Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 56

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 56
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201956 Eftir sextán ár í Borgarfirði held- ur Guðrún Bjarnadóttir úr Anda- kílnum og austur fyrir fjall þar sem hún festi kaup á litlu lögbýli sem liggur að Ölfusánni rétt við Sel- foss. Bærinn heitir Lindarbær og er á 3,5 hektara landspilda sem fylgir. Guðrún segir góðan húsakost vera í Lindarbæ en að ákvörðunin um að flytja heimili og rekstur úr Borgar- firði hafi ekki verið auðveld. „Það verður að segjast að það var mjög erfið ákvörðun að flytja úr Borgar- firðinum. Hér hefur mér liðið vel og það var ekki að ástæðulausu að ég fór aldrei aftur „heim“ eftir nám við Landbúnaðarháskólann. Ég elska Borgarfjörðinn og Borgfirð- inga sem hafa allir stutt mig í einu og öllu og hvatt mig áfram í mínu handverki. Hér hef ég Landbúnað- arháskólann og Ullarselið sem hafa haft mikil og góð áhrif á mitt líf og starf,“ segir Guðrún í samtali við blaðamann Skessuhorns sem heyrði í henni eftir flutninga austur. Sjálf er Guðrún Reykvíkingur en þrátt fyrir það þá hefur hún skotið rótum í Borgarfirði hægt og rólega síðan árið 2003 þegar hún flutti í lands- hlutann og gæti því vel kallað sig Borgfirðing. Umferð ferðamanna allan ársins hring Guðrún segir nokkrar ástæður fyr- ir flutningunum. „Ég hef verið með Hespuhúsið í bílskúrnum hjá mér í Árnesi við Andakílsárvirkjun og þá með 23 fermetra undir starfsem- ina. Húsnæðið var löngu sprungið og ferðamenn áttu mjög erfitt með að finna mig, þangað voru aðeins of margar beygjur. Auk þess er þetta íbúðabyggð og ekki endilega eðli- legt að fá yfir 100 rútur í heimsókn og mörg þúsund manns á ári,“ út- skýrir hún. „Til allrar hamingju var ég með dásamlega nágranna sem hvöttu mig til dáða,“ bætir Guð- rún við. Lindarbær er eignarland og stað- urinn mjög auðfinnanlegur fyrir ferðamanninn, en samt í landbún- aðarumhverfi. „Í Borgarfirði er því miður lítil umferð ferðamanna yfir vetrarmánuðina og mig bara vant- aði fleiri gesti. Á nýja staðnum aka ferðamenn hjá allan ársins hring, á Gullna hringnum, og það gefur mér allt aðra möguleika til að vaxa í minni fræðslu og handverki og hafa lifibrauð af handverki allt árið um kring,“ bætir Guðrún við. Á Lindarbæ þá fer Guðrún úr því að vera með 23 fm yfir í 210 fm til umráða fyrir Hespuhúsið sem gefur henni töluvert fleiri möguleika og bætir aðstöðuna til muna. „Það er ekki bara betri og stærri húsakostur sem var ástæðan fyrir flutningun- um heldur voru einnig persónuleg- ar ástæður. Systir mín býr fyrir utan Selfoss og hún var að eignast tví- bura og ég vil sinna mjög vel mínu hlutverki sem „skrýtna frænkan!“ Guðrún leitaði fyrst að mögu- legu húsnæði í Borgarfirði og ná- grenni áður en hún fór að gjóa aug- unum til annarra landshluta. „Ég var í nokkur ár búin að leita mark- visst að rétta húsnæðinu í Borgar- firði en það fannst ekki, því miður. Í lok október þá varð ég fimmtug og kannski hvatti það mig áfram til að söðla um. Maður er ekkert að verða yngri og kannski síðasti séns að demba sér í svona stórt verkefni. Ef heilsan leyfir þá vona ég að æv- intýrin verði fleiri,“ segir Guðrún bjartsýn. Á góða vini að Guðrún festi kaup á Lindarbæ síð- astliðið vor og fékk lyklana af- henta um mitt sumar. „Það var mjög strembið að vera á háanna- tíma í Hespuhúsinu og fjarstýra framkvæmdum á Suðurlandinu og aka á milli. Ég átti erfitt með að ná yfirsýn yfir stöðu mála og tók regluleg kvíðaköst yfir fjármálum og framkvæmdum. Blessunarlega á ég góða vini sem hafa reynst mér mjög vel í þessu verkefni og mik- ið hefur mætt á þeim. Þegar róaðist um haustið þá tóku við flutningar og að pakka Hespuhúsinu og ganga frá í íbúðarhúsinu sem var svakalegt verkefni auk þess sem ég var enn með hópa á vinnustofunni og að klára kennslu við Landbúnaðarhá- skólann,“ segir Guðrún um annir síðustu mánaða en nefnir einnig að hún hafi alltaf vitað að hún myndi stækka starfsemina á einn eða ann- an hátt. „Ég hef lengi keypt hluti og húsgögn með fyrirhugaða stækkun Hespuhússins í huga, svo það var mikið hafurtask sem fylgdi mér. En einhvern veginn gekk þetta allt saman upp og nú þegar ég er lent á nýjum stað þá gleymir maður alveg panik-köstunum þar sem allt er að smella saman. Ég fór nokkrar ferð- ir á gámastöðina en það kom mér á óvart að „draslið“ mitt hafði til- gang og fær hlutverk á nýjum stað. Það kom mér líka á óvart að ég hreinlega lifði þetta af andlega og líkamlega en þetta var erfitt ferða- lag og því er ekki lokið. Ég var al- veg búin að vinna heimavinnuna mína og vissi að allar framkvæmdir færu úr böndunum fjárhagslega og hugsaði oft til Skemmunnar góðu í Nauthólsvík. En það kom mér samt á óvart hvað fjárhagsáætlanir stóð- ust illa.“ Endalaus tækifæri Guðrún segir að tækifærin á nýjum stað séu endalaus með stærra hús- næði og góðu aðgengi fyrir ferða- menn. „Hugmyndirnar í hausnum á mér eru svo margar að 23ja fm bíl- skúrinn minn í Borgarfirði höndl- aði það engan veginn. Á nýjum stað þá get ég tekið á móti stærri hóp- um, ég get haft lengri opnunartíma inn í haustið og opnað fyrr á vor- in. Aðstaðan til jurtalitunar verð- ur betri, tveir vaskar, þurrkaðstaða fyrir band og allt í sama rými og því „Það var mjög erfið ákvörðun að fara úr svona góðu samfélagi og umhverfi“ Rætt við eiganda Hespuhússins, Guðrúnu Bjarnadóttur, um flutninga úr Borgarfirði á Suðurlandið Guðrún yfir litunarpottunum. Þessa dagana er verið að klæða Hespuhússhluta skemmunnar að utan og setja nýjan þakkant. Búið er að setja í stóra glugga og aðalinngang. Mikil vinna var lögð í að snyrta umhverfið og útbúa stórt bílaplan þar sem rúmt verður um rútur og bíla. Bandhillan verður á sínum stað í nýju Hespuhúsi og nóg pláss til að fleiri vörur njóti sín betur. Hér má sjá bandhilluna á nýja staðnum. Guðrún tekur reglulega á móti hópum frá amerískri ferðaskrifstofu þar sem gestirnir eru yfir 50 ára á besta aldri. Oft er glatt á hjalla hjá þessum hópum. Hér eru gestirnir að læra að prjóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.