Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 51

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 51
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 123 úr bifreiðinni með eyðublað og talið úr vegkantinum við bílinn. Talning hófst um leið og út var komið og stóð yfir í fimm mínútur á hverjum punkti. Allir fuglar sem sáust innan 200 m frá athug- anda voru skráðir. Notaður var leysifjar- lægðarmælir til að ákvarða fjarlægð frá athuganda í fugla og sjónauki með átt- faldri stækkun til frekari greiningar og til að renna yfir talningarsvæðið í lok hverrar talningar. Talningar fóru fram frá kl. 7 á morgnana til 21.30 á kvöldin. Misjafnt var hvort punktar voru taldir á sama tíma dags milli ára en veður, sem er oft mjög misjafnt á sama tíma yfir þetta stóra athugunarsvæði, var tekið fram yfir tíma dags. Teljari öll árin var Tómas Grétar Gunnarsson. Fuglar sem voru greinilega í hópum (fimm eða fleiri) voru undanskildir í úrvinnslu. Vel fleygir þúfutittlingsungar gætu hafa komið inn í talningar í góðum árum. Fleira hefur verið skráð sem ekki verður gerð frekari grein fyrir hér, svo sem varpárangur stór- vaxinna vaðfugla,38 fuglar utan við 200 m sem varð vart við með berum augum, fjöldi sjófugla í vörpum á leiðinni, sjald- gæfir varpfuglar á borð við uglur og dúfur, og fleira. Hliðstæðar talningar hófust í Árnessýslu sumarið 2016 (teljari Böðvar Þórisson) og verður gerð grein fyrir þeim þegar talið hefur verið oftar. úrViNNsla Stuttar tímaraðir eins og hér birtast (átta ár) gefa yfirleitt ekki færi á ýtar- legri tímaraðagreiningu eða miklum vangaveltum um breytingar á fjölda milli ára eða yfir lengri tíma.52 Því miðast útreikningar hér heldur að því að greina eðli aðferðanna og líffræði fuglanna betur. Reiknaðar voru tvær einfaldar vísitölur á breytileika í fjölda milli ára: A) Meðalfjöldi fugla af hverri tegund sem sást á hverjum punkti innan 200 m var reiknaður (með staðalskekkju). Þar sem punktar eru af fastri stærð (12,56 ha) gefur þessi mæling mat á þéttleika og er sett fram á þann hátt. B) Fjöldi punkta þar sem eitt eða fleiri eintök af hverri tegund sáust var reiknaður til samanburðar við þéttleikamatið. Fylgni (Pearson-r) var reiknuð á milli þéttleika og fjölda punkta þar sem tegund sást til að kanna hversu góða mynd einfalt mat á tíðni punkta þar sem tegund sást gæfi á fjöldabreytingar milli ára. Einnig var samband dreifingar (fjölda punkta þar sem tegund sást) og þéttleika kannað fyrir einstakar tegundir til að skoða hvort tegundir sem fundust víðar á tilteknu ári væru að jafnaði í meiri þéttleika það ár. Þá var fylgni milli þéttleika einstakra tegunda metin milli ára til að skoða hversu vel fjöldabreytingar mismun- andi tegunda fylgdust að yfir tímabilið. Marktæknistig (0,05) var ekki leiðrétt fyrir mörgum prófum enda er gildi slíkrar leiðréttingar takmarkað.53 NIÐURSTÖÐUR Þéttleiki algengustu tegundanna níu var að jafnaði frekar stöðugur yfir athugunartímabilið, að undanskildum skógarþresti sem virtist fjölga (3. og 6. mynd). Ekki fengust sterkar vís- bendingar um að tegundir breyttust í takt milli ára þó að nokkur fylgni sé milli sumra tegunda og marktækt samband finnist í 4 af 36 prófum (2. tafla). Fjöldi punkta þar sem tegundir fundust var almennt nokkuð jafn og hár hjá sumum tegundum (3. tafla). Tjaldar voru til dæmis að jafnaði á tæplega 21 punkti en í fæst skipti á 17 punktum og í flest skipti á 23 punktum. Fjöldi fundarstaða er því afar stöðugur. Þúfutittlingur var langal- gengasti fuglinn og fannst á flestum punktum á hverju ári (3. tafla). Aðrar tegundir sem fundust á meira en helm- ingi punkta öll árin voru stelkur, hrossa- gaukur og spói. Hjá flestum tegundum reynist mjög sterk fylgni milli með- alþéttleika og fjölda punkta þar sem tegundin fannst milli ára. Það bendir til þess að tíðni viðveru á punktum sé góður mælikvarði á þéttleika (4. tafla). 5. mynd. Jaðrakan (Limosa limosa) er einn af einkennisfuglum Suðurlands og er algengur í mýrlendi og graslendi. – Black-tailed Godwit (Limosa limosa) is a characteristic bird of the Southern lowands and is common in wetlands and grasslands. Ljósm./Photo: Tómas G. Gunnarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.