Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 6

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 6
Náttúrufræðingurinn 78 Ritrýnd grein / Peer reviewed Hátterni hesta í haga — Rannsóknir á félagshegðun raNNsókNir á félagshegðuN hesta hér á landi hafa verið stundaðar síðan um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Fyrri höfundur þessarar greinar hefur tekið þátt í þeim flestum. Í þessari grein eru teknar saman niðurstöður rann- sókna sem byggjast á atferlismælingum á 426 hestum í 20 hópum. Rann- sóknirnar náðu yfir 15 ára tímabil og fóru fram á 11 stöðum. Markmiðið var að athuga hvaða áhrif samsetning hóps og aðstæður á borð við árstíð og þéttleika hrossanna hefði á árásarhneigð og þess að kljást, þ.e. þegar tvö hross klóra hvort öðru. Okkur er ekki kunnugt um að sambærileg samantekt hafi áður komið fram. Velferð hesta er meðal annars háð því hversu árásar- gjörn hrossin í hópnum eru og hversu mikil tækifæri þau hafa til að umgang- ast aðra og mynda tengsl, sem er meðal annars unnt að meta út frá því hversu mikið þau kljást. Niðurstöðurnar sýna að hópgerðin hefur mikil áhrif á það hversu árásargjörn hrossin eru. Minnst var árásarhneigðin í sex hópum, þar sem stóðhestur varði hóp hryssna og afkvæmi þeirra (að mestu ung folöld), og í einu heimastóði, sem var án stóðhests en í voru mörg ung folöld, fullorðnar hryssur, trippi af báðum kynjum og geldingar. Árásarhneigðin var lítil í hópum þar sem fjöldi ungra folalda var tiltölulega hár og þegar sam- setning hóps var stöðug. Mest var hún í tveimur litlum hópum veturgamalla trippa sem voru ókunnug hvert öðru í byrjun. Hestarnir kljáðust mest í litlum hópum þar sem hlutfall ungra hrossa var hátt og þar sem þau þekktust ekki í byrjun. Niðurstöðurnar geta gagnast hestaeigendum sem ber skylda til að huga að velferð hrossa sinna. Það felst meðal annars í því að skapa aðstæður sem draga úr árásarhneigð hrossanna og minnka samkeppni um fóður, skjól og vatn. Þá skiptir máli að huga að hópsamsetningu og að halda henni sem stöðugastri. Hrefna Sigurjónsdóttir og Sandra M. Granquist FORMÁLI Undanfarin 22 ár hefur fyrri höf- undur þessarar greinar unnið við rann- sóknir á félagshegðun hesta í misstórum hópum ásamt íslenskum og erlendum sérfræðingum og nemendum. Ein dokt- orsritgerð, fjórar meistararitgerðir, tvær BS-ritgerðir og tíu ritrýndar (ISI) vís- indagreinar, sex á ensku og fjórar á íslensku, eru afrakstur þessara rann- sókna. Rannsóknirnar hafa auk þess verið kynntar á mörgum ráðstefnum, í háskóladeildum, á námskeiði fyrir doktorsnema í hestafræðum og á fundum hestamannafélaga, bæði hér- lendis og erlendis. Rannsóknirnar hafa fjallað um mis- munandi þætti sem hafa áhrif á hegðun, svo sem hvernig hópurinn er samsettur, hvort stóðhestur er í hópnum, áhrif kunnugleika, skyldleika og annarra breytna, svo sem aldurs og stærðar, á eðli samskipta, virðingarröð og vináttu. Hóparnir voru rannsakaðir að vori og sumri, en nokkrir einnig að vetri og einn að hausti. Öll hrossin voru í rúmgóðum girðingum en þéttleiki (hestar/ha) var þó misjafn. Sumir hóparnir höfðu aðgang að heyi, aðrir voru einungis á beit. Hegðun hestanna var skráð úr vissri fjarlægð til að lágmarka truflun. Engin afskipti voru höfð af hrossunum á rannsóknartímabilinu nema þegar þörf var á að fjarlægja þau tímabundið úr hópnum eða þegar nauðsynlegt var að merkja þau með teygju eða límbandi til aðgreiningar. Fyrr á þessu ári birtist í tímaritinu Animals yfirlitsgrein sem byggist á flestum þessum rannsóknum.1 Þar sem mikilvægt er að sjá hvernig félagsleg líðan hrossanna mótast af mis- munandi aðstæðum var áhersla lögð á að skoða hvaða þættir höfðu mest að segja um tíðni bæði neikvæðra og jákvæðra (að kljást) samskipta í hóp- unum. Slík þekking nýtist við ráðgjöf til hestaeigenda til að stuðla að bættri vel- ferð hestanna.2 Í gagnasafninu voru 426 einstaklingar í 20 hestahópum. Þegar fleiri en einn athugandi skráði hegðun hestanna í sama hópnum var þess gætt að samræmi væri á milli mælinga. Fyrri höfundur þessarar greinar tók fullan þátt í mælingum í fyrstu hópunum (D, F) og hópum R og U og sá um þjálfun nemenda/aðstoðarmanna sem mældu hegðun hrossanna í öðrum hópum. Hér verður eftir almennan inngang fjallað um helstu niðurstöður ofan- greindrar greinar í Animals. Áhersla er lögð á samanburð á samskiptum í hópum án stóðhesta og hópum með Náttúrufræðingurinn 89 (3–4), bls. 78–97, 2019
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.