Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 76

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 76
Náttúrufræðingurinn 148 Myndskreytingar bókarinnar eru af fjölbreyttum toga, s.s. teikningar og málverk, ljósmyndir frá ýmsum tímum, kort, blaðaúrklippur og fleira. Þórir hafði óbilandi áhuga á komum hvítabjarna til Íslands fyrr og síðar og safnaði um ævina heimildum um þær úr ýmsum áttum. Hann skrifaði um komur hvítabjarna ásamt Ævari Pet- ersen í bókina Villt íslensk spendýr, sem Hið íslenska náttúrufræðifélag og Landvernd gáfu út 1993, og um hvíta- birni ásamt Páli Hersteinssyni í bókina Íslensk spendýr, sem Vaka-Helgafell gaf út 2004. Rósa Rut greinir í upphafi bók- arinnar frá því að hún sé að stofni byggð á heimildasöfnun föður hennar og riti sem hann hafði handskrifað. Þá sé helsta markmið verksins að miðla þekk- ingu og áratugavinnu Þóris. Þóri hefur greinilega tekist að vekja áhuga dóttur sinnar á viðfangsefninu og má ekki gera lítið úr þætti hennar við verkið, enda liggur greinilega mikil vinna að baki því að taka við keflinu og koma efninu til almennings. Bókin hefur að geyma nokkur inn- gangsorð og vangaveltur Þóris og Rósu Rutar um efnivið og tilurð bókarinnar, stutta samantekt um líffræði hvíta- bjarna eftir Karl Skírnisson og stutta en áhugaverða samantekt um þjóðtrú tengda hvítabjörnum. Meginþorri bók- arinnar fjallar svo um komur hvíta- bjarna til Íslands í tímaröð frá árinu 890 til útgáfudags. Er efnið sett fram í mörgum litlum köflum þar sem ártalið er titill og á eftir fylgir lýsing á hvíta- bjarnakomum þess árs. Heimildirnar eru fornrit, annálar, blaðagreinar o.fl. Eins og Rósa Rut greinir sjálf frá er tekið mið af sögunum frá sjónarhorni manns- ins og samskiptum manns við dýr frekar en dýrs við mann. Þar sem Þórir var líf- fræðingur og Rósa Rut mannfræðingur og efniviðurinn tengdur mönnum og villtum dýrum má líta svo á að í bókinni mætist náttúrufræði og mannfræði, þótt mannfræðileg sjónarmið vegi þyngra. Árangurinn er eftirtektarvert safn heim- ilda um samskipti manns og hættulegs dýrs – stærsta núlifandi rándýrs á landi. Eins og bent er á í bókinni verður að taka sannleiksgildi elstu frásagnanna með ákveðnum fyrirvara, þótt eflaust geymi þær sannleikskorn, en eftir því sem nær dregur í tíma verða frásagnir ítarlegri og um leið nákvæmari. Auk safns beinna frásagna um hvítabjarnakomur má finna hér og þar í bókinni stuttar samantektir um afmörkuð málefni og þjóðsögur sem tengjast hvítabjörnum. Aldrei fyrr hafa komur hvítabjarna til landsins verið teknar saman á slíkan hátt og gerðar aðgengilegar og er því um talsvert afrek að ræða. Í bókinni eru ekki gerðar mannfræðilegar eða líffræðilegar greiningar á viðfangsefninu, en ljóst er að hægt væri að vinna slíkar greiningar upp úr efninu og er hér með hvatt til þess. Við lestur frásagnanna er athyglisvert að sjá hvernig viðhorf manna til hvítabjarna breytist í tímanna rás, og hvernig mis- munandi aðstæður lita þau viðbrögð og aðgerðir sem gripið er til hverju sinni. Þegar litið er til annmarka má helst benda á að skipulag efnisins mætti stundum vera betra. Þótt frásögnum sé raðað í tímaröð má hér og þar finna texta sem eiga við um breiðara tímabil, og litla undirkafla um afmörkuð efni er ekki að finna í efnisyfirlitinu, sem gerir það að verkum að eina leiðin til að finna þá er að fletta í gegnum bókina. Gjarnan hefði mátt skipta meginefni bókarinnar upp í tímabil, með stuttum inngangi eða samantekt um það sem einkenndi hvert tímabil, og einnig hefði mátt gera lesendum auðveldara að finna litlu sérkaflana. Þá er nokkuð um endurtekningar sem hefði mátt lagfæra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.