Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 114
1955
— 112 —
annar þeirra 84 ára gamall maður,
sem ég sendi suður meira til að friða
börn hans en ég héldi, að sú för bæri
nokkurn árangur. Fór hann fyrst á
Landakotsspítala, en var sendur það-
an aftur heim með diagnósuna ca.
ventriculi og eflaust talinn inopera-
bilis. En börn gamla mannsins voru
ekki á þvi að gefast upp; var hann
síðan sendur á Landsspitalann og þar
gerð resectio ventriculi með þeim
árangri, að hann er kominn heim og'
farinn að ráfa um. Og enda þótt heils-
an sé ekki harla góð, fer hún þó batn-
andi. Finnst mér þetta dæmi benda
til, að operationir á fólki, þótt mjög
gamalt sé orðið, geti átt fyllsta rétt á
sér. Sjúklingur, 66 ára, með ulcus ro-
dens auriculae dextrae, áður skráður,
hafði haft þessa meinsemd víst í 13
ár, en aldrei fengizt til að láta neitt
við hana gera. Át nú meinið sig inn
í eyrað og eyrnabeinið, og varð úr
ígerð mikil. Var sjúklingurinn sendur
á spítala til Reykjavíkur til aðgerðar.
Áður skráður sjúklingur með ca.
thyreoideae, skorinn fyrir ári, við
góða heilsu. Prostatacancersjúklingur
sá, sem getið er um í skýrslum und-
anfarinna ára, er enn þá lifandi, en
við frekar laka heilsu.
Reykhóla. Kona sú, er skráð var
1949, kennir sér ekki meins. 33 ára
verkamaður dó úr ca. ventriculi.
Þingeyrar. 2 sjúklingar á skrá (eng-
inn á mánaðarskrá), annar nýr, kona
með krabbamein í brjósti.
Flateyrar. 4 sjúklingar. 1) Ca. coli:
Aðgerð á IV. deild Landsspítala, tók
sig upp, og dó sjúklingurinn á sjúkra-
húsi ísafjarðar. 2) Adenoca. mammae:
Aðgerð á sama stað, virðist nú heil-
brigð. 3—4) Ca. ventriculi og ca. oeso-
phagi: Báðir sjúklingarnir dveljast á
IV. deild Landsspítala.
Súðavíkur. 2 menn með achylia gas-
trica (histaminrefraktær) undir eftir-
liti (Rgt.). Annar um sextugt, kvartar
um stöðugt slen og lystarleysi. Hinn
er um sjötugt.
Hvammstanga. 1 nýr sjúklingur,
kona með krammabein í maga. Var
gerð á henni gastrectomia. Fundust
mikil meinvörp i eitlum. Dó um sum-
arið. Alls er vitað um 7 aðra krabba-
meinssjúklinga i héraðinu. Sumir
þeirra virðast hafa fengið fullan bata.
Blönduós. Með minnsta móti bar á
krabbameini. Kona nær fertugu kom
með litinn tumor í brjósti, sem leit
út fyrir að vera venjulegt fibrom. Ég
exstirperaði hann og sendi til vefja-
rannsóknar, en hún leiddi í ljós
schirrus, og var konunni ráðlagt að
fara á Landsspitalann til radicalað-
gerðar og geislunar. Þetta var nokkru
fyrir jól, og því miður dróst það
nokkuð fram yfir áramót, að hún færi,
enda voru þá komin meinvörp í eitla.
Roskinn bóndi dó úr blóðkrabba, og
er hans getið undir dánarmeinum og
í siðustu ársskýrslu. Þá dó hér á spit-
alanum bóndi úr Höfðahéraði, eins og
áður er getið; hafði verið skorinn á
Landsspítalanum vegna magakrabba,
sem ekki reyndist burtnæmur.
Sauðárkróks. 4 sjúklingar með ca.
ventriculi: 68 ára bóndi, dó á árinu,
var ekki skorinn, 64 ára verkamaður,
sem gerð var á laparotomia explora-
tiva á Akureyri; dó hann, nokkru eftir
að hann kom heim. 59 ára kona var
skorin i Reykjavík, og dó hún þar
litlu siðar. Loks var 59 ára kona, er
dó utan héraðs úr pneumonia; var
hún með mb. cordis og hafði auk þess
ca. ventriculi. 66 ára kona með ca.
coli kom aðframkomin á sjúkrahúsið
á Sauðárkróki og dó þar. 57 ára bóndi
dó úr ca. hepatis og 83 ára maður úr
Hofsóshéraði var skorinn vegna ca.
labii. Auk þessara dóu 2 innanhéraðs-
sjúklingar á árinu úr ca., 56 ára kona,
er hafði verið skorin 1950 vegna ca.
mammae, og 69 ára verkamaður, er
hafði verið skorinn á Akureyri 1951
vegna ca. ventriculi. 2 sjúklingar voru
einnig fluttir á sjúkrahúsið úr Hofsós-
héraði með cancerrecidiv, og dóu þar
báðir.
Hofsós. 1 sjúklingur skráður i fyrsta
sinn á árinu. Er ekki á mánaðarskrá.
Er það 84 ára karlmaður með krabba-
mein í neðri vör. Mun hafa haft mein-
ið í nokkra mánuði. Gerð aðgerð á
honum á Sauðárkróksspítala á siðast
liðnu sumri, og hefur honum heilsazt
vel síðan.
Ólafsfj. 2 ungir menn (hvorugur a
mánaðarskrá). Annar, með seminoma,