Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 82

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 82
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201982 Skúli Hreinn Guðbjörnsson og Guð- rún Esther Jónsdóttir fluttu frá Akra- nesi í Dali fyrir fjórum og hálfu ári síðan. Þau skiptu einbýlishúsinu á Skaganum og sumarbústaðnum í Svíndal fyrir jörðina Miðskóg, ásamt bústofni og tækjakosti og gerðust kúabændur. Skúli og Esta una hag sínum vel í sveitasælunni í Dölum og segja að sveitungarnir hafi tekið þeim opnum örmum frá fyrsta degi. Skessuhorn hitti Skúla og Estu á dög- unum og ræddi við þau um lífið undir Dalanna sól. Æskudraumur bóndans „Við fluttum hingað 1. maí 2015 og líkar vel. Þetta hefur gengið rosa vel hjá okkur,“ segja þau. „Ég var í mörg ár verslunarstjóri í Húsasmiðjunni á Akranesi og var eiginlega orðinn út- keyrður þar. Búinn að vera lengi og mikið álag, en svo hafði búskapurinn nú alltaf blundað í mér. Ég er fædd- ur og uppalinn í sveit og frá því ég var strákur hafði mig alltaf langað að verða kúabóndi,“ segir Skúli. „Ég fór að leita að jörð á sínum tíma og datt niður á þessa. Hún var reyndar ekki til sölu. Ég hringdi bara í bóndann og við skiptum á jörðinni með bústofni og öllu og húsinu okkar á Akranesi og sumarbústaðnum. Þann 1. maí kom- um við hingað í hádeginu og tók- um við lyklunum, bóndinn mjólkaði að morgni og ég um kvöldið,“ bætir Skúli við. Þannig rættist æskudraum- ur Skúla um að verða kúabóndi með flutningi þeirra hjóna í Dalina. „Þeg- ar við komum voru 36 mjólkandi kýr á bænum og rörmjaltakerfi. Strax 2016 fórum við í að breyta í lausa- göngufjós og erum í dag með 66 bása og mjaltaróbóta. Núna erum við með 50 mjólkandi kýr á húsi en höfum verið að fjölga hægt og rólega, aðal- lega af því okkur hefur vantað kvóta. Mér sýnist að við gætum verið kom- in með svona 55 mjólkandi kýr í vor,“ segir Skúli. Aðspurð kveðst Esta hafa látið eig- inmanninn um búskapinn að mestu leyti. „Ég hef svona mestmegnis gert það, hef bara skipt mér aðeins af hinu og þessu,“ segir hún létt í bragði. „Þetta hefur aðallega verið í hans höndum,“ bætir hún við. „En belj- urnar elska hana og öll dýr. Hún er meira að segja orðin svo mikill bóndi að hún er búin að kaupa sér hross, þó hún hafi alltaf verið skíthrædd við hesta,“ segir Skúli stríðnislega. „Já, það er svona alveg á mörkunum að ég sé ekki hrædd við hrossin leng- ur. Þetta eru bara tveggja vetra trippi og ein eldri meri. Það á eftir að temja hrossin og þá sjáum við til hvort ég hef einhvern áhuga á hestamennsku,“ segir Esta og brosir. „Ég held það sé allavega mjög stutt í að hún gangi í hestamannnafélagið,“ bætir bóndinn við. „Allt annar taktur“ Skúli er Húnvetningur að uppruna, ólst upp við búskap á bænum Sval- barði í Húnaþingi vestra, en bærinn stendur um það bil fyrir miðju Vatns- nesi að vestanverðu. Esta er hins veg- ar styttra frá æskuslóðunum, en hún sleit barnsskónum í Saurbæ í Dala- sýslu. „Við bjuggum fyrst í Litlaholti þegar ég var bara pínulítil, ég man ekkert eftir því. Síðan fórum við að Efri-Múla í nokkur ár en lengst af vorum við í Skuld,“ segir hún. „Það var aldrei búskapur á mínu heimili, pabbi vann í Fóðuriðjunni og mamma í kaupfélaginu, sem var nokkuð al- gengt fjölskyldumynstur í Saurbæn- um á þeim tíma,“ segir Esta. Hjónin hófu sinn búskap á Geita- felli á Vatnsnesi, voru þar í einn vet- ur en fluttu síðan að Hvammstanga. Þaðan fóru þau síðan á Akranesi og voru lengi þar, allt þangað til leið þeirra lá í Dalina vorið 2015. En hvernig var að flytja í sveitina eftir langan tíma í þéttbýlinu og hvernig var þeim tekið í Dölunum? „Að búa í sveit er öðruvísi en að vera í þétt- býlinu. Á Skaganum vann maður all- an daginn og kom uppgefin heim að kvöldi,“ segir Skúli. „Þetta er allt öðruvísi og allt annar taktur,“ segir Esta. „Það er allt miklu afslappaðra í sveitinni,“ segja þau. „Ég myndi líka segja að Dalamenn hafi tekið okkur mjög vel,“ segir Esta og Skúli tekur undir með henni. „Þeir hafa allir ver- ið boðnir og búnir að aðstoða okkur við hvað eina eftir að við fluttum. Al- veg sama hvað það er og nágrannarn- ir eru einstaklega liðlegir,“ segja þau en viðurkenna að auðvitað komi fyrir að þau sakni þéttbýlisins. „Helst vildi maður vera nær börnum og barna- börnum, þau eru öll á Akranesi eða í Hvalfjarðarsveit,“ segja þau en bæta því við að bráðlega verði breyting þar á. Elsta dóttir þeirra hyggur á flutn- inga í Dalina um áramót ásamt fjöl- skyldu sinni. Þar með verða þrjú barnabarnanna komin í bakgarðinn hjá Skúla og Estu og munu án efa njóta þess að leyfa ömmu og afa að dekra við sig. Eftir að þau fluttu í sveitina hafa Skúli og Esta á hverju ári hald- ið sveitadag á vorin. „Þá bjóðum við fjölskyldum okkar í heimsókn til að skoða dýrin og upplifa stemn- inguna í sveitinni á vorin. Við grill- um fyrir alla, kýrnar eru settar út, börnin skoða lömb og kálfa og allir hafa gaman saman. Þetta hefur verið afar vel heppnað hjá okkur og kom- ið upp undir hundrað manns,“ segja þau ánægð. „Svo rétt fyrir aðvent- una höfum við haldið jólaball heima í stofunni þar sem við bjóðum börn- um, barnabörnum og nokkrum ætt- ingjum. Þar dönsum við í kringum jólatréð, jólasveinninn kemur og svo fá sér allir kakó og smákökur. Þetta hefur sömuleiðis lukkast vel og allir bíða spenntir eftir þessum viðburði,“ bæta þau við. „Blandaður búskapur“ Kúabú eru ekki mörg í nágrenni Mið- skógar, Dalirnir hafa einkum ver- ið þekktir fyrir sauðfjárrækt í gegn- um tíðina. „Ég var einmitt að telja þetta saman um daginn og held að þau séu í kringum tíu samtals í Döl- um og Reykhólasveit. Dalirnir hafa alltaf verið mikið sauðfjárræktarhér- að,“ segir Skúli en lætur vel af því að framleiða mjólk í Dölum. „Þessi jörð býður ekki upp á sauðfé, ekk- ert afréttarland. En hún er fín kúa- jörð með prýðilega stóru ræktarlandi. Síðan er stutt að fara með mjólkina í Búðardal,“ segir hann og Esta skýt- ur því inn í að þau séu reyndar með tíu kindur á bænum, sér til gamans. „Þetta er blandaður búskapur,“ segir hún og brosir. Eins og þekkist víða til sveita þá hafa hjónin bæði tekjur af öðru en bústörfunum. „Ég er að vinna í Lyfju í Búðardal, er þar einn dag í viku og svo tek ég afleysingar hvort sem það er í Búðardal, Stykkishólmi eða Borgarnesi,“ segir hún. „Einhver þarf að vinna fyrir búinu,“ skýtur Skúli að. Þess utan á Esta sæti í fjallskilanefnd Dalabyggðar en Skúli hefur þó lát- ið meira að sér kveða á sviði sam- félagsmálanna. Hann gaf kost á sér til setu í sveitarstjórn fyrir kosning- arnar á síðasta ári og var kjörinn. Nú er hann sveitarstjórnarfulltrúi, for- maður byggðarráðs, formaður Dala- veitna og í stjórn Silfurtúns. Var þetta alltaf stefnan? „Ekki þegar við flutt- um,“ segir hann og brosir. „En svo voru menn að tala saman á Facebo- ok í aðdraganda kosninganna og ég var að skipta mér af umræðunni. Svo fannst mér ég bara vera búinn að babbla svo mikið að ég þyrfti að gefa kost á mér. Það er ekki hægt að tuða bara á netinu, maður verður að vera tilbúinn að leggja hönd á plóg. Ég gaf því kost á mér, en var alveg viss um að það þekkti mig enginn og ég fengi engin atkvæði. En ég held að ég hafi verið þriðji maður inn,“ segir Skúli. „Þetta hefur verið rosa skemmtilegt, góð leið til að kynnast fólki og um að gera ef maður getur lagt eitthvað af mörkum. En þetta er mikil vinna. Það þarf að vinna fyrir búskapnum,“ segir hann léttur í bragði. „Það voru svo sem ekki mörg markmið sem ég lagði upp með fyrir kosningar, fyrst og fremst að stuðla að því að hús- næði yrði byggt í Búðardal, sem er byrjað núna við Bakkahvamminn. Ég tel mig eiga stóran hlut í því verkefni og gaman að sjá það verða að veru- leika. Líka af því að fyrir kosningar voru engir á því að sveitarfélagið ætti yfirhöfuð að vera að standa í þessu. Sveitarfélagið gerir það svo sem ekki, stofnar sjálfseignarstofnun sem held- ur utan um þetta, með stofnfram- lagi frá Íbúðalánasjóði. En ef sveit- arfélagið sýnir þessu ekki áhuga, þá er í rauninni ekki hægt að ætlast til þess að einhver annar geri það. Þann- ig hefur allavega mín nálgun á þetta verið,“ segir hann. Kjötvinnsla í bígerð Um þessar mundir vinnur Skúli einn- ig hörðum höndum að því að koma á fót kjötvinnslu í Dölum. „Þetta verð- ur kjötsmiðja. Þegar búið verður að finna húsnæði kaupum við inn tæki til kjötvinnslu og sækjum um öll tilskil- in leyfi. Svo verður aðstaðan leigð út dag og dag, þá getur hver bóndi kom- ið og unnið sitt kjöt og selt eins og hann vill, fullunnið, nú eða tekið það heim,“ segir Skúli. „Þetta er hugsað til að bændur geti stjórnað vinnslu á sínu kjöti sjálfir og þurfi ekki hver og einn að kosta þau leyfi sem til þarf ef þeir vilja gera það. Úr þessari smiðju mætti til dæmis selja beint frá býli. Þarna skapast tækifæri fyrir okkur í bændastétt að fá meira út úr sínum af- urðastöðvunum, en láta ekki afurða- stöðvarnar aféta okkur,“ segir hann ómyrkur í máli. „Fyrirkomulag sem þetta hefur gefist vel á Skagaströnd. Þar eru fullnýttir milli fimm og sex mánuðir á ári, frá september og fram í mars,“ bætir hann við. „Búið er að fá styrk upp á 1200 þúsund frá SSV og við vorum að auglýsa eftir hlutafé í nýstofnað hlutafélag um vinnsluna. Síminn er aðeins byrjaður að hringja og það er áhugi fyrir þessu. Ég vona að bændur hér í Dölum og nágrann- ar okkar Reykhólasveit og Ströndum taki þátt sem flestir, það mun bara gera batteríið rekstrarhæfara. Þörfin er til staðar, menn eru farnir að nota svona lagað annars staðar um landið og ég sé ekki af hverju við ættum ekki að gera það hérna líka,“ segir Skúli. Undir Dalanna sól Beðin um að líta inn í kristalskúluna og spá fyrir um framtíðina segjast þau hjónin ekki sjá annað í kortunum en Dalanna sól. „Allavega næstu árin,“ segir Skúli. „Ég sagði tíu ár þegar við fluttum hingað. Þá verðum við orðin svo gömul og hætta á að við stöðn- um bara,“ bætir Esta við létt í bragði. „Það er allavega betra að selja búið og hætta í góðum gír en að missa tökin á hlutunum. En svo veit maður aldrei, það fer eftir heilsunni líka,“ seg- ir hún. „Þá verð ég sextugur og Esta 55 ára. Kannski er það bara góður tími til að hætta. Eftir það gæti eitt- hvað farið að láta undan. Þá er best að selja bara og hætta. En svo kem- ur kannski bara einhver og tekur við,“ segir hann, „eða við höngum áfram,“ segir Esta og lítur á eiginmanninn. „Já, ég hugsa að við verðum hérna til níræðs. Þú enn í Lyfju og ég enn í sveitarstjórninni,“ svarar Skúli léttur í bragði að endingu. kgk „Allt miklu afslappaðra í sveitinni“ - segja Skúli og Esta á Miðskógi í Dölum Skúli og Esta ásamt hópi fólks sem kom að fundi um fullvinnslu afurða í Dölum, en fundurinn var haldinn í Árbliki síðastliðið vor. Nú er málið komið á rekspöl og auglýst var eftir hlutafé í nýstofnað hlutafélag um vinnsluna nálægt síðustu mánaðamótum. Ljósm. úr safni/ sla. Skúli Hreinn Guðbjartsson og Guðrún Esther Jónsdóttir á Miðskógi í Dölum. Frá því Skúli og Esta fluttu að Miðskógi hafa þau haldið sveitadag á hverju vori. „Þá bjóðum við fjölskyldum okkar í heimsókn til að skoða dýrin og upplifa stemninguna í sveitinni á vorin. Við grillum fyrir alla, kýrnar eru settar út, börnin skoða lömb og kálfa og allir hafa gaman saman.“ Ljósm. úr einkasafni. Börn, barnabörn og ættingjar á jólaballi í stofunni á Miðskógi nú á aðventunni. Ljósm. úr einkasafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.