Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 54

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 54
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201954 Kveðjur úr héraði Ég nýt þeirrar gæfu að eiga ein- ungis gleðiríkar minningar um bernskujólin. Ég ólst upp í Stykk- ishólmi. Foreldrar mínir, Hallfreð- ur og Hjördís, hófu ung að eiga börn. Hulda er elst, svo Lalli, Siggi og Elli. Eftir tíu ára hlé fæddist ég og Ella tveimur árum síðar. Ég óx úr grasi í vari ástríkra foreldra og margra ættingja í nágrenninu. Jóla- undirbúningur heimilisins var eins og venjan bauð á þessum tíma. Þvegið, skúrað, skreytt og bakað. Húsið angaði ýmist af nýbökuð- um smákökum, Ajax-ilmi eða tekk- olíu. Aðfangadagur var oftast með svipuðu sniði. Við Ella horfðum á barnaefnið í sjónvarpinu. Síð- an var farið í bíltúr um bæinn til að dreifa jólakortum og gjöfum til vina og ættingja. Klukkan sex sát- um við prúðbúin og hljóð í stof- unni og hlustuðum með mismik- illi athygli á jólamessuna. Augun áttu það til að hvarfla löngunarfull að lokkandi jólapökkunum undir skreytta gervijólatrénu. Framan af var heimareykt hangikjöt með öllu tilheyrandi í matinn á aðfangadags- kvöld. Ella var ekkert sérlega hrifin af því og man ég að ein jólin spurði hún hvort ekki væri hægt að breyta til næst og hafa soðinn fisk. Eft- ir að mamma hafði lagað uppstúf- inn og pabbi blandað jólaölið hófst borðhaldið. Sumir voru lengur að borða en aðrir. Undir lok máltíð- ar var spenningurinn orðinn mikill en loks kom sú stund að pabbi byrj- aði að lesa á pakkana. Seinna um kvöldið röltum við til afa og ömmu sem bjuggu í sömu götu. Þar áttum við notalega stund með stórfjöl- skyldunni. Árið 1986 upplifði ég jólin á ör- lítið annan hátt. Mamma og pabbi voru þá farin að syngja með kirkju- kórnum og höfðu nokkrir kirkjukór- ar á Snæfellsnesi tekið sig saman og myndað Jöklakórinn. Kórinn hugð- ist fara í langferð og m.a. syngja í Betlehem á jólanótt. Mamma seg- ir að það hafi verið erfið ákvörðun hjá þeim pabba að skilja ,,litlu kið- lingana sína“ eina heima yfir jólin. Það var ekki fyrr en Ella systir, þá 11 ára, sagði ákveðin: ,,Ef þið farið ekki þangað núna, þá gerið þið það aldrei!“ Það varð úr. Óneitanlega var skrýtið að hugsa til þess að pabbi og mamma yrðu ekki með okkur yfir hátíðirnar. Hins vegar var líka spennandi tilhugsun að við systkin- in yrðum ein heima. Að vísu ekki öll því Elli, sem þá var í námi í Noregi, ákvað að vera þar yfir jólin, þar sem foreldrarnir yrðu að heiman. Við hin vorum saman. Hulda og Björgvin maðurinn hennar, áttu þá þrjú börn, og komu þau til okkar hinna þetta aðfangadagskvöld. Einhverra hluta vegna langaði okkur að bregða út af vananum og kasta sumum af okkar gömlu venjum fyrir róða. Þetta yrðu partýjólin! Hulda og Bjöggi fundu uppskrift af dýrindis appelsínuönd, sem Ellu til mikillar gleði, kom í stað þjóðlegs hangikjötsins. Allt var á léttu nótunum. Yfir messunni baksaði eldra fólkið við að steikja öndina og þau yngri léku sér. Þar sem Lalli er elstur bræðranna fékk hann þann heiður að lesa á pakkana. Við héldum þó þeim sið að fara til afa og ömmu og óska ættingjunum, þ.e. þeim sem ekki voru í Betlehem, gleðilegra jóla. Einn á stútenda- görðum í Noregi kom Elli sjálfum sér á óvart með að halda fast í gömlu jólahefðirnar. Hann hafði auðvitað fengið pakka frá Íslandi með jóla- kræsingum og gjöfum. Að morgni aðfangadags rölti hann út í skóg og fann grenigrein sem var ágætis ígildi jólatrés. Um daginn las hann í bók, þar til kominn var tími til að snurf- usa sig fyrir kvöldið. Spariklædd- ur settist hann og dottaði samvisku- samlega yfir norsku messunni í út- varpinu. Í rólegheitum snæddi hann svo alíslenska jólamáltíð, hangi- kjöt, uppstúf og Ora grænar baun- ir og tók svo til við að opna jólagjaf- irnar. Þessi fyrstu öðruvísi jól hans voru einkar þægileg sagði hann okk- ur í síma seinna um kvöldið. Á sama tíma upplifðu foreldrar okkar fram- andlegustu jól ævi sinnar. Á jólanótt sungu þau undir stjörnubjörtum himni í Betlehem, ásamt fjölda kóra frá ýmsum löndum. Þau sáu margt nýtt í þessari ferð, í Ísrael, Egypta- landi og í Róm þar sem þau m.a. sóttu Páfann heim. Þetta var sann- kölluð ævintýrareisa. Síðan þá hafa liðið mörg jól, sum meira hefðbund- in en önnur. Við systkinin eigum fjölskyldur og höldum jólin á okkar hátt. Á aðventunni líða margar ljúf- ar minningar tengdar bernskujólun- um um hugann. Sumar tregablandn- ar, ekki síst er ég hugsa til þeirra sem farnir eru. Þessar minningar ásamt öðru tengir fjölskylduna saman. Við eigum hvort annað að og ég trúi því að pabbi fylgist með okkur og gæt- ir, líkt og hann gerði svo vel á með- an hann lifði. Með kærum jólakveðjum, Halla Dís Hallfreðsdóttir. Jólakveðja úr Stykkishólmsbæ: Fyrstu öðruvísi jólin Jólakveðja úr Helgafellssveit:: Tekur jólamynd á hverju ári Þessi tími árs þegar jólaljósin koma upp og birta upp skammdegið er einn af mínum uppáhaldstímum enda elska ég aðventuna og fæ al- veg skreytingaræði. Ég er frá Stað í Reykhólasveit, en bý í dag á Grís- hóli í Helgafellssveit. Ég hef búið á nokkuð mörgum stöðum og eftir að ég fór sem skiptinemi til Þýska- lands 16 ára árið 1998-1999 þá hef ég ekki búið í sama húsinu sam- fleytt lengur en í tvö ár. Ég bjó í Bretlandi á árunum 2007-2014 en var öll sumur heima enda ekta Ís- lendingur og kom svo alfarið heim árið 2014 með BS gráðu í alþjóð- legri ferðamálastjórnun frá Oxford Brookes og árið 2017 útskrifaðist ég sem búfræðingur frá Landbún- aðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Þá fór flökkukindin í mér að slaka aðeins á og flutti ég á Grís- hól í Helgafellssveit, fór að vinna á nokkrum stöðum í Stykkishólmi og byrjaði svo að vinna að mínu sterkasta áhugamáli – rekjanleika á íslenskri ull og er í dag að vinna með að selja garn með rekjan- leika til kindarinnar og halda ullar- kynningar fyrir hópa undir merkj- um Skarpa.is. Já, ég er ein af þess- um sem er talin vera vel virk og orkumikil og á aðventunni eykst þessi orka og það er margt sem ég bralla yfir aðventuna. Í nokkur ár gerði ég jólabréf þar sem ég sagði frá hvað hafði drifið á mína daga yfir árið, þau voru oft ansi löng, það er svo miklu skemmtilegra að fá að upplifa það sem ættingjar og vinir eru að gera en að lesa bara stutta kveðju. Ein hefð sem hefur verið hjá mér í mörg ár og hefur haldist er að taka jólamynd, síðustu ár er það mynd af mér og kærast- anum og eitthvað af þeim dýrum sem við búum með hérna á Grís- hóli. Svo byrjaði ég á því árið 2014 að safna öllum jólakortum sem ég fékk og opna þau ekki fyrr en á að- fangadagskvöld. Þegar ég byrj- aði að halda jólin hér á Gríshóli þá voru þau einnig með þessa hefð nema þau létu giska hver hafði sent það með því að lesa á umslagið. Ég náði ekki mörgum fyrsta árið en ég vil halda að þeim fjölgi á hverju ári sem ég næ rétt. Aðventan er sá tími þar sem sælla er að gefa en þiggja og hef ég oft lagt áherslu á góðverk á aðvent- unni, nokkur ár gerði ég dagatal þar sem á hverjum degi átti ég að gera ákveðið góðverk – vissi ekki hvað það var fyrr en þegar ég tók miðann af dagatalinu að morgni dags og það var svo skemmtilegt og gefandi að gleðja einhvern. Gerði þetta sérstaklega þegar ég hélt jól- in í Bretlandi og eyddi ansi mörg- um kvöldum í sjálfboðastarfi í eld- húsi fyrir heimilislausa. Það opn- aði fyrir manni augun hvað það er svo margt sem við tökum sem sjálf- sagðan hlut og ein jólin þá gaf ég öllum sem komu í eldhúsið jólagjöf – það var lítið en gleðin sem skein úr augunum á fólkinu gaf mér svo mikið. Það er bara svo miklu skemmtilegra að gefa en að þiggja að mínu mati. Jólaskreytingaræðið mitt er best lýst að þegar ég bjó í litlu húsi á Reykhólum 2014-2015. Þá var hús- ið mitt jólahúsið, jólaskrautið mitt yfirtekur ávallt staðinn þar sem ég bý og stofan á Gríshóli verður að litlu jólalandi á hverjum jólum. Engin undartekning í ár þó að ég verði í hinni sveitinni á aðfangadag og á bókað eftir að skreyta fleiri staði áður en jólin ganga í garð. Munum að jólagjöfin þarf ekki að kosta heilan helling, heldur er það hugurinn sem skiptir máli, að fólk hafi hugsað til þín á aðvent- unni og að þú hugsir til þeirra. Gleðileg jól og farsælt komandi ár Kveðja úr Helgafellsveit, Harpa Eiríksdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.