Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 62

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 62
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201962 Sara Hjörleifsdóttir er fædd og upp- alin í Stykkishólmi. Þar gekk hún í grunnskóla áður en hún flutti í burt til að fara í framhaldsnám en leiðin lá þó aftur í Stykkishólm þar sem hún hefur nú rekið veitingastað- inn Sjávarpakkhúsið í sjö ár. Blaða- maður Skessuhorns leit við á Sjáv- arpakkhúsinu í lok síðasta mánað- ar og ræddi við Söru um veitinga- reksturinn, lífið í Stykkishólmi og umhverfisvottun sem Sjávarpakk- húsið fékk síðastliðið vor. Vildi bara vera í Hólminum „Eins og svo margir sem hafa al- ist upp úti á landi þurfti ég að flytja til að fara í framhaldsskóla eftir 10. bekk. Ég fór fyrst á Akranes og svo í Menntaskólann við Hamrahlíð,“ segir Sara en á þessum tíma var enginn fjölbrautaskóli á Snæfells- nesi. „Ég er mikill Hólmari í hjart- anu mínu og fyrir mér hefur aldrei neinn annar staður getað verið „heima“. Ég er líka nokkuð viss um að ég fari aldrei aftur héðan,“ seg- ir hún og brosir. Eins og sannur Hólmari spilaði Sara körfubolta til 18 ára aldurs auk þess sem hún var í frjálsum íþróttum og tónlistarnámi. „Ég var í öllu sem stóð til boða. Ég spilaði meðal annars í lúðrasveit og bjöllukór,“ segir hún og hlær. Verið lengi í veitinga- bransanum Sara og Gunnar Haraldsson búa núna ásamt fjórum börnum sínum í Stykkishólmi. „Hann er sjálfur Hornfirðingur en ég náði honum hingað, enda er Hólmurinn nafli alheimsins,“ segir hún og hlær. En hvernig vildi það til að hún fór út í veitingarekstur? „Ég hef starfað í veitingabransanum mjög lengi, hef í raun gert fátt annað. En upp- hafið af þessu má rekja til þess að það komu hingað menn úr Reykja- vík sem opnuðu ribb-bátaútgerð þar sem þeir ætluðu að vera með bátsferðir fyrir ferðamenn hér um fjörðinn. Þeir keyptu þetta hús til að vera með miðasölu fyrir ferð- irnar en vissu ekkert hvað þeir ættu að gera meira. Ég og vinkona mín vorum þá ráðnar hingað inn til að reka kaffihús og miðasölu,“ útskýr- ir Sara. Mennirnir seldu svo bátana og hættu útgerðinni og leigðu Söru húsið undir eigin rekstur árið 2012. Næstum eingöngu ferðamenn Aðspurð segir Sara margt hafa breyst í rekstrinum á þessum sjö árum en í upphafi var hún aðeins með kaffihús en í dag er Sjávar- pakkhúsið fullbúið veitingahús. „Húsið bauð ekki upp á mikið til að byrja með. Það var eiginlega ekk- ert eldhús svo þetta var bara ein- falt kaffihús. Við græjuðum sjálf stórt eldhús og keyptum inn þann búnað sem þurfti í veitingarekstur og nú er þetta alvöru veitingastað- ur,“ segir Sara og brosir. Á sumr- in hefur verið nóg að gera á Sjáv- arpakkhúsinu en aðeins minna yfir veturinn. „Það er rólegra á vet- urna og við erum bara með opið á kvöldin. Sumrin hafa verið mjög góð hjá okkur,“ segir Sara og bæt- ir við að um 90% af viðskiptavin- um Sjávarpakkhússins eru erlend- ir ferðamenn og restin íslenskir ferðamenn. „Hólmarar eru í mjög miklum minnihluta hjá okkur, þeir eru ekki nógu duglegir að fara út að borða, svo ég skjóti aðeins á þá,“ segir Sara og hlær. „En að öllu gríni slepptu þá mættu Hólmarar vera duglegri að fara út að borða. Það eru frábærir veitingastaðir hér á næstum hverju götuhorni og það er leiðinlegt að sjá ekki fleiri Hólm- ara nýta sér það,“ segir hún. Þröngur markhópur Á Sjávarpakkhúsinu er boðið upp á sjávarrétti en matseðillinn breyt- ist að sögn Söru nokkuð ört. „Við erum dugleg að skipta út matseðl- inum. Það er mikilvægt að halda okkur aðeins á tánum og breyta reglulega til. Það er gaman að prófa nýja hluti og gera tilraunir og skapa eitthvað nýtt,“ segir hún og bætir því við að hugmyndafræð- in bakvið matseðilinn á Sjávarpakk- húsinu sé samblanda af ástríðu og sérvisku. „Við erum óhrædd við að nota óhefðbundin hráefni. Við erum að vinna mikið með krabba, bláskel, sjávargróður og fleira. Við leggjum áherslu á staðbundið hrá- efni og sjálfbærni og gerum ávallt okkar besta í að framreiða hágæða mat með eins litlum áhrifum á um- hverfið og mögulegt er,“ segir Sara. „Okkar markhópur er frekar þröng- ur, enda er kúnnahópurinn okk- ar heilt yfir mjög skemmtilegur,“ segir Sara. Gestir Sjávarpakkhúss- ins geta stundum fylgst með matn- um koma upp úr sjónum rétt áður en hann er borinn fram á disknum þeirra. „Á sumrin sitja gestirnir oft hér og horfa út á bátinn þarna sækja bláskel á línu rétt fyrir utan Hvíta- bjarnarey og landa henni rétt áður en hún fer svo í pottana hjá okkur,“ segir Sara og bendir á bátinn Ronju sem liggur við höfnina. Borðaði ekki fisk í mörg ár Spurð hvort hún hafi sjálf alltaf ver- ið hrifin af sjávarréttum neitar hún því. „Þegar ég var krakki var pabbi sjómaður og það var án gríns soð- in ýsa á hverjum degi á mínu heim- ili, stundum koli um helgar. Í mörg ár eftir að ég flutti úr foreldrahús- um borðaði ég bara ekki fisk. Ég var bara alveg búin með kvótann minn þar. Ég hef síðustu ár verið að læra að meta aftur allan þennan góða mat sem við fáum úr sjónum,“ svarar Sara og bætir því við að allt- af sé að bætast við matarflóruna úr sjónum. „Við erum alltaf að finna eitthvað nýtt til að borða og eitt af því er sjávargróður sem er ótrúlega góður. Sjávargróður var borðaður í gamla daga en svo hættum við bara að borða hann. Fólk er að læra að meta hann aftur núna.“ En hver er hennar uppáhalds matur? „Ætli ég verði ekki að segja að það sé gaddakrabbi. Það er stór krabbi sem veiðist í jökuldýpinu,“ svara Sara. „Kjötið á honum minn- ir á humar, er frekar sætt og mjög gott. Það er þó smá bras að borða hann og maður þarf að nota tang- ir og skæri, smá svona stemning,“ segir hún og bætir því við að gadda- krabbinn rati stundum á matseðil Sjávarpakkhússins. Græni svanurinn Síðasta vor fékk Sjávarpakkhúsið umhverfisvottunina Svaninn sem er opinbert umhverfismerki Norður- landanna. Er þetta fyrsti veitinga- staðurinn í landshlutanum til að fá þessa vottun. „Við höfum unnið að þessu í nokkur ár og erum búin að vinna eftir stöðlum svansins lengi. Ég átti bara alltaf eftir að klára pappírsvinnuna, hún er smá bras og tímarek,“ segir Sara. Að fá um- hverfisvottunina segir Sara í raun frekar einfalt mál. Það þurfi í raun bara að hugsa aðeins hvað maður sé að gera, að velja hráefni úr nærum- hverfinu, velja lífrænt, endurnýta það sem er hægt og nota eins lítið af einnota plasti og hægt er. „Við vit- um öll hvað þarf að gera til að vera umhverfisvæn, það bara gera það ekki allir,“ segir Sara. „Við notum til að mynda bara umhverfisvottuð hreinsiefni og gætum þess að nota rétt magn. Þetta snýst líka um að halda neyslu í lágmarki og reyna að minnka matarsóun. Það gerum við bæði með því að fara alltaf vel með hráefnið okkar og gæta þess að nýta það sem er til og líka með því að passa skammtastærðir. Það er líka mikilvægt að passa upp á orku- og vatnsnotkun. Ekki láta vatnið renna að óþörfu og að lágmarka orku- notkun eins og er hægt. Þetta snýst bara um að nota heilbrigða skyn- semi,“ segir Sara. Kynslóðin sem gleymdi sér í neyslu Spurð hvort hún hafi alla tíð ver- ið umhverfissinni segir Sara svo ekki vera. „Eins og flestir aðr- ir hef ég hent rusli á jörðina, tek- ið þátt í óþarfa neyslu, notað óþarf- lega mikið af einnota plasti og allt það. Ég held að mín kynslóð hafi bara svolítið týnt niður allri heil- brigðri skynsemi hvað þetta varð- ar og gleymt sér í óþarfa kauprugli og orkusóun. Þegar ég fór sjálf markvisst að hugsa betur út í eigin neyslu og um umhverfisáhrif áttaði ég mig á að þetta er bara það sama og maður ólst upp við. Mamma og pabbi voru alltaf að segja manni að láta vatnið ekki renna, að slökkva ljósin og að sóa ekki mat.“ Gæðastimpill Spurð af hverju það hafi skipt hana máli að fá Svansvottunina segir Sara það fyrst og fremst hafa snú- ist um að fá þann gæðastimpil sem vottunin er. „Nútímakúnni gerir kröfur, hann vill vita hvaðan mat- urinn kemur og geta verið viss um að allt á disknum sé eins og segir á matseðlinum. Það er svo algengt að það sé verið að selja okkur eitthvað sem er kannski ekki alveg eins og er auglýst. Þegar maður hefur svona vottun er það ákveðin staðfesting á að það sem við segjum sé rétt,“ seg- ir hún og bætir því við að með því að vinna eftir stöðlum svansvottun- arinnar hafi hún ákveðin verkfæri í höndunum til að vinna eftir. „Mað- ur getur verið svo fljótur að gleyma sér en þegar maður hefur sett upp svona stefnu til að vinna eftir held- ur það manni við efnið. Við bjugg- um líka til umhverfishandbók sem allir starfsmenn lesa og kvitta undir áður en þeir byrja að vinna hér. Það kemur sér vel þegar við fáum nýtt starfsfólk því það fá þá allir eigin- lega bara svona leiðbeiningabók til að vinna eftir,“ segir Sara og hlær. arg „Ég er mikill Hólmari í hjartanu mínu“ - segir Sara Hjörleifsdóttir sem vill hvergi annars staðar búa en í Stykkishólmi Hér afhendir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Söru Hjörleifsdóttur Svansvottunina. Ljósm. Umhverfisvottun Snæfellsness. Sara Hjörleifsdóttir rekur Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.