Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 101 3. mynd. Ragnhildur Ólafsdóttir tekur hreistursýni af síld úr afla fiskiskips til aldurs- greiningar. – Ragnhildur Ólafsdóttir taking scales for age determinations from herring samples from the commercial fleet. Ljósm./Photo: Svanhildur Egilsdóttir. EFNI OG AÐFERÐIR Gögn úr gagnagrunni Hafrann- sóknastofnunar voru notuð í þessari rannsókn. Þau ná yfir mælingar á síld úr aflasýnum og sýnum frá rannsókna- skipum árin 1962–2016 og voru tak- mörkuð við kynþroska fiska og mánuðina október-desember ár hvert (5. mynd). Þar sem vetursetustöðvar sumargots- síldarstofnsins kringum Ísland á þessu tímabili voru breytilegar2,14 þurfti að tak- marka gögnin enn frekar: 1962–1973: Gögn takmörkuð við svæði vestan við 15°V vegna þess að á þessum tíma hafði norska síldin vet- ursetu austur af Íslandi (á „Rauða torginu“) og fékkst því í afla þar. 1974–2006: Gögn frá miðum allt í kringum landið voru notuð þar sem vetursetuslóðir og veiðisvæði sumar- gotssíldar voru ýmist austur, suður eða vestur af landinu. 2007–2016: Gögn takmörkuð við svæði vestur af 18°V þar sem veiðar sumargotssíldar fóru að langmestu leyti fram vestur af landinu. Þessar takmarkanir eru ekki taldar hafa áhrif á niðurstöðurnar þar sem með þessu móti voru valin gögn sem voru sambærileg milli ára og spanna þá þrjá mánuði þegar langmest er veitt. Þeir mánuðir eru einnig að öllu jöfnu valdir fyrir stofnmælingarleiðangra Hafrannsóknastofnunar.15 Gögnin innihéldu upplýsingar um dagsetningu og stað sýnasöfnunar, heildarlengd fisks, kyn, aldur (frá hreistri) og kynþroskastig (skali frá 1–8; stig 1–2: ókynþroska; stig 3–4: vax- andi stærð kynkirtla; stig 5: kynkirtlar hafa náð fullri stærð; stig 6: kynkirtlar rennandi og hrygning á sér stað; stig 7: nýhrygndur fiskur; og stig 8: hvíldar- stig þar sem kynkirtlar hafa dregist saman).17 Fjöldi fiska rannsakaður ár hvert var frá 183 til 5.364.16 Upplýsingar um uppruna stofnanna (þ.e. norsk síld, sumargots- eða vorgotssíld) var ekki að finna í gögnunum í öllum tilvikum. Þess vegna var síld frá þessum mánuðum skilgreind sem vorgotssíld ef hún hafði kynkirtla sem voru byrjaðir að þroskast 1945 1955 1965 1975 1985 1995 2005 2015 100.000 10.000 1.000 100 10 1 0,1 0,01 Norsk-íslensk vorgotssíld – NSSH Sumargotssíld – ISSH Íslensk vorgotssíld – ISPH Ár / Year H ry gn in ga rs to fn (1 03 t ; l og 10 ) –  S S B 0 50 100 150 200 250 300 350 400 1948 1950 1952 1954 1956 1958 1960 1962 1964 1966 1968 1970 Ár / Year Sumargotssíld – ISSH Vorgotssíld sunnan lands – ISPH south Vorgotssíld norðan lands – ISPH north A fli (1 03 t on n) / C at ch es (1 03 t on s)

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.