Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 72

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 72
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201972 Það var alveg logn og frost og sjór- inn spegilsléttur þegar blaðamaður Skessuhorns var á ferðinni í Ólafs- vík í lok nóvembermánaðar. Erind- ið var að hitta Auði Kjartansdóttur sem þar er búsett ásamt Pétri Pét- urssyni og sonum þeirra, Pétri sem er fjögurra ára og Rúrik sem er eins og hálfs árs, í fallegu einbýlishúsi við Ennishlíð í Ólafsvík. Útsýnið frá heimili fjölskyldunnar er gull- fallegt. „Við förum ekkert héðan. Þegar ég kynntist Pétri átti hann þetta hús og við ákváðum að stækka það frekar en að flytja í stærra hús. Þetta útsýni er eitthvað sem við vorum ekki tilbúin að missa,“ seg- ir Auður þegar blaðamaður dáist að útsýninu um stóra glugga í stofunni á heimili þeirra. Sjálfboðaliði í Danmörku Auður er fædd árið 1991 og ólst hún upp í Stykkishólmi og gekk þar í grunnskóla. Hún lauk námi þar ári á undan jafnöldum sínum og fór í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði árið 2006, þá nýorð- in 15 ára. Hún sló ekki slöku við þar og lagði sig alla fram í náminu og lauk stúdentsprófinu á þremur árum, aðeins 18 ára gömul. Eftir stúdentspróf var Auður ekki tilbúin að halda áfram í háskóla og ákvað að fara sem sjálfboðaliði að vinna hjá ISCA, alþjóðlegum íþrótta- og menningarsamtökum í Danmörku í eitt ár. „Þetta var í gegnum pró- gram hjá Evrópu unga fólksins, ISCA sem eru regnhlífasamtök sem UMFÍ tilheyrir en ég kynntist þessu í gegnum þau,“ segir Auður. Á þessum tíma var hún formaður ungmennaráðs UMFÍ. „Ég heyrði af þessu verkefni og að þetta gæti staðið mér til boða svo ég sló til og sótti um,“ segir hún og bætir því við að hún hafi alltaf verið óhrædd við að prófa nýja hluti. „Ég var þarna sem sjálfboðaliði í höfuðstöðvum samtakanna í Kaupmannahöfn en ég ferðaðist um alla Evrópu með samtökunum, bæði til að sækja námskeið og líka til að halda nám- skeið á þeirra vegum.“ Mikill lærdómur „Það var mikill lærdómur fyrir mig og mjög þroskandi að taka þátt í þessu sjálfboðastarfi. Það voru alls konar verkefni sem ég fékk að taka þátt í og ég mæli með að all- ir fara svona út og prófa nýja hluti ef þeir hafa tækifæri til,“ segir Auð- ur. Áður en hún fór í sjálfboðastarf- ið hafði hún tvisvar farið erlend- is á ungmennavikur á vegum Nor- rænu félagasamtakanna, NSU, sem UMFÍ tilheyrir. „Það voru nám- skeið sem snérust um að rækta ein- staklinginn og efla krakkana sem tóku þátt,“ segir Auður. Virk í íþróttum Aðspurð segist Auður alltaf hafa verið í öllu íþrótta- og tómstunda- starfi. „Þegar ég var krakki var ég í körfubolta, auðvitað þar sem ég ólst upp í Stykkishólmi,“ segir hún og hlær. Þá æfði hún einnig frjálsar, fótbolta, sund og fleira. „Ég prófaði held ég bara allt sem var í boði. Á sumrin var ég mikið í golfi og þyk- ir það mjög skemmtilegt. En golfið hefur aðeins fengið að sitja á hakan- um frá því ég byrjaði í barneignum. Það hefur ekki verið tími fyrir alveg allt en það fer að líða að því að ég geti tekið strákana með í golf,“ seg- ir Auður og bætir því við að golf- ið sé góð íþrótt fyrir fjölskylduna að stunda saman. Í dag æfir hún blak ásamt nokkrum konum í Snæ- fellsbæ auk þess sem hún byrjaði í crossfit þegar Crossfit Snæfellsbæj- ar var opnað fyrr á þessu ári. „Mér þykir gaman að flestum íþróttum og líður almennt betur ef ég hreyfi mig. Svo þykir mér alltaf gaman að prófa allt nýtt,“ segir hún. Lærði lögfræði við Háskóla Íslands Þegar Auður kom heim eftir árið í Danmörku var hún tilbúin að halda náminu áfram og skráði sig í lög- fræði við Háskóla Íslands. „Ég var þessi hefðbundni landsbyggðar- krakki sem sótti skóla til Reykjavík- ur en kom alltaf heim til mömmu og pabba á sumrin til að vinna. Það þekkja þetta flestir af landsbyggð- inni,“ segir Auður og hlær. Eftir grunnnám fór Auður beint í meist- aranám og kynntist hún þá Pétri, sem bjó þá í Ólafsvík. „Ég flutti hingað til hans fyrir um sex árum held ég en var þá enn með annan fótinn í Reykjavík þar sem ég var í meistaranámi. Ég var í bænum í svona 3-4 daga í viku og kom svo langar helgar hingað vestur,“ segir hún. Eftir útskrift úr meistaranám- inu flutti Auður alfarið til Péturs í Ólafsvík og segist líka mjög vel að búa þar. Komst í sveitarstjórn Auður starfar í dag sem fjármála- stjóri hjá Fiskmarkaði Íslands þar sem hún sér um bókhald, laun og ýmis önnur verkefni. „Ég endaði ekki alveg í lögfræðitengdu starfi en námið hefur samt án efa nýst mér vel í þessu starfi,“ segir hún og brosir. Í sveitarstjórnarkosning- unum vorið 2018 var Auður þriðja á lista Sjálfstæðisflokksins í Snæ- fellsbæ og komst inn í sveitarstjórn. Hvernig kom það til að hún ákvað að gefa kost á sér? „Ég hafði aðeins látið vita af því að ég hefði áhuga á sveitarstjórnarmálum. Það var haft samband við mig og mér boðið að vera með á lista. Ég var að sjálfsögðu tilbúin til þess en bjóst aldrei við að fá tækifæri til að vera svona ofarlega á listanum. Ég er mjög þakklát fyrir það traust og þykir mjög skemmti- legt að fá að taka þátt,“ segir Auður. Aðspurð segist hún alltaf haft mik- inn áhuga á bæjarpólitík en að land- spólitíkin hafi aldrei heillað hana mikið. „Ég geri allavega ekki ráð fyrir að fara neitt í landspólitíkina,“ segir hún og hlær. „Mamma var í bæjarstjórn í Stykkishólmi í átta ár svo ég vissi aðeins hvað ég væri að fara út í.“ Aðspurð segist hún ekki hafa fundið fyrir neinni neikvæðni í sinn garð sem utanbæjarmanneskja í sveitarstjórn. „Mér hefur bara ver- ið vel tekið af öllum og ég held að það geti líka verið gott að vera að- flutt því þá kemur maður með fersk augu og kannski aðeins aðra sýn á hlutina,“ svarar Auður. Húsnæðismálin aðkallandi Spurð út í stóru mál sveitarstjórnar Snæfellsbæjar brosir Auður og segir þau vera nokkur en í augnablikinu sé fjárhagsáætlunin í forgangi og að verið sé að einblýna á að byggja upp innviðina enn frekar. „Við höfum einnig verið í mikilli vinnu að bæta leiksvæði og afþreyingu fyrir börn- in og ætlum að halda því áfam,“ segir Auður. Þá segir hún húsnæð- ismálin einnig vera mjög aðkallandi á þessu kjörtímabili. „Húsnæðis- skorturinn hér, eins og víða ann- ars staðar, er mikill og við þurfum að leita lausna þar. Það vantar sér- staklega ákveðna stærð af húsnæði á markaðinn, þá minni íbúðir fyrir þá sem eru að minnka við sig eða fyr- ir þá sem eru að kaupa fyrstu eign. Við þurfum að bregðast við þessu, bæði svo fólk geti fengið viðeigandi fasteign og til að koma hreyfingu á markaðinn,“ segir og hún og bæt- ir því við að sveitarstjórnin sé nú í samvinnu við félagsmálaráðuneytið að bregðast við þessum húsnæðis- vanda. „Félagsmálaráðherra hef- ur farið af stað með verkefni með nokkrum sveitarfélögum að hjálpa fólki að finna húsnæði sem hentar, hvort sem það er með því að byggja eða koma markaðnum af stað með einhverjum hætti,“ segir Auður. Tæknin tækifæri fyrir landsbyggðina Á afmælishátíð SSV sem haldin var í nóvember var Auður fengin til að flytja erindi um framtíðarsýn sína á Vesturland. „Ég held að við sjáum það öll að með tækniþróun eru að eiga sér stað miklar breyt- ingar í samfélaginu og ég trúi því að atvinnulífið muni breytast mik- ið á næstunni, það er þegar byrjað að breytast. Ég held að það sé undir hverjum og einum komið í dag að finna hvað hann vill gera í lífinu og búa sér til tækifæri,“ segir Auður og bætir því við að þetta sé kjörið tæki- færi fyrir sveitarfélög á landsbyggð- inni til að gera það aðlagandi fyr- ir fólk að setjast að í þeim. „Sveit- arfélögin þurfa núna að hugsa um sína byggð og byggja upp þjónustu svo fólki þykir aðlagandi að búa þar. Fram til þessa hefur fólk gjarn- an valið sér búsetu út frá vinnu en með tækninni verða störfin án stað- setningar og fólk getur því bara val- ið hvar það vill búa og flutt vinnuna með sér þangað. En þá verða sveit- arfélögin að vera tilbúin að taka á móti fólki og veita þá þjónustu sem fólk þarf,“ segir Auður. Gott að búa á Snæfellsnesi Aðspurð segist hún sjálf vera mjög ánægð með að geta búið úti á landi og segir Snæfellsnesið góðan stað fyrir ungt fólk að setjast að á. „Ég þekki vel til í Stykkishólmi og hér í Snæfellsbæ en aðeins minna í Grundarfirði, en ég held að það sé eins þar og annars staðar á Snæfells- nesi. Það er dásamlegt að búa hér og sérstaklega fyrir ungt fólk með börn. Það hefur margt ungt fólk verið að flytja aftur heim síðustu ár og almennt bara meira um að ungt fólk sé að setjast hér að,“ segir hún og bætir því við að á Snæfellsnes- inu sé mjög gott að ala upp börn. „Hér er gott og öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og börn- um er að fjölga. Það eru margir hér á mínum aldri með börn á svipuð- um aldri og mín börn og maður er því alls ekki einn. Það er svo margt í gangi hér fyrir fólk sem er á þess- um stað í lífinu, að koma upp fjöl- skyldu,“ segir hún. arg Með tækninni þarf fólk ekki lengur að velja búsetu út frá vinnu Rætt við Auði Kjartansdóttur í Ólafsvík Á 50 ára afmælisráðstefnu SSV fyrr í vetur voru fjórir glæsilegir fulltrúar unga fólksins úr landshlutanum fengnir til að fjalla um framtíðarsýn sína fyrir Vestur- land. F.v. Elín Margrét Böðvarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Bjarki Þór Grönfeldt og Ása Katrín Bjarnadóttir. Ljósm. mm. Auður Kjartansdóttir er fædd og uppalin í Stykkishólmi en er nú búsett í Ólafsvík þar sem hún situr í sveitarstjórn og starfar fyrir Fiskmarkað Íslands. Ljósm. arg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.