Skessuhorn - 18.12.2019, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201936
Enn er óbreyttur vegur
um Kjalarnes
Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið eitt
helsta baráttumál íbúa á Vesturlandi síðustu árin. Verkefnið
hefur ekki skorað hátt á vinsældalista fjárveitingavaldsins,
þrátt fyrir að finna megi veik merki um framkvæmdavilja í
samgönguáætlun 2019-2023. Ákveðið var í febrúar að í stað
eins milljarðs króna fjárveitingar sem búið var að ráðstafa til
tvöföldunar vegarins næstu tvö árin, yrði fjárveitingin skor-
in niður í 400 milljónir króna. Ástæðan var, að sögn sam-
gönguráðherra, tilfærsla fjármuna meðal annars til rafvæð-
ingar Herjólfs. 2+1 stækkun vegarins er nú í umhverfismati.
Greinilega framhaldsmál á síðum Skessuhorns!
Grunnskólinn í Borgarnesi
stækkaður
Eitt stærsta einstaka verkefni sveitarfélaga á Vesturlandi á
þessu ári var stækkun Borgarbyggðar á Grunnskóla Borgar-
ness. Á síðustu tveimur árum hefur verið lagður mikill pen-
ingur í endurbætur og stækkun skólans og er þeim ekki enn
lokið. Í haust var hins vegar nýtt mötuneyti, kennslustofur og
glæsilegur matsalur tekinn í notkun. Með framkvæmdunum
hefur aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk skólans verið bætt
til muna. Jafnframt verður skólabyggingin mun aðgengilegri
fyrir fatlaða. Verktaki við framkvæmdirnar er Eiríkur J Ing-
ólfsson ehf.
Spölur gerður upp
Á þessu ári var unnið að uppgjöri Spalar, m.a. við notendur
veglykla í Hvalfjarðargöng og nýverið var fyrirtækið endan-
lega gert upp og því lokað. Vegagerðin annast rekstur Hval-
fjarðarganga. Eins og kunnugt er skilaði Spölur mannvirkjun-
um skuldlausum til íslenska ríksisins haustið 2018 eftir ríflega
tuttugu ára rekstur.
Ungmennabúðirnar nú
á Laugarvatni
Rekstri Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ á Laugum í
Sælingsdal var hætt síðastliðið vor eftir fjórtán ára starfsemi.
Samhliða var hafinn undirbúningur að flutningi starfseminn-
ar að Laugarvatni. Dalamenn sjá mjög eftir ungmennabúðun-
um og þeirri atvinnustarfsemi sem þeim fylgdi. Enn er óljóst
um framtíð mannvirkja á Laugum. Dalabyggð freistaði þess á
árinu að selja þau, en án árangurs.
Guðrún Birna
Borgnesingur ársins
Guðrún Birna Haraldsdóttir var
kjörin Borgnesingur ársins á þorra-
blóti Borgnesinga síðasta vetur.
Guðrún hefur í 22 ár staðið vakt-
ina við gangbraut á Borgarbraut
og aðstoðað unga grunnskólanem-
endur að komast heilu og höldnu
yfir götuna á leið sinni í skólann
á morgnanna. Guðrúnu var við
kjörið lýst sem glaðværri, jákvæðri
og hjálpsamri konu og máli sínu
til stuðnings nefndi sveitarstjóri
að hún meira að segja skutli kis-
um heim til sín þurfi þær á því að
halda.
Spýja úr hlíðum Akrafjalls
Snjóflóð eru sem betur fer fremur fátíð á Vesturlandi. Í febrú-
ar féll engu að síður lítið snjóflóð úr vesturhlíðum Akrafjalls,
ofantil á móts við Reynisrétt. Engan sakaði.
Fróðárheiði og Faxabraut
Í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2021 er örfáar vegafram-
kvæmdir að vinna í landshlutanum. Lokið verður við vega-
gerð um Fróðárheiði á næsta ári og þá er gert ráð fyrir að á
tímabilinu verðir ráðist í sjóvarnir og breikkun Faxabrautar á
Akranesi, en vegurinn er þjóðvegur í þéttbýli. Stærsta einstaka
framkvæmdin á norðvestursvæði á tímabilinu verður þó vegna
Dýrafjarðarganga og vegar um Teigsskóg í Gufudalssveit.
Áætlað er að hefja framkvæmdir við 2+1 breikkun vegar um
Kjalarnes á tímabilinu, en ný Hvalfjarðargöng eru enn ófjár-
mögnuð í samgönguáætlun. Í samgönguáætlun er hins vegar
töluverðum fjármunum varið í hafnarbætur, mest í Ólafsvík
og Grundarfirði, en einnig í Stykkishólmi.
Gengur hægt að
fjölga hjúkrunarrýmum
Meðal félaga í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu eru
dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi og Stykkishólmi, Fell-
sendi og Silfurtún í Dalabyggð, Höfði á Akranesi og Fella-
skjól í Grundarfirði. Bæði þessi samtök sem og einstök hjúkr-
unarheimili hafa sótt það fast á liðnum misserum að fá heim-
ild heilbrigðisráðherra til að mæta aukinni hjúkrunarþyngd
sem orðið hefur í landshlutanum og fjölga hjúkrunarrýmum
hjá sér. Flestar hafa þessar málaleitanir mætt daufum eyrum,
að undanskyldu því að heimild fékkst nú í lok nóvember til að
skilgreina fjögur hjúkrunarrými á Höfða á Akranesi, sem fram
að því höfðu verið skilgreind sem biðrými til bráðabirgða,
sem framtíðar hjúkrunarrými. Þar fjölgar því slíkum rýmum
í 69 í stað 65.
Ónýtt hvalveiðiheimild
Síðastliðinn vetur undirritaði sjávarútvegsráðherra heimild til
fimm ára fyrir áframhaldandi veiðum á langreyði og hrefnu
allt til ársins 2023. Byggði hann ákvörðun sína á ráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar auk þess að styðjast við nýja skýrslu Hag-
fræðistofnunar HÍ um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Þrátt fyr-
ir að heimildin lægi fyrir voru engar veiðar á langreyði stund-
aðar í sumar.
Góðar gæftir og gott verð
Sannkölluð vertíðarstemning var víða í sjávarplássum um
vestanvert landið á liðnum vetri. Mikill og góður afli barst til
að mynda á land í Snæfellsbæ og veiddist vel í öll veiðarfæri
í febrúar. Netabátar lönduðu jafnvel allt upp í 40 tonnum á
einum og sama deginum eftir tvo róðra. Verð fyrir aflann var
um 300 krónur fyrir kílóið og var gott hljóð í mönnum þeg-
ar fréttaritarar Skessuhorns komu við á kajanum. Það er allt-
af fallegt þegar vel veiðist. Sömu sögu var að segja af strand-
veiðum sumarsins sem gengu vel, einkum á Faxaflóa. Hvass-
viðri dró úr sókn strandveiðibáta á Breiðafirði í sumar. Nýtt
fyrirkomulag strandveiða þótti koma sér vel og dró úr áhrif-
um svokallaðra ólympískra veiða þegar menn réru jafnvel þó
skynsemin segði að þeir ættu halda sig í landi vegna veðurs.
Sjór gekk á land
Mjög hásjávað var undan suður- og vesturströnd landsins að
morgni 21. febrúar og ölduhæð var sömuleiðis óvenjumikil.
Þennan morgun gekk sjór á land allvíða, m.a. í Stykkishólmi
þar sem meðfylgjandi mynd var tekin, og var engu líkara en
bátarnir í höfninni stæðu á kæjanum, en lægju ekki bundnir
við bryggju. Sama morgunn var gamla trébryggjan í Rifshöfn
til að mynda komin í kaf, en flóðið þar mældist í 4,5 metrum
laust eftir klukkan átta. Þá flæddi yfir göngustíginn að Kirkju-
fellsfossi í Grundarfirði á háflóði á föstudagsmorgun og veg-
arskilti voru eins og prik upp úr vatnselgnum.
Prestssetur lagt af í Saurbæ
Biskup Íslands hefur lagt af prestssetrið í Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd, en prestsbústaðurinn er illa farinn af vatnstjóni
Fréttaannáll ársins 2019 í máli og myndum
Framhald á næstu opnu