Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Side 56

Skessuhorn - 18.12.2019, Side 56
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201956 Eftir sextán ár í Borgarfirði held- ur Guðrún Bjarnadóttir úr Anda- kílnum og austur fyrir fjall þar sem hún festi kaup á litlu lögbýli sem liggur að Ölfusánni rétt við Sel- foss. Bærinn heitir Lindarbær og er á 3,5 hektara landspilda sem fylgir. Guðrún segir góðan húsakost vera í Lindarbæ en að ákvörðunin um að flytja heimili og rekstur úr Borgar- firði hafi ekki verið auðveld. „Það verður að segjast að það var mjög erfið ákvörðun að flytja úr Borgar- firðinum. Hér hefur mér liðið vel og það var ekki að ástæðulausu að ég fór aldrei aftur „heim“ eftir nám við Landbúnaðarháskólann. Ég elska Borgarfjörðinn og Borgfirð- inga sem hafa allir stutt mig í einu og öllu og hvatt mig áfram í mínu handverki. Hér hef ég Landbúnað- arháskólann og Ullarselið sem hafa haft mikil og góð áhrif á mitt líf og starf,“ segir Guðrún í samtali við blaðamann Skessuhorns sem heyrði í henni eftir flutninga austur. Sjálf er Guðrún Reykvíkingur en þrátt fyrir það þá hefur hún skotið rótum í Borgarfirði hægt og rólega síðan árið 2003 þegar hún flutti í lands- hlutann og gæti því vel kallað sig Borgfirðing. Umferð ferðamanna allan ársins hring Guðrún segir nokkrar ástæður fyr- ir flutningunum. „Ég hef verið með Hespuhúsið í bílskúrnum hjá mér í Árnesi við Andakílsárvirkjun og þá með 23 fermetra undir starfsem- ina. Húsnæðið var löngu sprungið og ferðamenn áttu mjög erfitt með að finna mig, þangað voru aðeins of margar beygjur. Auk þess er þetta íbúðabyggð og ekki endilega eðli- legt að fá yfir 100 rútur í heimsókn og mörg þúsund manns á ári,“ út- skýrir hún. „Til allrar hamingju var ég með dásamlega nágranna sem hvöttu mig til dáða,“ bætir Guð- rún við. Lindarbær er eignarland og stað- urinn mjög auðfinnanlegur fyrir ferðamanninn, en samt í landbún- aðarumhverfi. „Í Borgarfirði er því miður lítil umferð ferðamanna yfir vetrarmánuðina og mig bara vant- aði fleiri gesti. Á nýja staðnum aka ferðamenn hjá allan ársins hring, á Gullna hringnum, og það gefur mér allt aðra möguleika til að vaxa í minni fræðslu og handverki og hafa lifibrauð af handverki allt árið um kring,“ bætir Guðrún við. Á Lindarbæ þá fer Guðrún úr því að vera með 23 fm yfir í 210 fm til umráða fyrir Hespuhúsið sem gefur henni töluvert fleiri möguleika og bætir aðstöðuna til muna. „Það er ekki bara betri og stærri húsakostur sem var ástæðan fyrir flutningun- um heldur voru einnig persónuleg- ar ástæður. Systir mín býr fyrir utan Selfoss og hún var að eignast tví- bura og ég vil sinna mjög vel mínu hlutverki sem „skrýtna frænkan!“ Guðrún leitaði fyrst að mögu- legu húsnæði í Borgarfirði og ná- grenni áður en hún fór að gjóa aug- unum til annarra landshluta. „Ég var í nokkur ár búin að leita mark- visst að rétta húsnæðinu í Borgar- firði en það fannst ekki, því miður. Í lok október þá varð ég fimmtug og kannski hvatti það mig áfram til að söðla um. Maður er ekkert að verða yngri og kannski síðasti séns að demba sér í svona stórt verkefni. Ef heilsan leyfir þá vona ég að æv- intýrin verði fleiri,“ segir Guðrún bjartsýn. Á góða vini að Guðrún festi kaup á Lindarbæ síð- astliðið vor og fékk lyklana af- henta um mitt sumar. „Það var mjög strembið að vera á háanna- tíma í Hespuhúsinu og fjarstýra framkvæmdum á Suðurlandinu og aka á milli. Ég átti erfitt með að ná yfirsýn yfir stöðu mála og tók regluleg kvíðaköst yfir fjármálum og framkvæmdum. Blessunarlega á ég góða vini sem hafa reynst mér mjög vel í þessu verkefni og mik- ið hefur mætt á þeim. Þegar róaðist um haustið þá tóku við flutningar og að pakka Hespuhúsinu og ganga frá í íbúðarhúsinu sem var svakalegt verkefni auk þess sem ég var enn með hópa á vinnustofunni og að klára kennslu við Landbúnaðarhá- skólann,“ segir Guðrún um annir síðustu mánaða en nefnir einnig að hún hafi alltaf vitað að hún myndi stækka starfsemina á einn eða ann- an hátt. „Ég hef lengi keypt hluti og húsgögn með fyrirhugaða stækkun Hespuhússins í huga, svo það var mikið hafurtask sem fylgdi mér. En einhvern veginn gekk þetta allt saman upp og nú þegar ég er lent á nýjum stað þá gleymir maður alveg panik-köstunum þar sem allt er að smella saman. Ég fór nokkrar ferð- ir á gámastöðina en það kom mér á óvart að „draslið“ mitt hafði til- gang og fær hlutverk á nýjum stað. Það kom mér líka á óvart að ég hreinlega lifði þetta af andlega og líkamlega en þetta var erfitt ferða- lag og því er ekki lokið. Ég var al- veg búin að vinna heimavinnuna mína og vissi að allar framkvæmdir færu úr böndunum fjárhagslega og hugsaði oft til Skemmunnar góðu í Nauthólsvík. En það kom mér samt á óvart hvað fjárhagsáætlanir stóð- ust illa.“ Endalaus tækifæri Guðrún segir að tækifærin á nýjum stað séu endalaus með stærra hús- næði og góðu aðgengi fyrir ferða- menn. „Hugmyndirnar í hausnum á mér eru svo margar að 23ja fm bíl- skúrinn minn í Borgarfirði höndl- aði það engan veginn. Á nýjum stað þá get ég tekið á móti stærri hóp- um, ég get haft lengri opnunartíma inn í haustið og opnað fyrr á vor- in. Aðstaðan til jurtalitunar verð- ur betri, tveir vaskar, þurrkaðstaða fyrir band og allt í sama rými og því „Það var mjög erfið ákvörðun að fara úr svona góðu samfélagi og umhverfi“ Rætt við eiganda Hespuhússins, Guðrúnu Bjarnadóttur, um flutninga úr Borgarfirði á Suðurlandið Guðrún yfir litunarpottunum. Þessa dagana er verið að klæða Hespuhússhluta skemmunnar að utan og setja nýjan þakkant. Búið er að setja í stóra glugga og aðalinngang. Mikil vinna var lögð í að snyrta umhverfið og útbúa stórt bílaplan þar sem rúmt verður um rútur og bíla. Bandhillan verður á sínum stað í nýju Hespuhúsi og nóg pláss til að fleiri vörur njóti sín betur. Hér má sjá bandhilluna á nýja staðnum. Guðrún tekur reglulega á móti hópum frá amerískri ferðaskrifstofu þar sem gestirnir eru yfir 50 ára á besta aldri. Oft er glatt á hjalla hjá þessum hópum. Hér eru gestirnir að læra að prjóna.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.