Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Page 142

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Page 142
195S — 140 — er að ræða, jafnvel þegar það stafar af blóðmissi. Barnsfarir með minna móti. Tangarfæðing varð hjá 1 konu, sem verið hafði lasin mikið af með- göngutímanum, var frumbyrja, og barnið bar að í framhöfuðstöðu. Fram- dráttur gerður í 1 skipti vegna sitj- andafæðingar. Langháskalegasta fæð- ingin varð hjá konu, sem hafði fengið þungaeitrun fyrir allar fæðingar, en þetta var hin þriðja, og auk þess mikla eftirburðarblæðingu. í þetta skipti var fylgjan föst, og af þvi að ég bjóst við blæðingu, hafði ég við höndina andar- nefsspekulum, korntöng og nóg af tróði. Fylgjan sýndi sig að vera pla- centa accreta partialis, og varð ég að rífa hana lausa, en konan fékk þá mestu blæðingu, sem ég hef nokkurn tíma séð. Ég beið ekki boðanna, en hafði eins fljót handtök og mér var unnt og tróð legið samstundis upp með 3 stórum „remsum“, jafnhliða þvi sem konunni var gefið ergometrin í æð. Síðan var henni gefið macrodex í æð, enda var hún mjög blóðrunnin. Nokkur ágreiningur hefur verið milli fæðingarlækna um réttmæti tróðs við eftirblæðingum, vegna smithættu, en ég tel sjálfsagt að nota það, ef konan virðist í hættu, enda smitháskinn ekki jafnmikill og áður en fúkalyfin komu til sögunnar. Ég hef nokkrum sinnum gripið til þess að nota tróð siðustu árin og hef alltaf sæfð áhöld og efni til þess í fæðingartösku minni. Fóst- urlát urðu 4 innan héraðs og 2 konur fluttar á spítalann af þeim sökum. Var gerð útsköfun á annarri og sömuleiðis á 2 konum úr Höfðakaupstað. Sauðárkróks. Tilefni læknisaðstoðar venjulega, að óskað var deyfingar eða nærveru læknis. 1 barn tekið með töng hjá 21 árs primipara og jafn- framt gerð episiotomia, i annað skipti var gerð episiotomia aðeins. Eitt sinn var ég kvaddur langt fram i sveit til að sauma konu, er fengið hafði mikla sprungu í perineum og vagina. 2 börn fæddust andvana. Önnur konan, sem var primipara, tæplega fullgengin með, varð vör við, að fósturhreyfingar hættu, og var ekki heldur hægt að heyra fósturhljóð. Fæddi hún rúmri viku siðar lítið eitt macererað fóstur. Hin konan kom á sjúkrahúsið með barnið í burðarliðnum, og hefur það að likindum dáið í fæðingunni. 1 barn fæddist um 2 mánuðum fyrir tímann og var undir eins sent í fóstur á fæð- ingardeild Akureyrarspítala og mun hafa dafnað sæmilega. 3 börn fædd- ust vansköpuð á árinu: 1 með epispa- dia (móðirin fékk rauða hunda, er 4 mánuðir voru liðnir af meðgöngu- tíma), annað barnið vantaði eyra og hið þriðja var með klofinn góm og vör. 10 konum leystist höfn á árinu. Lágu þær allar á sjúkrahúsinu, og var gerð evacuatio uteri á 9 þeirra, en ein var gengin með fulla 6 mánuði, og var þar um að ræða abortus completus. Hún hafði mikla toxicosis og háan blóðþrýsting, en batnaði nokkurn veg- inn að lokum. Hofsós. 1 frumbyrja fékk fóstur- eitrun, bjúg, háþrýsting og eggjahvítu í þvagi seinustu 2 vikur meðgöngu- timans. Fékk meðferð í heimahúsum og fæddi eðlilega. 2 konum varð að gefa pitúitrín til að herða á fæðingu. Var það í bæði skiptin gefið IV2 klst. eftir að konan var orðin greið og gerð áður exploratio vaginalis. Hjá einni konu varð að kreista út fylgjuna með Credé-handtaki. Hafði í tveim fæðing- um áður orðið að sækja fylgjuna með hendi. 2 konur fengu ígerð i brjóst eftir fæðingu. Batnaði báðum vel, eftir að skorið hafði verið i meinin. 2 fóst- urlát er mér kunnugt um í héraðinu, 4 og 22 vikna. Ólafsfi. Ekkert stórvægilegt bar út af, og oftast um deyfingu að ræða. Akureyrar. Á það skal sérstaklega bent, að óvenjumargar konur hafa haft lækni við fæðingu, og stafar aukningin mest af þvi, að á árinu fæddu 227 konur á fæðingardeild sjúkrahúss Akureyrar, og var þar alltaf læknir viðstaddur. Allar kon- urnar lifðu, og heilsaðist þeim vel. Mjög lítið um, að fólk komi til lækna til að fá ráðleggingar viðvíkjandi tak- mörkun barneigna, og frekar eru það konur en karlar sem í þeim erinda- gerðum koma. Grenivíkur. Fæðingar gengu yfir* leitt vel. 4 konur fæddu á sjúkrahúsi Akureyrar vegna heimilisástæðna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.