Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 49
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 121 en hrossagaukur felur sig.37 Árferði getur ráðið miklu um varpárangur mófugla og það verður að hafa í huga þegar talning fer fram á ungatíma, því varpárangur hefur áhrif á sýnileika.38 Þegar fjöldi í talningum er túlkaður yfir í stofnstærð þarf einnig að hafa var- ann á. Yfirleitt er markmiðið með taln- ingu að meta breytingar á varpstofni og í því skyni leggja teljarar stundum mat á atferli fugla, hvort þeir sýna óðalsat- ferli, eru með hreiður eða unga, eða gefa stöðu sína í varpi til kynna á annan hátt. Þetta getur þó verið snúið (1. tafla), meðal annars vegna þess að afföll á hreiðrum mófugla eru almennt mikil og stór hluti stofnsins að vori og sumri eru fuglar sem hafa misst undan sér og sýna takmarkað óðalsatferli.39 Þá geta kynjahlutföll í mófuglastofnum verið bjöguð, eins og sést hefur hjá jaðrakan þar sem karlfuglar með óðalsatferli eru mun fleiri en verpandi pör, einkum á verri búsvæðum.40 Líklega er öruggast að halda ágiskunum um stöðu fugla í lágmarki þegar markmiðið er að meta einfaldar stofnbreytingar, þótt sjálfsagt sé að skrá atferli, en gefa fremur upp fjölda fullorðinna fugla en fjölda para eða aðrar einingar sem velta á ágisk- unum um stöðu.41 Af ofangreindu má vera ljóst að breytileiki í viðveru og sýnileika mófugla í tíma og rúmi er það mikill að mælingar á stofnþéttleika með stökum heimsóknum verða í besta falli mat með talsverðri skekkju. Það er því að ýmsu að hyggja þegar á að kreista stofnstærðarvísitölu út úr mófuglataln- ingu. Margir þættir hafa áhrif á það hversu margir fuglar sjást á talningar- punktum og erfitt er að leiðrétta fyrir þeim öllum. Því er nauðsynlegt að reyna að staðla talningu sem best hvað varðar tíma og talningartækni. SKIPULAG OG UPP- BYGGING TALNINGA Þegar talningar og vöktun eru skipu- lögð er mikilvægt að taka tillit til eðlis stofna og búsvæðanna sem þeir nota. Rannsóknir hafa sýnt að þegar telja skal fugla úr stofnum sem sýna meiri breytileika í fjölda milli staða en milli tímabila er betra að beita kröftunum til að telja víðar og verr en að telja betur á færri stöðum.42 Íslenskir mófuglar eru einkum vaðfuglar sem eru flestir langlífir og mjög átthagatryggir.43 Gæði búsvæða þeirra eru enn fremur mjög mismunandi.44,45 Því má gera ráð fyrir að betra mat fáist á stofnbreytingar ef átakið fer fremur í að telja á sem flestum stöðum en að telja betur á færri stöðum.42 Á svipaðan hátt skiptir eðli búsvæða miklu þegar verið er að skipu- leggja vöktunarmælingar. Stofnar dýra eru yfirleitt samsettir úr staðbundnum undirstofnum á misgóðum búsvæðum.46 Á betri búsvæðum eru lífslíkur oftast meiri og æxlunarárangur betri en á verri búsvæðum. Fækkun í stofni virðist oft eiga rót að rekja til breytinga á verri búsvæðum, meðan undirstofnar á betri búsvæðum eru stöðugri. Mynstrið er oft öfugt þegar fjölgar í stofnum, fuglum fjölgar á verri búsvæðum en breytingar á góðu búsvæðunum eru hægari.44,47,48 Því er mikilvægt að velja talningarpunkta af handahófi þegar vöktunarverkefni eru skipulögð þannig að þeir endurspegli sem best raunverulega dreifingu gæða á búsvæðum þess stofns sem á að vakta. Þegar frekar er talið í betri búsvæðum, sem getur verið freistandi, er hætta á að niðurstaða talninganna leiði til vanmats á stofnbreytingum. Þá er vænlegt að telja sem víðast og nauðsynlegt getur reynst að draga úr talningarátaki á hverjum stað. Takmarkað átak á hverjum stað þarf ekki að skapa vanda því oft er mjög sterk jákvæð fylgni milli þéttleika og þess hve víða einstaklingar finnast. Slík mynstur finnast hjá fjölbreyttum hópum lífvera.49 Stofnstærð getur bæði endurspeglast í þéttleika og dreifingu einstaklinga. Í stærri stofnum finnast einstaklingar oft bæði á fleiri stöðum og eru í meiri þéttleika þar sem þeir finnast. Í minni stofnum er mynstrið oft öfugt, einstak- 1. tafla. Samsetning mófuglastofna með hliðsjón af talningum. Í mófuglastofnum er fullorðinn varpfugl í mismunandi varpfasa, geld- fugl og fleygir ungar. Á vettvangi getur verið erfitt að greina í hvaða fasa tiltekinn fugl er. – Composition of breeding wader populations with regard to censuses. Populations consist of mature adults at different stages of breeding, immature birds and fledged juveniles. Determining the status of individual birds in the field can be challenging. Flokkur Category Fasi og atferli Status and behaviour Fullorðnir með óðalsatferli Adults with territorial behaviour Yfirleitt karlfuglar sem verja óðul og stunda söngflug. Kvenfuglar sumra tegunda taka þátt í óðalsvörnum. Kynjahlutföll geta verið ójöfn. / Usually males defending territories and exhibiting territorial behaviour. Females of some species contribute to territory defence. Sex ratios can be skewed. Fullorðnir með hreiður Adults with nest Fuglar tegunda sem fela hreiður liggja oft fast á og er misjafnt hvort hinn fuglinn er heima. Sýnileiki er oft lítill á þessum tíma. / Species which hide nests often incubate tightly and mates often feed off territory. Detectability can be low during this stage. Fullorðnir með unga Adults with chicks Sýnileiki flestra tegunda eykst á þessum tíma og varnaratferli er sterkt. Hámarksfjöldi næst oft í í talningum á ungatíma. / Detectability of most species (excluding Snipe) increases during this stage and maximum numbers are often recorded. Fullorðnir sem hafa misst hreiður eða unga Adults which have lost nest/chicks Óðalsatferli virðist minnka tímabundið þegar fuglar missa undan sér þar til þeir verpa aftur en dofnar smám saman ef þeir eru hættir. / Territorial behaviour and detectability decreases temporarily until birds re-nest, or dies out if breeding attempts have been aborted. Geldfuglar Immatures Ársgamlir fuglar sem heimsækja varpsvæði en fara halloka í samkeppni og sýna ekki óðalsatferli. Óþekkt er hversu algengt þetta er á Íslandi. / Second calendar year (+) birds which visit breeding grounds but are unable to compete and usually do not show territorial behaviour. It is unknown whether this occurs or how common it is in Iceland. Fleygir ungar Fledged juveniles Fleygir ungar frá vorinu blandast í staðbundna stofna en varla er von á þeim fyrr en um miðjan júní. Auð- þekktir á búningi ef að er gáð hjá flestum tegundum vaðfugla. / Fledged juveniles from the year can be expected from mid June, easily identified in most species of waders.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.