Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Side 144
1955
— 142 —
febrúar fæddist annað barn með sams
konar vanskapnað, og virtist þar vanta
3 vikur upp á tíma. Mjög athyglisvert
er, að feður téðra barna eru bræður,
og þau virðast hafa komið undir um
svipað leyti. Sömu foreldrar höfðu
áður eignast börn (2 hvor hjón), sem
reynast heilbrigð. Eigi kunnugt um
slikan vanskapnað í ættum foreldr-
anna. 3 fósturlát mér kunn; engar telj-
andi komplikationir.
Búða. Mín oftast vitjað vegna óska
um deyfingu eða til að herða á sótt.
Framdráttur gerður í eitt skipti vegna
sitjandafæðingar á siðara tvíbura.
Fylgju þrýst út nokkrum sinnum með
Créde. Kunnugt um 2 fósturlát.
Djúpavogs. Fæðingar allar eðlilegar.
Tók tvisvar á móti barni, annars við-
staddur til að deyfa. Einu sinni sótt-
leysi (42 ára multipara). Gefið pet-
hidin og seinna pitusol. Gekk kon-
unni þá vel að fæða. Kona i Breiðdal
fékk mikla blæðingu um þrem vikum
eftir fæðingu. Var orðin mjög blóðlítil
og máttfarin, þegar ég sá hana. Blæð-
ing stöðvaðist eftir methergíngjöf, og
konan fékk 500 cc af macrodex, sem
hún hresstist vel af. Nokkrum tímum
seinna byrjaði aftur mikil blæðing.
Var hún þá send í flugvél til Reykja-
víkur. 1 fósturlát. Engin aðgerð nauð-
synleg í sambandi við það. Sveinbarn
fæddist vanskapað: pes equinovarus
bilateralis. Strax sent til Reykjavíkur.
Hefur farið vel fram við meðferð.
Vestmannaeyja. Öll börn fæddust
lifandi, en síðan dóu 5 skömmu eftir
fæðingu. 4 þessara barna voru ófull-
burða og þar af eitt vanskapað. Að
öðru leyti gengu fæðingar yfirleitt vel.
Keisaraskurður var ekki gerður á ár-
inu, og er það nýlunda. Töng var lögð
á tvisvar vegna sóttleysis og tvisvar
sótt fylgja. Blöðruegg var skafið út
einu sinni og einu sinni gert við
utanlegsþykkt. Mér er kunnugt um 6
fósturlát. Abortus provocatus var ekki
gerður. Læknir oftast viðstaddur til
að deyfa kollhríð. Þríburar fæddust
einu sinni, og lifðu þeir allir til tveggja
mánaða aldurs, en þá dó einn, sem
alltaf hafði verið pasturslítill. Tvíbur-
ar fæddust einu sinni og heilsaðist
vel. Öllum konum heilsaðist vel. Við
athugun á brjóstmötun ungbarna kom
í ljós, að meðalbrjóstmötunartími var
tæpir 2 mánuðir.
Eyrarbakka. Kona dó rúmri viku
eftir fæðingu. Hún ól tvibura, og gekk
fæðingin mjög vel. Læknir ekki við-
staddur. 17 klukkustundum eftir fæð-
inguna fékk konan krampaflog (ec-
lampsia post partum), síðan meðvit-
undarleysi (coma). Hún var flutt á
fæðingardeild Landsspitalans og lézt
þar eftir viku.
Laugarás. Kona fæddi andvana mey-
barn um 32 vikna. Var látið fyrir 2—3
dögum. Ein mjög erfið tangarfæðing.
V. Slysfarir.
Slysfaradauði og sjálfsmorð á sið-
asta hálfum áratug, teljast sem hér
segir:
1951 1952 1953 1954 1955
Slysadauði 92 71 90 70 08
Sjálfsmorð 18 17 12 19 23
Rvík. Slys urðu 22 mönnum að fjör-
tjóni á árinu, en 8 frömdu sjálfsmorð,
og 1 féll fyrir hendi annars manns.
í umferðarslysum meiddust samtals
222, þar af létust 7, og auk þess dó
1 maður af afleiðingum bifreiðarslyss
á fyrra ári. 2 drengir, 3ja og 5 ára,
voru að leika sér á sleða á Ásvalla-
götu, er bifreið ók yfir þá, og létust
þeir báðir samstundis. 5 ára stúlka
varð fyrir vörubifreið og lézt þegar í
stað. 8 ára drengur varð fyrir bifreið
á Reykjanesbraut og lézt í I.andsspít-
alanum nokkrum klukkustundum síð-
ar. Danskur maður, 32 ára, var á gangi
á götu í útjaðri Reykjavíkur í myrkri,
er bifreið ók aftan á hann. Hann lézt
í Landsspítalanum fáum stundum síð-
ar. 48 ára gamall maður varð fyrir
bifreið og hlaut opið brot á hægra fót-
legg. Hann fékk seinna æðabólgu i
fótinn og enn síðar endurtekna blóð-