Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 10

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 10
Náttúrufræðingurinn 82 að greina áhrif hópgerðar á hversu árásargjörn hrossin voru, hversu mikla undirgefni þau sýndu og hversu mikið þau kljáðust. Þekking á áhrifum hópsamsetningar er mikilvæg fyrir hestaeigendur sem ber skylda til að tryggja velferð sinna dýra. Þar sem þessar niðurstöður eru að ýmsu leyti sérstakar eiga þær erindi við vísindasamfélagið auk þess að vera athyglisverðar fyrir alla þá sem hafa áhuga á hegðun hesta. AÐSTÆÐUR OG AÐFERÐIR Þeir 20 hópar sem liggja til grundvallar í þessari samantekt voru mjög misjafnir að samsetningu. Í 1. töflu kemur fram hvar hver hópur var rann- sakaður og vitnað er í fyrri rannsóknir, hvenær ársins rannsóknin fór fram, stærð beitarhólfs, lengd tímans sem gögnum var safnað, hve margir rann- sóknarmenn unnu við hverja rannsókn og hver var stærð og samsetning hvers hóps (auðkenndur með bókstaf ) með tilliti til aldurs og kyns. Alls voru hest- arnir 426, en af þeim voru 32 mældir tvisvar (í tvö ár) þannig að heildarfjöldi hrossa í hópunum var 458 (1. tafla). Alls unnu 15 menn við að skrá hegðun hest- anna. Það var misjafnt hversu lengi hóp- arnir voru vaktaðir, en aldrei skemur en í 40 klukkustundir. Samanlagt var fylgst með hópunum í 2.654 stundir (1. tafla). Þess var gætt að samræmi væri á milli 4. mynd. Litli Bleikur (21 vetra) ógnar með því að leggja kollhúfur og unghryssurnar tvær fyrir aftan hann sýna honum undirgefni með því að líta niður og sveigja hálsinn frá honum. Dekksti hesturinn (19 vetra) sýnir engin viðbrögð. Myndin tekin að vetrarlagi eftir að byrjað var að gefa hey. – The dun horse (21 years old) threatens with ears and the two young mares standing behind him show submissive behaviour by looking down and swaying the body away from the aggressive horse. The black horse (19 years old) shows no reaction. The picture is taken in wintertime when hay is provided. Ljósm./Photo: Iiris Kallajoki 2010, Fell í Kjós, W-Iceland.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.