Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 47

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 47
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 119 Ritrýnd grein / Peer reviewed TALNINGAR Á MÓFUGLUM Tómas Grétar Gunnarsson og Böðvar Þórisson VÖktuN á BreytiNgum dýrastOfNa er mikilvæg og gefur upplýsingar um ástand vistkerfa og áhrif manna á lífbreytileika, sem fer hnignandi á heimsvísu. Ís- lendingar bera sérstaka ábyrgð á nokkrum stofnum mófugla, þeirra sem eru einkennisdýr í landvistkerfum hérlendis og eru af heimsstofni sem verpur á Íslandi að stórum hluta. Hér segir frá upphafsárum mófuglavöktunar í Rang- árvallasýslu 2011–2018 þar sem fuglar voru taldir árlega á 63 punktum í lok júní. Markmið talninganna er að fylgjast með fjöldabreytingum í tíma svo tengja megi við breytingar á umhverfi og aðrar rannsóknir á líffræði mó- fuglastofna. Svo stuttar tímaraðir gefa takmarkaða innsýn í stofnbreytingar en hér eru aðferðir við mófuglatalningar og mynstur í gögnunum rædd stutt- lega. Sjö tegundir vaðfugla og tvær tegundir spörfugla reyndust algengastar og voru gögn um þær greind frekar. Meðalþéttleiki tegunda fyrir hvert ár var borinn saman við tíðni punkta þar sem tegundir sáust til að kanna hvort mældur þéttleiki tengdist því hvort tegundin fannst á punkti eða ekki. Einnig var kannað hvernig breytingar á fjölda mismunandi tegunda fylgdust að milli ára. Breytingar á fjölda 2011–2018 voru óverulegar nema skógarþresti virtist fjölga nokkuð. Tegundir sem fundust víðar höfðu einnig meiri meðalþéttleika. Hlutfall punkta þar sem tegundir fundust gaf góða mynd af meðalþéttleika flestra tegunda, sem bendir til að hægt sé að vakta áramun á fjölda í stofnum mófugla með einföldum hætti. INNGANGUR Mælingar á stofnbreytingum dýra eru mikilvægar til að vakta stofna og aðrar náttúruauðlindir og eru grunnur að skilningi og öðrum rannsóknum. Slíkar mælingar eru í hjarta vist- fræðinnar og eru stundaðar á plöntu- og dýrastofnum víða um heim. Breytileiki í stofnþéttleika í tíma og rúmi endur- speglar ástand stofna og getur hjálpað við að skýra ástæður breytinga og skipuleggja viðbrögð. Langtímarann- sóknir og vöktun leggja hlutfalls- lega meira til vistfræðiþekkingar og stefnumótunar en styttri rannsóknir og eru þannig sérstaklega verðmætar.1 Íslendingar standa illa í samanburði við aðrar Vestur-Evrópuþjóðir hvað varðar vöktun náttúrunnar enda hefur fjár- munum ekki verið forgangsraðað í slík verkefni. Undantekningar frá því er að finna þar sem augljósir eða meintir fjár- hagslegir hagsmunir eru í húfi, svo sem við vöktun nokkurra nytjastofna sjávar og í tengslum við orkuframleiðslu. Íslensk náttúra er þó um margt einstök á heimsvísu og rík ástæða til að fylgj- ast betur með breytingum á náttúrufari hérlendis.2 Æska landsins og eldvirkni, óvenjuleg staða á straumaskilum í miðju úthafi og einstakir dýrastofnar eru allt þættir sem réttlæta hver um sig að víðtækar mælingar séu gerðar á dýrastofnum og á öðrum lykilþáttum lifandi náttúru, líkt og gert er til að vakta veðurfar og jarðhræringar, enda er náttúran undirstaða búsetu í landinu. Þá ber Íslendingum skylda til að vakta lykilþætti náttúrunnar samkvæmt íslenskum lögum og fjölda alþjóðlegra samninga.3–5 Mófuglar eru alþýðuheiti um hóp fugla sem er áberandi í flestum gerðum opins lands á Íslandi.6,7 Flestir þeirra eru vaðfuglar (Charadrii) en einnig eru nokkrir spörfuglar (Passeriformes) og rjúpa (Lagopus muta) oft talin til mófugla. Í úthaga á Suðurlandi til- heyra yfir 90% talinna fugla aðeins átta tegundum. Þar er þúfutittlingur (Anthus pratensis) langalgengastur en hinir eru sjö algengustu vaðfuglarnir, tjaldur (Haematopus ostralegus), heið- lóa (Pluvialis apricaria), hrossagaukur (Gallinago gallinago), spói (Numenius phaeopus), jaðrakan (Limosa limosa), stelkur (Tringa totanus) og lóuþræll (Calidris alpina).7 Annars staðar á landinu kunna hlutföllin að vera aðeins önnur, tjaldur er til dæmis sjaldgæfari á Norðurlandi en á Suðurlandi.6,8 Stór hluti af heimsstofni sumra þessara vaðfuglategunda verpur á Íslandi og hér finnast sérstakar undirtegundir af þeim flestum.9 Íslendingar hafa skuld- bundið sig til að vernda stofnana með aðild að alþjóðlegum samningum.10 Til að standast þær skuldbindingar þarf að fylgjast með ástandi stofna, greina stofnbreytingar og kanna ástæður þeirra. Mófuglar eru enn fremur ríkj- andi hópur hryggdýra á landi í náttúru Íslands, þeir endurspegla frjósemi og ástand vistkerfa á stórum og smáum svæðum og eru því tilvalinn lífveru- hópur til að vakta.7,11–14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.