Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201934 Vildu endurheimta fyrri farveg Eins og lesendur muna varð gríðarlegt berghlaup í Hítardal sumarið 2018 sem stíflaði stóran hluta af ofanverðum farvegi Hítarár. Stjórn Veiðifélags árinnar óskaði eftir því að leyft yrði að grafa í gegnum skriðuna þannig að endurheimta mætti dýrmæt uppeldissvæði árinnar sem næst fyrri farvegi árinn- ar. Ákveðið var að þetta verkefni þyrfti að fara í gegnum um- hverfismat og eru framkvæmdir ekki hafnar. Dregur úr íbúafjölgun Í upphafi þessa árs voru íbúar á Vesturlandi 16.547 talsins, eða 4,6% af íbúafjölda á landinu öllu. Fjölgunin var 2% milli ár- anna 2018 og 2019. Af 318 íbúa fjölgun í landshlutanum fjölg- aði um 196 íbúa á Akranesi árið 2018, en hlutfallsleg fjölgun var þó mest í Helgafellssveit þar sem fjögurra íbúa fjölgun jafngilti 6,8% fjölgun í hreppnum. Heldur dregur úr fólks- fjölgun á Vesturlandi á þessu ári, en skráðir íbúar voru 16.672 þann 1. nóvember síðastliðinn, hafði fjölgað um 0,8% það sem af var ári. Meint samráð um klukkuna Í lok ársins 2018 ákvað ríkisstjórnin að setja í opið samráðs- ferli hugmyndir um að breyta klukkunni. Í byrjun árs var svo greinargerðin „Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur“ settur í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Greinargerð sú var unn- in í forsætisráðuneytinu en í henni er skoðað hvort færa eigi staðartíma nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Á það var bent að rannsóknir sýndu að nætursvefn Íslendinga er almennt séð of stuttur en slíkt getur verið heilsuspillandi og haft áhrif á námsárangur og framleiðni í atvinnulífinu. Sér- staklega er þetta áhyggjuefni vegna barna og ungmenna. Ein líkleg skýring er sú að klukkan sé ekki í samræmi við hnatt- ræna legu landsins. Í desember lauk heilbrigðisráðuneytið at- hugun sinni á málinu og örlög klukkubreytingarfrumvarpsins eru nú í höndum forsætisráðherra. Línur farnar að skýrast í vegamáli Tekist var á um vegstæði fyrir nýjan Vestfjarðaveg um Gufu- dalssveit á árinu. Í janúar hélt Vegagerðin fjölmennan upp- lýsingafund með íbúum í Reykhólahreppi og nágrannasveit- arfélögum. Þar kom fram að Vegagerðin stendur fast á að öll rök hnígi í þá átt að vegagerð um Teigsskóg, svokölluð Þ -H leið, sé vænlegasti kosturinn, vænlegri en svokölluð R-leið með brú yfir Þorskafjörð frá Reykjanesi yfir á Skálanes. Tel- ur Vegagerðin að umferðaröryggismál vegi þyngra en nátt- úruvernd þegar kemur að ákvörðun um staðarval. Skipulags- vald er í þessu máli sem öðrum í höndum viðkomandi sveitar- stjórnar. Meirihluti hreppsnefndar Reykhólahrepps samþykkti í haust að leggja til þá breytingu á aðalskipulagi að framtíðar- vegstæðið liggi um Teigsskóg. Skipulagsstofnun staðfesti svo 22. nóvember síðastliðinn breytingu á aðalskipulagi Reyk- hólahrepps vegna Vestfjarðavegar. Gott ár í ferðaþjónustu 44 ferðaþjónustufyrirtæki á Vesturlandi tóku þátt í Manna- móti landshlutanna, sem haldið var í Kórnum í Kópavogi í janúar og höfðu aldrei verið fleiri. Flestir lýstu forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja yfir að liðið ár hafi verið greininni hagfellt og voru bæði bjartsýnir og fullir eftirvæntingar fyr- ir árið sem þá fór í hönd. Það átti síðan eftir að koma í ljós að innistæða var fyrir þeim væntingum. Sumarið var afar gott og ekki skaðaði veðrið. Mikil aukning mældist víða og í sum- ar var t.d. uppselt á fjölda tjaldstæða í landshlutanum. Aukin ferðalög Íslendinga bættust við fjölgun erlendra ferðamanna. Bæir urðu kvikmyndasett Kvikmyndafyrirtækið Sagafilm hóf í lok janúar tökur á sjón- varpsþáttaröðinni 20/20 í Stykkishólmi og stóð verkefnið yfir í um þriggja mánaða skeið. Samið var við bæjarfélagið um skammtímaleigu á mannvirkjum í stuttan tíma, m.a. á flugstöðinni og sal tónlistarskólans. Þá var einnig samið um breytingar á útliti húsa á meðan tökur stóðu yfir, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þar sem Hafnargata 1 þjónaði hlut- verki lögreglustöðvar. Bæjarbúar létu vel af samstarfi við kvik- myndatökufólkið enda fylgdi verkefninu talsverðar tekjur á annars rólegum tíma í ferðaþjónustunni. Þá voru fleiri kvik- myndir teknar upp á Vesturlandi á árinu. Í febrúar stóð efnis- veitan Netflix fyrir upptökum á þáttum sem nefnast Brot, eða The Valhalla Murders upp á ensku, sem sýndir verða nú um hátíðirnar. Ein sena í þáttunum var tekin upp í Ráðhúsi Borg- arbyggðar í Borgarnesi þar sem húsið var í hlutverki lögreglu- stöðvar, ekki ósvipað og Hafnargata 1 í Stykkishólmi í þátt- unum 20/20. Bjarni Þór er Skagamaður ársins Bjarni Þór Bjarnason, listamaður og lífskúnstner, var á þorra- blóti krýndur Skagamaður ársins. Valið fer þannig fram að tilnefningum er safnað og bæjarráð staðfestir niðurstöðuna. Elsa Lára Arnardóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs, afhenti Bjarna Þór blóm og verðlaunagrip eftir Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið. Vill vindhraðamælingar Íbúi í Borgarfirði vakti máls á nauðsyn þess að komið verði upp vindhraðamælingum á þekktum roksvæðum við Borgar- fjarðarbraut til að bæta megi umferðaröryggi. Meðal þekktra sviptivindastaða við Borgafjarðarbraut má nefna hæðina ofan við Grjóteyri og vegarkafla á móts við Kvígsstaði. Á báðum þessum stöðum hafa óhöpp sem rekja má til sviptivinda verið tíð. Skemmst er frá því að segja að ekki hefur enn verið brugð- ist við erindinu. Urðarfellsvirkjun formlega vígð Í lok janúar var Urðarfellsvirkjun í landi Húsafells formlega tekin í notkun en hún hafði þá verið í prufurekstri í tíu mán- uði, án þess að slá feilpúst. Inntaksmannvirki Urðarfellsvirkj- unar er í 370 metra hæð yfir sjávarmáli, við Urðarfell (sjá mynd), þaðan sem virkjunin fær nafn sitt. Um fallvatnsvirkjun er að ræða þar sem lindarvatni er veitt í gegnum niðurgrafin rör, niður fjallshlíðina að snyrtilegu stöðvarhúsi í Reyðarfells- skógi. Þar knýr vatnsaflið Pelton vél sem framleiðir orkuna. Virkjunin hefur allt frá upphafi skilað tilsettu hámarki, eða 1100 kW af raforku. Virkjunin er sú fjórða í landi Húsafells í tíð jafn margra kynslóða ábúenda. Kaldur fundur Talsverðar vetrarhörkur voru í byrjun febrúar en þá fór frost víða á landinu um eða upp fyrir 20 gráðurnar einkum inn til landsins. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að muna eftir smáfuglunum. Þessa skemmtilegu mynd tók Gunnlaugur A. Júlíusson, þáverandi sveitarstjóri í Borgarbyggð, af grýlukert- um og smáfuglum á þakbrún. Gunnlaugur hætti störfum nú í nóvember eftir hálft fjórða ár í því starfi. Fjölmiðlafrumvarp Frumvarp um opinberan fjárstuðning við öflun og miðlun frétta og fréttatengds efnis var lagt fram fyrr í vikunni. Frum- varpið er unnið í menntamálaráðuneytinu á grundvelli stefnu- yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að bæta þurfi rekstrarum- hverfi einkarekinna fjölmiðla og byggir á því meginmarkmiði stjórnvalda að efla lýðræðislega umræðu. Frumvarpið hefur þó mætt andstöðu nokkurra flokka, þar á meðal eins í ríkis- stjórninni. Íslensk fjölmiðlun er í mikilli óvissu. Ríkisútvarpið hefur yfirburði á þeim markaði, fær um fimm milljarða í for- skot á alla einkarekna fjölmiðla sem allflestir eru reknir með tapi. Framhald á næstu opnu Fréttaannáll ársins 2019 í máli og myndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.