Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 47
Heims- og Evrópumet í bogfimi
Alberg Ólafsson og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir settu
tvö heims- og Evrópumet á Heimsbikarmótinu í bogfimi í
Berlín í júlí. Eru þau fyrstu Íslendingarnir til að setja heims-
og Evrópumet í greininni, en þetta var jafnframt þeirra fyrsta
alþjóðlega bogfimimót.
Komst á Evrópumótaröðina
B o r g n e s i n g u r i n n
Bjarki Pétursson út-
skrifaðist úr Kent
State háskólanum síð-
asta sumar, þar sem
hann hafði numið og
leikið golf undanfarin
ár. Eftir útskrift keppti
hann í ýmsum mótum
í Evrópu á árinu og
tókst meðal annars að
komast inn á Evrópu-
mótaröð karla eftir úr-
tökumót. Bjarki freist-
ar þess að og gerast at-
vinnumaður í íþrótt-
inni að fullu eftir ára-
mót.
Silfur á Norðurlandamóti
Kraf t l y f t inga fó lk
af Vesturlandi átti
prýðilegt ár, þar
sem allnokkrir fögn-
uðu Íslandsmeistara-
titlum og settu Ís-
landsmet. Besta ein-
staka árangrinum á
árinu náði Borgnes-
ingurinn Alexandrea
Rán Guðnýjardóttir
sem hreppti silfrið í
klassískri bekkpressu
á Norðurlandamóti
ungmenna.
Synt til sigurs
Vestlenskir sundgarpar áttu góðu gengi að fagna á árinu og
unnu til fjölda titla. Af þeim sem keppa undir merkjum vest-
lenskra íþróttafélaga náði Brynhildur Traustadóttir lengst á
árinu 2019, en hún keppti á Norðurlandamótinu í Færeyjum
sem fram fór í byrjun desembermánaðar. Þar hafnaði hún í
fjórða sæti í 800 m skriðsundi, sjötta sæti í 400 m skriðsundi
og sjöunda sæti í 200 m skriðsundi.
Flest verðlaun frá 2007
Heimsmeistaramót íslenska hestsins var líklega það sem bar
hæst í hestaíþróttinni á liðnu ári. Vestlendingarnir Máni
Hilmarsson og Jakob Svavar Sigurðsson voru meðal kepp-
enda, en þeir urðu heimsmeistarar árið 2017. Íslenska lands-
liðið vann samtals til ellefu gullverðlauna í mótinu, að með-
töldum verðlaunum kynbótahrossa og í flokki ungmenna. Er
það besti árangur liðsins frá 2007.
Fimleikar í sókn
Fimleikafélag Akraness keppti í fyrsta sinn í A deild meistara-
flokks á liðnu ári. Fimleikar hafa verið í sókn á Akranesi un-
danfarin misseri. Félagið sendi fjölmörg lið í mörgum flok-
kum til keppni á síðasta ári með góðum árangri. Fimleikafé-
lagið er auk þess orðið fjölmennasta íþróttafélagið innan vé-
banda ÍA og fimleikahús er í byggingu við Vesturgötu, sem
kunnugt er.