Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 20
Náttúrufræðingurinn 92 Árstíð / Season Vor / Spring Sumar/haust / Summer/Autumn Vetur / Winter S ýn d á rá sa g ir ni (m ið g ild i h ó p a − t íð ni /k ls t. ) A g g re ss io n fr eq ue nc y Tegund hóps / Group type: Hópur með stóðhesti / Group with a stallion Hópur án stóðhests / Group without a stallion Trippahópur / Subadult group Stöðugleiki / Group stability 0 1 2 3 4 Stöðugleiki / Group stability 0 1 2 3 4 0.00 0.25 0.50 0.75 1.00 1.25 0.00 0.25 0.50 0.75 1.00 1.25 S ýn d u nd ir g ef ni (m ið g ild i h ó p a − t íð ni /k ls t. ) S ub m is si o n fr eq ue nc y A B 14. mynd. Miðgildi fyrir hópana 20 (sjá 1. töflu) eru sýnd á móti fjölda folalda í hópnum. A- árásargirni. B- sýnd undirgefni. Litirnir sýna árstíðina og lögun tákns sýnir um hvers konar hópa var að ræða. Allir vetrarhóparnir fengu hey. Tveir vorhópar (grænir kassar) sem inni- héldu folöld en ekki stóðhest fengu líka hey. – Scatterplots of group medians for both individual aggression (A) and individual sub- mission (B) frequencies by number of foals in a group. All groups observed in winter were provided with hay. Two groups observed in spring were also provided with hay and are marked with a light centre. Árstíð / Season Vor / Spring Sumar/haust / Summer/Autumn Vetur / Winter S ýn d á rá sa g ir ni (m ið g ild i h ó p a − t íð ni /k ls t. ) A g g re ss io n fr eq ue nc y Tegund hóps / Group type: Hópur með stóðhesti / Group with a stallion Hópur án stóðhests / Group without a stallion Trippahópur / Subadult group Fjöldi folalda / Number of foals 0 5 10 15 20 Fjöldi folalda / Number of foals 0 5 10 15 20 0.00 0.25 0.50 0.75 1.00 1.25 0.00 0.25 0.50 0.75 1.00 1.25 S ýn d u nd ir g ef ni (m ið g ild i h ó p a − t íð ni /k ls t. ) S ub m is si o n fr eq ue nc y A B fjölskylduhópum væru minna áberandi en meðal hrossa í annars konar hópum. Tilgáta þeirra um að stóðhesturinn lægði öldurnar meðal hryssnanna með beinum afskiptum fær ekki stuðning í okkar gögnum þar sem slík hegðun var mjög óalgeng. Mun algengara var að hryssurnar væru að skipta sér af öðrum hryssum en að stóðhesturinn blandaði sér í málin.8 Upplifun okkar var í samræmi við þetta. Almennt ríkti friður og ró í haganum meðal hross- anna í fjölskylduhópunum. Það var afar sjaldgæft að stóðhesturinn beitti hörku gagnvart hryssunum og ungviðinu. Stóðhestarnir fjórir sem deildu stóru girðingunni í Landeyjum gættu þess vel að hóparnir blönduðust ekki með því að smala sínum hóp reglulega saman (að meðaltali 0,6 sinnum á klst.) og var þá greinilegt að allir í hópnum hlýddu.8 Hver hópur hafði sitt heimasvæði sem skaraðist við nágrannahópana.9 Stóðhestarnir hlupu stundum í áttina að nágranna sínum og sýndu þá ein- kennandi hegðun með því að reigja sig og teygja og ganga hlið við hlið og meta þannig styrk hvor annars.17 Stundum tókust þeir meira á en aldrei var um að ræða alvarleg átök. Vanalega sneru þeir til baka í rólegheitum til sinna hryssna eftir nokkurra mínútna samskipti.9 Sú staðreynd að engir piparsveinahópar voru í hólfinu létti stóðhestunum auð- vitað lífið. Meðal hópanna 20 fundust neikvæð tengsl á milli þess hve árásargjörn hrossin voru og fjölda ungra folalda (14. mynd). Folöld voru í öllum sex fjöl- skylduhópunum og þremur öðrum (D, F og H). Í hópi D og F voru jafnung folöld og í stóðhestahópunum sex (innan við hálfs annars mánaðar gömul). Í hópnum voru hryssur, geldingar og trippi (1. tafla). Í hópi H var ein folaldshryssa með tveggja mánaða gamalt folald og sjö trippi. Vísbendingin um að viðvera folalda geti haft áhrif á samskiptatíðni annarra hesta innan hópsins er áhuga- verð og er okkur ekki kunnugt um að áður hafi verið sýnt fram á samband af því tagi. Viðvera folalda getur hugsanlega haft áhrif á hugarástand og hegðun hest- anna þannig að árásargirni minnkar (17. mynd). Það væri spennandi að kanna þetta nánar með því að rannsaka fleiri hópa með folöld en án stóðhests. Hugs- anlegt er að það hafi ákveðið aðlögunar- gildi (sé ss. gott upp á lífslíkur) að hafa hægt um sig þegar mjög ung folöld eru í hópnum. Slíkur eiginleiki endur- speglaði þá hegðun sem hefur flust á milli kynslóða. Í árdaga þegar hestar voru sléttudýr var vorið þegar folöld komu í heiminn viðkvæmur tími og mik- ilvægt fyrir hópinn að hafa hægt um sig vegna rándýra. Samheldni hópsins hefur þá verið enn mikilvægari en ella. Önnur hugsanleg skýring er sú að folalds- hryssur þurfa að verja miklum tíma og orku í uppeldið og því sé það kostur fyrir þær og stóðhestinn að halda sér til hlés. Þessi tilgáta styrkist við þá niður- stöðu úr rannsókninni á heimastóðinu á Skáney að hryssur með nýköstuð folöld hafa tilhneigingu til að hópa sig saman í litla hópa og draga sig í hlé.18

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.