Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 148
1955
146 —
karlmaður fór inn i brennandi hús,
er hann bjó í, meS það fyrir augum
að bjarga einhverju af eigum sínum.
Hafði reykgrimu. Eftir litla stund
fundu brunaliðsmennirnir hann með-
vitundarlausan á gólfi herbergisins.
Hafði hann þá annað hvort tekið af
sér eða misst reykgrímuna og var
einnig nokkuö skorinn af glerbrotum.
Fljótlega tókst þó að vekja hinn slas-
aða til meðvitundar, og hlaut hann
ekki varanlegt mein af þessu. Mun
hann hafa verið undir áhrifum áfeng-
is, er þetta geröist. 76 ára kona datt
á hálku og hlaut hrygg- og handleggs-
brot. 78 ára kona datt á gólfinu heima
hjá sér og hlaut mjaðmargrindarbrot.
Grenivíkur. Slysfarir ekki stórvægi-
legar, en nokkuð um minna háttar
meiðsli. Drengir voru að leikjum inni.
Datt einn þeirra á miðstöðvarofn,
sprakk fyrir við hársrætur og neðan
við auga. Drengur datt á miðstöðvar-
ofn í sundklefa, fékk ca. 2 sm skurð
á höfuð. 4 ára gömul stúlka var að
hlaupa á sléttri grund, datt, brákaði
fót ofan við ökla. 6 ára drengur var
i áflogum við eldra bróður sinn, hras-
aði, en um leið hrökk í sundur fót-
leggur. 4 ára óviti var einn í herbergi,
þar sem var þvottavél með vindu, sem
gengur fyrir rafmagni. Barninu tókst
að koma henni af stað, klemmdi það
vinstri handlegg sinn illa í vindunni,
hönd og framhandleggur marðist, en
stórt sár í olnbogabót og næstum þvert
yfir handlegg neðan við olnbogalið-
inn. Drengur, er var að hjálpa til að
rífa þak af skemmu, skildi eftir rif-
járn á þakbrúninni, en er hann fór
niður af þakinu, rann járnið niður af
þvi og lenti á augabrún drengsins;
sprakk þar fyrir. Miðaldra maður stóð
aftan á tractor, datt af honum við
steinstétt, kom niður á öxlina á stétt-
ina og viöbeinsbrotnaði. Unglingspilt-
ur var við steypuvinnu að aka hjól-
börum eftir ca. 2% mannhæðarpalli;
rak hann hjólbörurnar í uppistöður
hans með þeim afleiðingum, að hann
hentist fram af pallinum og hjólbör-
urnar á eftir, sem lentu rétt hjá hon-
um. Snerist hann um ökla og marðist
á mjöðm. Auk framantalins 5 rifbrot,
fract. radii 1, smábrunar 5, sár 11,
skurðir 12, aðskotahlutir 5, stungur 2,
tognanir 6, mör 5 og mör og togn-
anir 6.
Breiðumýrar. Óvenjumörg slys, sem
meira háttar geta talizt, þar af eitt
dauðaslys. Miðaldra bóndi, sem var
að ganga við fé, drukknaði niöur um
ís á stöðuvatni. Ung kona var að hjóla
á karlmannsreiöhjóli. Hún lenti á hlið-
stólpa og kastaðist fram á slána á
hjólinu. Fékk vulnus contusum labii
minoris með mikilli blæðingu. Hestur
fældist fyrir rakstrarvél og endaöi
með því, að vélinni hvolfdi. Unglings-
piltur, sem á vélinni sat, marðist mik-
ið á baki og handleggjum og fékk
taugaáfall. ÖSru sinni fældist hestur
fyrir rakstrarvél, og 12 ára drengur,
sem á vélinni sat, datt fram af henni
og lenti á tindana. Hesturinn fór svo
með hann í vélinni ca. 150 metra.
Drengurinn var mjög illa leikinn eftir
tinda vélarinnar, stunginn frá hnakka
niður á hæla. Kona á níræðisaldri
datt á gólfi og fékk fract. Collesi.
Kona fór óvarlega með benzin og eld.
Brenndist mikið á andliti og höndum.
8 ára drengur datt af hesti og brotn-
aði um olnboga. Maður, sem var að
vinnu við brennistein austan Náma-
fjalls, lenti með fót í leirhver í nátt-
myrkri og skaðbrenndist. Auk þess
fjöldi minna háttar slysa.
Þórshafnar. Slys voru fá. Vulnus
sclopetarium thoracis 1: Piltur um
tvítugt var að rétta bróður sinum hlað-
inn riffil, haldandi um hlaupið, er
vísaði beint á brjóstið. Riffillinn rakst
í, og hljóp skotið ca. 2 sm til vinstri
við sternum í 3. rifjabil, en mun hafa
farið gegnum brjóstholið á ská lateralt
og stöðvazt á herðablaði. Lungað mun
hafa sloppið, þar eð hann hafði ein-
mitt verið blásinn vinstra megin deg-
inum áður. Sendi sjúkling þenna á
sjúkrahúsið á Akureyri. Ambustiones
5, þar af brenndust 3, er ammóníak-
kútur sprakk í frystihúsinu, en á hann
vantaði öryggisloka. Vulnus incisum
cum transcisione tendinis pollicis si-
nistri 1: Skar sig á búrhníf. Vulnus
contusum pedis cum transcisione ten-
dinis digiti V 1: Fékk þungt stykki
niður á ristina. Fract. pertrochante-
rica 1: Kona um sextugt datt á eld-