Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201936 Enn er óbreyttur vegur um Kjalarnes Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið eitt helsta baráttumál íbúa á Vesturlandi síðustu árin. Verkefnið hefur ekki skorað hátt á vinsældalista fjárveitingavaldsins, þrátt fyrir að finna megi veik merki um framkvæmdavilja í samgönguáætlun 2019-2023. Ákveðið var í febrúar að í stað eins milljarðs króna fjárveitingar sem búið var að ráðstafa til tvöföldunar vegarins næstu tvö árin, yrði fjárveitingin skor- in niður í 400 milljónir króna. Ástæðan var, að sögn sam- gönguráðherra, tilfærsla fjármuna meðal annars til rafvæð- ingar Herjólfs. 2+1 stækkun vegarins er nú í umhverfismati. Greinilega framhaldsmál á síðum Skessuhorns! Grunnskólinn í Borgarnesi stækkaður Eitt stærsta einstaka verkefni sveitarfélaga á Vesturlandi á þessu ári var stækkun Borgarbyggðar á Grunnskóla Borgar- ness. Á síðustu tveimur árum hefur verið lagður mikill pen- ingur í endurbætur og stækkun skólans og er þeim ekki enn lokið. Í haust var hins vegar nýtt mötuneyti, kennslustofur og glæsilegur matsalur tekinn í notkun. Með framkvæmdunum hefur aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk skólans verið bætt til muna. Jafnframt verður skólabyggingin mun aðgengilegri fyrir fatlaða. Verktaki við framkvæmdirnar er Eiríkur J Ing- ólfsson ehf. Spölur gerður upp Á þessu ári var unnið að uppgjöri Spalar, m.a. við notendur veglykla í Hvalfjarðargöng og nýverið var fyrirtækið endan- lega gert upp og því lokað. Vegagerðin annast rekstur Hval- fjarðarganga. Eins og kunnugt er skilaði Spölur mannvirkjun- um skuldlausum til íslenska ríksisins haustið 2018 eftir ríflega tuttugu ára rekstur. Ungmennabúðirnar nú á Laugarvatni Rekstri Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ á Laugum í Sælingsdal var hætt síðastliðið vor eftir fjórtán ára starfsemi. Samhliða var hafinn undirbúningur að flutningi starfseminn- ar að Laugarvatni. Dalamenn sjá mjög eftir ungmennabúðun- um og þeirri atvinnustarfsemi sem þeim fylgdi. Enn er óljóst um framtíð mannvirkja á Laugum. Dalabyggð freistaði þess á árinu að selja þau, en án árangurs. Guðrún Birna Borgnesingur ársins Guðrún Birna Haraldsdóttir var kjörin Borgnesingur ársins á þorra- blóti Borgnesinga síðasta vetur. Guðrún hefur í 22 ár staðið vakt- ina við gangbraut á Borgarbraut og aðstoðað unga grunnskólanem- endur að komast heilu og höldnu yfir götuna á leið sinni í skólann á morgnanna. Guðrúnu var við kjörið lýst sem glaðværri, jákvæðri og hjálpsamri konu og máli sínu til stuðnings nefndi sveitarstjóri að hún meira að segja skutli kis- um heim til sín þurfi þær á því að halda. Spýja úr hlíðum Akrafjalls Snjóflóð eru sem betur fer fremur fátíð á Vesturlandi. Í febrú- ar féll engu að síður lítið snjóflóð úr vesturhlíðum Akrafjalls, ofantil á móts við Reynisrétt. Engan sakaði. Fróðárheiði og Faxabraut Í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2021 er örfáar vegafram- kvæmdir að vinna í landshlutanum. Lokið verður við vega- gerð um Fróðárheiði á næsta ári og þá er gert ráð fyrir að á tímabilinu verðir ráðist í sjóvarnir og breikkun Faxabrautar á Akranesi, en vegurinn er þjóðvegur í þéttbýli. Stærsta einstaka framkvæmdin á norðvestursvæði á tímabilinu verður þó vegna Dýrafjarðarganga og vegar um Teigsskóg í Gufudalssveit. Áætlað er að hefja framkvæmdir við 2+1 breikkun vegar um Kjalarnes á tímabilinu, en ný Hvalfjarðargöng eru enn ófjár- mögnuð í samgönguáætlun. Í samgönguáætlun er hins vegar töluverðum fjármunum varið í hafnarbætur, mest í Ólafsvík og Grundarfirði, en einnig í Stykkishólmi. Gengur hægt að fjölga hjúkrunarrýmum Meðal félaga í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu eru dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi og Stykkishólmi, Fell- sendi og Silfurtún í Dalabyggð, Höfði á Akranesi og Fella- skjól í Grundarfirði. Bæði þessi samtök sem og einstök hjúkr- unarheimili hafa sótt það fast á liðnum misserum að fá heim- ild heilbrigðisráðherra til að mæta aukinni hjúkrunarþyngd sem orðið hefur í landshlutanum og fjölga hjúkrunarrýmum hjá sér. Flestar hafa þessar málaleitanir mætt daufum eyrum, að undanskyldu því að heimild fékkst nú í lok nóvember til að skilgreina fjögur hjúkrunarrými á Höfða á Akranesi, sem fram að því höfðu verið skilgreind sem biðrými til bráðabirgða, sem framtíðar hjúkrunarrými. Þar fjölgar því slíkum rýmum í 69 í stað 65. Ónýtt hvalveiðiheimild Síðastliðinn vetur undirritaði sjávarútvegsráðherra heimild til fimm ára fyrir áframhaldandi veiðum á langreyði og hrefnu allt til ársins 2023. Byggði hann ákvörðun sína á ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar auk þess að styðjast við nýja skýrslu Hag- fræðistofnunar HÍ um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Þrátt fyr- ir að heimildin lægi fyrir voru engar veiðar á langreyði stund- aðar í sumar. Góðar gæftir og gott verð Sannkölluð vertíðarstemning var víða í sjávarplássum um vestanvert landið á liðnum vetri. Mikill og góður afli barst til að mynda á land í Snæfellsbæ og veiddist vel í öll veiðarfæri í febrúar. Netabátar lönduðu jafnvel allt upp í 40 tonnum á einum og sama deginum eftir tvo róðra. Verð fyrir aflann var um 300 krónur fyrir kílóið og var gott hljóð í mönnum þeg- ar fréttaritarar Skessuhorns komu við á kajanum. Það er allt- af fallegt þegar vel veiðist. Sömu sögu var að segja af strand- veiðum sumarsins sem gengu vel, einkum á Faxaflóa. Hvass- viðri dró úr sókn strandveiðibáta á Breiðafirði í sumar. Nýtt fyrirkomulag strandveiða þótti koma sér vel og dró úr áhrif- um svokallaðra ólympískra veiða þegar menn réru jafnvel þó skynsemin segði að þeir ættu halda sig í landi vegna veðurs. Sjór gekk á land Mjög hásjávað var undan suður- og vesturströnd landsins að morgni 21. febrúar og ölduhæð var sömuleiðis óvenjumikil. Þennan morgun gekk sjór á land allvíða, m.a. í Stykkishólmi þar sem meðfylgjandi mynd var tekin, og var engu líkara en bátarnir í höfninni stæðu á kæjanum, en lægju ekki bundnir við bryggju. Sama morgunn var gamla trébryggjan í Rifshöfn til að mynda komin í kaf, en flóðið þar mældist í 4,5 metrum laust eftir klukkan átta. Þá flæddi yfir göngustíginn að Kirkju- fellsfossi í Grundarfirði á háflóði á föstudagsmorgun og veg- arskilti voru eins og prik upp úr vatnselgnum. Prestssetur lagt af í Saurbæ Biskup Íslands hefur lagt af prestssetrið í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd, en prestsbústaðurinn er illa farinn af vatnstjóni Fréttaannáll ársins 2019 í máli og myndum Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.