Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 79

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 79
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 151 Rauðburi, Sphagnum warnstorfii. Ljósm. Tomas Hallingbäck. mosarannsóknir og fengist við greiningu á íslenskum mosum. Hann felst ekki síst í því að hér er að finna góða yfirlitslykla og greiningarlykla til tegunda á einum stað. Greiningarlyklarnir eru unnir upp úr viðameiri lyklum (sennilega af nor- rænum uppruna), en lagaðir að íslensku mosaflórunni. Smámyndirnar í spássíu sem vísað er til úr greiningarlyklunum til skýringar á þeim einkennum sem um ræðir eru sérlega gagnlegar. Bergþór Jóhannsson, mosafræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands, tók að helga sig kerfisbundnum rannsóknum á íslensku mosaflórunni í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar og stefndi að því að setja rannsóknir sínar saman í mosa- flóru fyrir Ísland. Til þess entist honum ekki aldur, en hann lauk við að lýsa öllum fundnum tegundum ítarlega og gefa þeim íslensk nöfn, og hafa þær verið birtar ásamt útbreiðslukortum í fjöl- ritaflokki Náttúrufræðistofnunar. Við nafngiftirnar fylgdi hann ákveðnu kerfi, þannig að nöfn allra ættkvísla enda á „mosi” og í ættkvíslum með fleiri en einni tegund er notaður sami sam- setningarhluti um allar tegundirnar. Við nafngiftirnar naut hann liðsinnis eiginkonu sinnar, Dóru Jakobsdóttur Guðjohnsen, grasafræðings, og nýtti sér einnig þau íslensku nöfn sem fyrir voru og féllu að þessu nafnakerfi. Vógu þar þyngst nafnatillögur Helga Hall- grímssonar grasafræðings. Nöfn ætta eru síðan mynduð af heiti einkenn- isættkvíslar. Bókin Mosar á Íslandi byggist á þessu nafngiftakerfi og eru nöfn nýfundinna tegunda felld að því. Í formála kemur fram að auk þess að byggja á rannsóknum Bergþórs hafi höf- undur lagt sig fram um að fylgjast með þeim miklu breytingum sem orðið hafa á flokkunarkerfi mosa á þeim árum sem liðin eru síðan Bergþór féll frá. Þar sem minn eigin áhugi á mosum er fyrst og fremst sprottinn upp úr vistfræði en síður flokkunarfræði ætla ég ekki að leggja faglegt mat á hvernig til tókst í því efni, en ég hef fulla trú á að þar hafi verið vel að verki staðið. Ýtarleg greinargerð er tekin saman aftast í bókinni fyrir allar breytingar frá 2003 innan blaðmosa (baukmosa). Þar er einnig gerð grein fyrir nauðsyn- legum breytingum á íslensku nöfnunum til samræmingar. Í kerfisfræði mosa eru yfirleitt not- aðir þrír flokkar. Áður fyrr voru nöfn þeirra lauslega þýdd úr erlendum málum sem blaðmosar, lifrarmosar og hornmosar. Bergþór kaus hins vegar að kenna þá við þau einkenni sem aðgreina þá best, sem er bygging gróhirslnanna, og nefndi þá baukmosa, soppmosa og svo hornmosa. Ágúst kýs að fylgja ekki þessum nafngiftum, að hornmosum undanskildum. Hann heldur sig við gamla heitið um blaðmosana, en kemur með nýyrðið flatmosar fyrir soppmosa. Ég tel þetta nafnaflakk á flokkunum bagalegt þar sem nöfnin baukmosar og soppmosar hafa fest sig í sessi í málinu síðan þau voru fyrst birt í Fjölriti Nátt- úrufræðistofnunar árið 1985. Ágúst leggur hins vegar fram kær- komin nýyrði fyrir atriði sem ekki snúa beint að kerfisfræðinni, og eru það orðin toppseti og hliðarseti. Þetta eru þýðingar á erlendu heitunum „apocarp” og „pleurocarp” sem lýsa staðsetningu gróliðar á kynlið bauk- mosa, annars vegar í toppi aðalsprot- ans, hins vegar á hliðargreinum. Vist- fræðingar grípa gjarnan til þess að flokka baukmosa í gróðurlendum eftir þessum einkennum. Í bókinni er einungis að finna lýsingu á tæpum þriðjungi tegunda í mosaflóru Íslands. Oftast er lýst einni til þremur tegundum innan hverrar ættkvíslar, yfirleitt þeim algengari. Þetta virð- ist skynsamlegt val fyrir bók sem á að þjóna almenningi, þótt ég sakni lýs- inga á nokkrum algengum tegundum. Tegundalýsingarnar eru mis-ýtarlegar, en í formála er tekið fram að lýsingar einskorðist við þau atriði sem aðgreina tegundina. Þetta kemur ekki verulega að sök fyrir þá sem óska nánari lýsinga á einstaka tegundum því þær er hægt að finna í fjölritum Náttúrufræðistofn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.