Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 65

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 65
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 137 5. mynd. Uppfok ryks á Mýrdalssandi í nágrenni Blautukvíslar. Myndin er tekin úr sjálfvirkri myndavél í Hafursey. Í miklum stormum fýkur ryk einnig upp af sandsvæðunum í nágrenni flæðnanna og það á við þegar þessi mynd er tekin. – Dust emissions at the Mýrdalssandur dust hot-spot. Photo from surveil- lance camera above the sand-field. Ljósm./Photo: Landbúnaðarháskóli Íslands. er mun meira áberandi þar sem jökulár hafa borið fram efni frá virkum eld- fjöllum undir jökli, svo sem á vatnasviði Bárðarbungu, Grímsvatna og Kötlu. Korn sem koma beint frá meginupp- sprettunum eru iðulega mjög óregluleg með hvössum hornum, en korn sem verða fyrir síendurteknu foki rúnnast smám saman. TÍÐNI RYKSTORMA OG MAGN ÁFOKSEFNA Miklir rykstormar á meginlöndunum geta komið af stað meira en milljón tonna af ryki.38 Mat á heildarmagni upp- foks og rykefna í heiminum er mjög á reiki en yfirleitt er það talið nema 500– 5.000 milljónum tonna.2,39 Stærsti hluti ryksins kemur frá norðanverðri Afríku, ekki síst frá Bodélé-lægðinni í Tsjad.40 Önnur mikilvirk uppfokssvæði eru til dæmis í Mongólíu,41 við Aralvatnið (uppþornuð svæði),42 og í Ástralíu.38,43 Áhugi á uppfoki ryks á Íslandi hefur farið ört vaxandi eftir að ljóst varð hversu mikið það er, og að landið er jafnvel í hópi virkustu rykuppspretta jarðar.14,18,25,36,44 Pavla Dagsson-Waldhauserová og samstarfsfólk24,28 rannsökuðu tíðni rykatburða á landinu og byggðist rannsóknin á því að meta skyggni á mönnuðum veðurstöðvum vítt um landið. Áður hafði Engelstaedter unnið svipaða rannsókn á veðurathugunum með minna en 1 km skyggni frá átta veðurstöðvum.39 Samkvæmt þessum rannsóknum valda um 135 rykatburðir á Íslandi árlega minnkuðu skyggni á veðurstöðvum.24,28 Stundum stendur fok undan hvassri norðanátt beint á haf út frá söndum á Suðurlandi án þess að skerða skyggni á veðurstöðvum og því eru þetta lágmarkstölur. Auk þess á fjöldi rykatburða sér stað fjarri veð- urstöðvum og koma þeir því ekki fram í veðurfarsgögnum, ekki síst á Dyngju- sandi, Mælifellssandi, í Vonarskarði og við Eiríksjökul. Af framansögðu er ljóst að fjöldi rykatburða á Íslandi er gríðar- legur. Lýsingar á skyggni gefa einnig til kynna styrk fokefna í andrúmslofti því að samhengi er á milli skyggnis í km og styrks rykefna í µg/m3. Lítið skyggni (<1 km) vegna ryks mælist í um 5% tilfella, í mjög öflugum rykveðrum. Þremur aðferðum hefur verið beitt til að meta magn rykefna sem fýkur upp á landinu. Í fyrsta lagi hefur magnið verið áætlað út frá jarðvegssniðum. Þau voru notuð til að búa til sérstakt áfokskort þar sem einnig var tekið tillit til veðurfars- þátta og fjarlægðar frá helstu fokupp- sprettum (1. mynd).45 Í öðru lagi hefur verið byggt á tíðni og stærð rykatburða í ofangreindum rannsóknum Pövlu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.