Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 39
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 111 Norðurgosbeltinu. Syðri hluti þeirra liggur í sprungusveimum Öskju og Fremrináma, en miðhluti þeirra og mestur nyrðri hlutinn liggur utan sprungusveima sem virkir hafa verið á nútíma (2. mynd).16 Tvö eða þrjú nútímahraun hafa runnið í Jökulsárgljúfrum og við þau (2. og 4. mynd). Þetta eru Stóravítishraun og Hljóðaklettahraun, sem runnu fyrir um 11–12 þúsund árum,15 og Sveinahraun, sem rann fyrir um 11 þúsund árum.20 Stóravítishraun liggur að hluta undir Hljóðaklettahrauni og því er ljóst að það er eilítið eldra.15 Gossprunga Sveina- hrauns er ein sú lengsta sem myndast hefur á Íslandi á nútíma. Nær hún frá Austari-Skógarmannafjöllum í suðri, þar sem hún gengur undir yngri hraun, og norður á Öxarfjarðarheiði, sem eru alls um 75 kílómetrar. Gossprungan er slitr- ótt og hafa margir stórir og smáir hraun- flákar myndast á henni, stærstur þeirra Kerlingarhraun á Öxarfjarðarheiði.15,20 Nýlega hefur komið í ljós að öskulag frá Öskju, sem kallast Skolli (einnig Askja-S), myndaðist að öllum líkindum í sömu umbrotahrinu og Sveinahraun.20 Gossprunga Sveinahrauns sker Jök- ulsárgljúfur við Hafragil, og hefur hraun runnið frá henni niður eftir Jökulsár- gljúfrum, eða dal sem var forveri gljúfr- anna (2. mynd).15 Eyjan í Vesturdal hefur ýmist verið talin hluti af Sveinahrauni15 eða Hljóðaklettahrauni,21 og hefur þá verið álitið að eldgos hafi átt sér stað í Hljóðaklettum (4. mynd). Jökulhlaup hafa myndað og mótað Jökulsárgljúfur í gegnum tíðina.22 Þetta eru jökulhlaup ýmissar stærðar, allt frá minniháttar hlaupum upp í hlaup sem kölluð hafa verið „hamfarahlaup“.23,24 Líklegt er að slík hlaup eigi sér stað í tengslum við eldsumbrot undir jökli, eða tæmingu jökullóna.23,25 Skiptar skoðanir eru um það hversu oft slík stórhlaup hafa átt sér stað. Líkast til hefur það gerst oftar en einu sinni eftir að jökla leysti 3. mynd. A) Undir Rauðhólum má finna sams konar hraunmyndanir og þær sem finnast í Hljóðaklettum, við Gloppu og víðar í Jökulsárgljúfrum. Myndin er tekin austan Jökulsár á Fjöll- um (sem sést á myndinni). Jökuláin hefur rofið töluvert af Hljóðaklettum og Rauðhólum. B) Horft af Rauðhólum yfir Hljóðakletta. – A) The lava formations which are found under Rauðhólar are of the same type as in Hljóðaklettar, in and near Gloppa and at more places in Jökulsárgljúfur. The photo is taken east of the river Jökulsá á Fjöllum (seen in the picture). The river has eroded a significant part of Hljóðaklettar and Rauðhólar. B) View from Rauðhólar, over Hljóðaklettar. Ljósm./Photos: Ásta Rut Hjartardóttir. Hljóðaklettar Rauðhólar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.