Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 103 (kynþroskastig 3–5) en sumargotssíld ef síld var á hvíldarstigi (stigi 8) eða hafði hrygnt nýlega (stig 7; fáeinir fiskar). Þetta er sama skilgreining stofna og notuð var áður.10 Vegna svæðatakmark- ana sem nefndar eru að ofan er hægt að gera ráð fyrir því að öll vorgotssíld í sýn- unum tilheyri íslensku vorgotssíldinni en ekki hinni norsk-íslensku. Greiningar á gögnunum byggðust á samanburði og skoðun á breytingum á hlutfalli vorgotssíldar eftir árum með tilliti til lengdar fisksins og aldurs, þar sem árgöngum var fylgt eftir. Eftir hrun vorgotssíldarstofnsins og lok beinna veiða var mat á fjölda eftir aldri í stofn- inum reiknað út frá metnu hlutfalli vor- gotssíldar í sumargotssíldarstofninum.15 Byggt var á stofnmati fyrir sumargots- síld og fjöldi vorgotssílda í hverjum árgangi metinn með því að margfalda hlutfall vorgotssílda og fjölda sum- argotssílda í hverjum árgangi stofn- matsins fyrir hvert ár. Tölur um fjölda eftir aldri, meðalþyngd eftir aldri og stærð hrygningarstofns (2. mynd) eru fengnar með sama hætti og hjá Guð- mundi J. Óskarssyni & Taggart18 þar sem aldursaflagreining (VPAa) frá 1992 (Gunnar Stefánsson & Jakob Jakobs- son, Hafrannsóknastofnun, óbirt gögn) gaf stofnstærðartölur fyrir 1962–1981, VPA-greining frá 200619 gaf tölur fyrir 1982–86 og VPA-greining frá 201715 fyrir 1987–2016. Niðurstöður um samanburð þessara VPA-greininga fyrir ár sem sköruðust sýndu óverulegan mun,18 og réttlætti það þessa aðferðafræði. NIÐURSTÖÐUR Gögn frá aflasýnum og rannsóknar- leiðöngrum í október-desember sýna að hlutfall vorgotssíldar var á bilinu 13–33% á sjöunda áratugnum (6. mynd) og afgangurinn sumargotssíld. Eftir þetta lækkaði hlutfallið niður fyrir 5% og árin 1970–2016 var hlutfall vor- gotssíldar að meðaltali 1,4% (2×staðal- skekkja = 0,3%). Hlutfall vorgotssíldar eftir kyni var svipað fyrir þau ár þegar fjöldi vorgotssíldar var mestur og því voru kynin tekin saman í öllum gagna- greiningum. Vorgotssíld náði í sumum árum um 5 af hundraði eftir 1970, svo sem 1986 og 2013 (6. mynd). Þessi aukn- ing orsakaðist að öðru jöfnu af innkomu stórra vorgotssílda (≥34 cm) samkvæmt sýnunum (7. mynd). Á þessu voru þó undantekningar. Árið 2008 var aukn- inguna að rekja til smærri síldar (27–28 cm síld) og einnig árið 2013 (32–37 cm síld). Mat á lífmassa fjögurra ára og eldri vorgotssíldar (sem er nokkurn veginn stærð hrygningarstofns)15 reyndist vera á bilinu 50 tonn (árið 1973) til 20.000 tonna (árið 2016; 2. mynd). Líkt og hlut- fall vorgotssíldar af heildarmagni síldar (6. mynd) jókst lífmassinn í kringum 1986 og aftur um 2004 (2. mynd). Enn- fremur var lífmassinn meiri seinustu árin, eða að meðaltali 11.100 tonn árin 2004–2012 í samanburði við 2.800 tonn árin 1972–2003. Þessar niðurstöður sýna að vorgotssíld er enn að finna við Ísland og eru merki um að stofninn hafi vaxið lítilsháttar á síðustu árum. Eins og gefur að skilja tengist breytileiki á metnum lífmassa vorgots- síldar mati á árlegum fjölda í árgangi. Nokkrir árgangar vorgotssíldar skera sig úr í fjölda, svo sem þeir frá 1997 og 1996 við 7–9 ára aldur (8. mynd). Þeir skýra aukninguna á lífmassa vorgots- síldarstofnsins árin 2004–2006 (2. mynd). Á sama hátt má rekja aukinn lífmassa stofnsins árin 2009 og 2010 til 2001- og 2002-árganganna við 7–9 ára aldur (8. mynd). Á fyrri hluta tímabilsins var mikill fjöldi í 1975-árgangnum, við 10–11 ára aldur, og í 1979-árgangnum, við 4–7 ára aldur (8. mynd), sem tengja má við aukinn lífmassa (2. mynd) og hátt hlutfall (6. mynd) vorgotssíldar í kringum 1986. 0 5 10 15 20 25 30 35 62 64 66 68 70 72 74 76 78 80 82 84 86 88 90 92 94 96 98 00 02 04 06 08 10 12 14 16 Ár / Year H lu tf al l v or go ts sí ld ar (% ) P er ce nt ag e of s p rin g- sp aw ne rs 28°V 62° 62° 62° 62° 62° 62° 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V ~2006–09 ~2010–13 ~1987–03 ~1974–86 5. mynd. Skematísk mynd sem sýnir þekktar vetursetustöðvar íslenskrar sumargotssíldar á árunum 1962–2016 (rauð skyggð svæði; endurteiknað eftir Jakobi Jakobssyni2 og Guðmundi J. Óskarssyni o.fl.14), sumarfæðuslóð norsk-íslenskrar vorgots- síldar fram að hruni stofnsins undir lok sjöunda áratugarins og eftir 2014 (blátt skyggt svæði) sem og mörk fæðuslóðar hans til vesturs fyrir ákveðin árabil (brotalínur; byggt á Dragesund o.fl.22 og ICES20). – A schematic overview of known overwinter- ing grounds of Icelandic summer-spawning herring over the years 1962–2016 (red shaded),2,14 summer feeding grounds of Norwegian spring-spawning herring prior to the stock collap- se in the late 1960s and after around 2014 (blue shaded), and the distributional margins towards west for different periods (broken lines).22,20 a Hefðbundin aðferð sem gefur mat á fjölda í aldri hvers árs fyrir viðkomandi stofn. Mismunandi reiknilíkön eru notuð í þessum tilgangi en þau eiga sammerkt að byggja á upplýsingum um fjölda eftir aldri í afla hvers árs, mati á náttúrulegum dauða og árlegum vísitölum um stofnstærð sem notaðar eru til að samstilla líkanið. Vísitölur fyrir sumargotssíldina koma frá bergmálsmælingum á stofninum að vetri til og gefa fjölda eftir aldri hvers veiðiárs.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.