefur starfað í Model í yfir 20 ár og segja Guðni og Hlín hana fyrir löngu orðna eina af fjölskyld- unni. „Hún er búin að vera hér svo lengi að hún er bara ein af okk- ur. Við erum alveg rosalega hepp- in með hana Ranný,“ segir Hlín ánægð. Fyrir tólf árum greindist Guðni með parkinson sjúkdóm- inn sem vissulega hefur sett strik í reikninginn. „Við gætum alveg hugsað okkur að minnka versl- unina enn frekar ef tækifæri gæfist, bæði vegna aldurs og svo til að hafa fleiri tækifæri til að njóta lífsins og barnabarnanna okkar meira,“ segir Hlín og Guðni tekur undir það. Hafa eignast vini um allan heim Eins og fyrr segir hefðu Hlín og Guðni örugglega ekki farið út í þennan rekstur ef þau hefðu vit- að hversu mikil vinna það ætti eft- ir að vera. En myndu þau í dag mæla með þessu fyrir aðra? „Ég held ekki,“ svarar Hlín en bætir þó við að þetta hafi þó verið skemmti- legt og gefið þeim mikið. „Við opn- uðum verslunina á þeim tíma sem við vorum með þrjár litlar stelpur á heimilinu, það var oft mikið líf og fjör og nóg að gera “ segir Hlín. „En við höfum kynnst mörgu fólki yfir þennan tíma sem við erum allt- af reglulega í sambandi við. Þetta er fólk um allan heim sem við höf- um kynnst í gegnum viðskipta- sambönd sem svo hefur þróast yfir í vinasambönd, svo má ekki gleyma öllum góðu viðskiptavinun- um sem við höfum kynnst á þess- um tíma“ segir Hlín. „Það er án efa ljósi punkturinn í þessu öllu.“ bæt- ir hún við. „En skemmtilegast af öllu við þetta er alltaf að gera góða sölu,“ segir Guðni og hlær. Spurð hvað sé mikilvægast í svona rekstri eru þau sammála um að það sé að fylgjast vel með hvar eftirspurning sé hverju sinni. „Við höfum verið frumkvöðlar í ýmsu og byrjað að flytja inn vörur sem svo síðan hafa náð miklum vinsældum um allt land. Það hafa svo aðrar gjavavöru- verslanir fylgt á eftir og tekið í sölu vörur sem við komum upphaflega með á íslenska markaðinn. Má þar sem dæmi nefna dönsku ullarinni- skóna. Við reynum alltaf að fylgjast vel með eftirspurninni og að reyna líka alltaf að vera dugleg að finna nýja hluti til að flytja inn,“ segir Guðni og Hlín tekur undir það. arg Frá kúnnakvöldi í Model í aðdraganda aðventu. Ljósm. mm. Verslunin Model á Akranesi frá 1992 Rætt við hjónin Guðna Tryggvason og Hlín Sigurðardóttir kaupmenn á Akranesi Guðni Tryggvason og Hlín Sigurðardóttir hafa rekið verslunina Model á Akranesi frá 1992. Þessi ungi starfsmaður hafði yfirumsjón með því þegar jólaskraut var tekið upp úr kössum í Model fyrir jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.