Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 31

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 103 (kynþroskastig 3–5) en sumargotssíld ef síld var á hvíldarstigi (stigi 8) eða hafði hrygnt nýlega (stig 7; fáeinir fiskar). Þetta er sama skilgreining stofna og notuð var áður.10 Vegna svæðatakmark- ana sem nefndar eru að ofan er hægt að gera ráð fyrir því að öll vorgotssíld í sýn- unum tilheyri íslensku vorgotssíldinni en ekki hinni norsk-íslensku. Greiningar á gögnunum byggðust á samanburði og skoðun á breytingum á hlutfalli vorgotssíldar eftir árum með tilliti til lengdar fisksins og aldurs, þar sem árgöngum var fylgt eftir. Eftir hrun vorgotssíldarstofnsins og lok beinna veiða var mat á fjölda eftir aldri í stofn- inum reiknað út frá metnu hlutfalli vor- gotssíldar í sumargotssíldarstofninum.15 Byggt var á stofnmati fyrir sumargots- síld og fjöldi vorgotssílda í hverjum árgangi metinn með því að margfalda hlutfall vorgotssílda og fjölda sum- argotssílda í hverjum árgangi stofn- matsins fyrir hvert ár. Tölur um fjölda eftir aldri, meðalþyngd eftir aldri og stærð hrygningarstofns (2. mynd) eru fengnar með sama hætti og hjá Guð- mundi J. Óskarssyni & Taggart18 þar sem aldursaflagreining (VPAa) frá 1992 (Gunnar Stefánsson & Jakob Jakobs- son, Hafrannsóknastofnun, óbirt gögn) gaf stofnstærðartölur fyrir 1962–1981, VPA-greining frá 200619 gaf tölur fyrir 1982–86 og VPA-greining frá 201715 fyrir 1987–2016. Niðurstöður um samanburð þessara VPA-greininga fyrir ár sem sköruðust sýndu óverulegan mun,18 og réttlætti það þessa aðferðafræði. NIÐURSTÖÐUR Gögn frá aflasýnum og rannsóknar- leiðöngrum í október-desember sýna að hlutfall vorgotssíldar var á bilinu 13–33% á sjöunda áratugnum (6. mynd) og afgangurinn sumargotssíld. Eftir þetta lækkaði hlutfallið niður fyrir 5% og árin 1970–2016 var hlutfall vor- gotssíldar að meðaltali 1,4% (2×staðal- skekkja = 0,3%). Hlutfall vorgotssíldar eftir kyni var svipað fyrir þau ár þegar fjöldi vorgotssíldar var mestur og því voru kynin tekin saman í öllum gagna- greiningum. Vorgotssíld náði í sumum árum um 5 af hundraði eftir 1970, svo sem 1986 og 2013 (6. mynd). Þessi aukn- ing orsakaðist að öðru jöfnu af innkomu stórra vorgotssílda (≥34 cm) samkvæmt sýnunum (7. mynd). Á þessu voru þó undantekningar. Árið 2008 var aukn- inguna að rekja til smærri síldar (27–28 cm síld) og einnig árið 2013 (32–37 cm síld). Mat á lífmassa fjögurra ára og eldri vorgotssíldar (sem er nokkurn veginn stærð hrygningarstofns)15 reyndist vera á bilinu 50 tonn (árið 1973) til 20.000 tonna (árið 2016; 2. mynd). Líkt og hlut- fall vorgotssíldar af heildarmagni síldar (6. mynd) jókst lífmassinn í kringum 1986 og aftur um 2004 (2. mynd). Enn- fremur var lífmassinn meiri seinustu árin, eða að meðaltali 11.100 tonn árin 2004–2012 í samanburði við 2.800 tonn árin 1972–2003. Þessar niðurstöður sýna að vorgotssíld er enn að finna við Ísland og eru merki um að stofninn hafi vaxið lítilsháttar á síðustu árum. Eins og gefur að skilja tengist breytileiki á metnum lífmassa vorgots- síldar mati á árlegum fjölda í árgangi. Nokkrir árgangar vorgotssíldar skera sig úr í fjölda, svo sem þeir frá 1997 og 1996 við 7–9 ára aldur (8. mynd). Þeir skýra aukninguna á lífmassa vorgots- síldarstofnsins árin 2004–2006 (2. mynd). Á sama hátt má rekja aukinn lífmassa stofnsins árin 2009 og 2010 til 2001- og 2002-árganganna við 7–9 ára aldur (8. mynd). Á fyrri hluta tímabilsins var mikill fjöldi í 1975-árgangnum, við 10–11 ára aldur, og í 1979-árgangnum, við 4–7 ára aldur (8. mynd), sem tengja má við aukinn lífmassa (2. mynd) og hátt hlutfall (6. mynd) vorgotssíldar í kringum 1986. 0 5 10 15 20 25 30 35 62 64 66 68 70 72 74 76 78 80 82 84 86 88 90 92 94 96 98 00 02 04 06 08 10 12 14 16 Ár / Year H lu tf al l v or go ts sí ld ar (% ) P er ce nt ag e of s p rin g- sp aw ne rs 28°V 62° 62° 62° 62° 62° 62° 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V ~2006–09 ~2010–13 ~1987–03 ~1974–86 5. mynd. Skematísk mynd sem sýnir þekktar vetursetustöðvar íslenskrar sumargotssíldar á árunum 1962–2016 (rauð skyggð svæði; endurteiknað eftir Jakobi Jakobssyni2 og Guðmundi J. Óskarssyni o.fl.14), sumarfæðuslóð norsk-íslenskrar vorgots- síldar fram að hruni stofnsins undir lok sjöunda áratugarins og eftir 2014 (blátt skyggt svæði) sem og mörk fæðuslóðar hans til vesturs fyrir ákveðin árabil (brotalínur; byggt á Dragesund o.fl.22 og ICES20). – A schematic overview of known overwinter- ing grounds of Icelandic summer-spawning herring over the years 1962–2016 (red shaded),2,14 summer feeding grounds of Norwegian spring-spawning herring prior to the stock collap- se in the late 1960s and after around 2014 (blue shaded), and the distributional margins towards west for different periods (broken lines).22,20 a Hefðbundin aðferð sem gefur mat á fjölda í aldri hvers árs fyrir viðkomandi stofn. Mismunandi reiknilíkön eru notuð í þessum tilgangi en þau eiga sammerkt að byggja á upplýsingum um fjölda eftir aldri í afla hvers árs, mati á náttúrulegum dauða og árlegum vísitölum um stofnstærð sem notaðar eru til að samstilla líkanið. Vísitölur fyrir sumargotssíldina koma frá bergmálsmælingum á stofninum að vetri til og gefa fjölda eftir aldri hvers veiðiárs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.