Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Síða 160
1955
— 158 —
áður. Pláss yfrið nóg, en hins vegar
er sjúkrahúsið orðið gamalt og að
ýmsu leyti á eftir tímanum, að því er
snertir fyrirkomulag og innréttingu,
og rekstur því dýr og erfiður. Aftur
á móti er húsinu vel við haldið og
tæki endurnýjuð eftir þörfum. Nýlega
hefur verið sett þar upp fullkomið
skurðborð, nýtt sótthreinsunartæki
(autoclav) keypt, og fyrirhugað er að
kaupa nýtt röntgenmyndatökutæki,
sem væntanlega verður komið i not-
kun á næsta ári.
Keflavíkur. Sjúkrahúsið tók til
starfa í nóvember 1954 og hefur starf-
að að fullum krafti síðan. Hvert
sjúkrarúm skipað. Nú er annað starfs-
ár sjúkrahússins að byrja, og tel ég
fulla reynslu komna á, að sjúkrahúsið
er þegar í byrjun of lítið, og mun
varla verða komizt hjá þvi á næsta
ári að byggja ofan á viöbygginguna.
Mun fást við það nokkur stækkun,
enda mun það fyrirhugað.
B. Sjúkrahjúkrun. Heilsuvernd.
Sjúkrasamlög.
H júkrunarfélög.
1. Hjúkrunarfélagið Líkn í Reykja-
vík gerir svofellda grein fyrir störfum
sinum á árinu:
Árið 1955 störfuðu bæjarhjúkrunar-
konur Líknar, 3 að tölu, hjá félaginu
til septembermánaðar, en fluttust þá
til Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur.
Á tímabilinu janúar til september 1955
fóru þær i 5044 sjúkravitjanir. Við
Berklavarnarstöðina störfuðu 3 hjúkr-
unarkonur, 1 afgreiðslustúlka og stúlka
við myndatöku. Rekstrarkostnaður
Berklavarnarstöðvar og heimilishjúkr-
unar var kr. 411205,09 fyrir árið 1955.
Styrktarfélögum fækkaði niður í 40
manns á árinu.
2. Hjúkrunarfélag Ólafsvíkur. Rek-
ur röntgentæki til gegnlýsinga. Er
tækið í umsjá héraöslæknis.
3. Hauðakrossdeild Akuregrar
(starfsskýrsla fyrir árið marz 1954—
marz 1955).
Starfsemi deildarinnar með líku
sniði og undanfarin ár. Sjúkrabifreið
deildarinnar flutti alls 324 sjúklinga
á árinu, 216 innanbæjar og 108 út um
sveitir. Ljósastofan starfaði yfir vetr-
armánuðina eins og áður. Árið 1955
nutu þar Ijósbaða 15 fullorðnir i 275
skipti og 67 börn i 1402 skipti eða 82
í 1677 skipti. Er þetta heldur minna
en árið áður, enda hallinn af þessum
rekstri nú það mestur, sem hann hef-
ur verið, eða kr. 6821,65 á móti kr.
5256,37 s. I. ár. Deildin gekkst fyrir
tveim fjársöfnunum á árinu til styrkt-
ar bágstöddum. Fyrri fjársöfnunin var
til styrktar fjölskyldu bóndans á Más-
stöðum í Skíöadal, en hann fórst í
snjóflóði fyrra hluta vetrar. Nam söfn-
un þessi kr. 82467,17. Þá vildi það slys
til, að bóndinn á Hjaltastöðum, sem
standa hinum megin i dalnum, rétt á
inóti Másstöðum, fórst einnig í snjó-
flóði á Þorláksdag. Lét hann eftir sig
konu og 5 börn í ómegð, og fjárhagur
heimilisins slæmur. Þótti ekki fært að
gera svo upp á milli þessara nágranna
að sýna ekki einhvern lit á að hjálpa
einnig fjölskyldunni á Hjaltastööum.
Gekkst því deildin einnig fyrir fjár-
söfnun henni til styrktar, en varð nú
því miður ekki eins vel til, enda hin
söfnunin nýafstaðin og tíminn miklu
óhentugri í byrjun ársins, þegar einna
óhægast er um hjá mörgum. Safnaðist
á vegum deildarinnar kr. 31601,25.
Merkjasalan á öskudaginn gekk sæmi-
lega, og seldust merki á Akureyri og
í nágrenni fyrir kr. 12384,00. Var þaö
þó heldur minna en árið áður. Sölu
í bænum önnuðust börn úr barnaskól-
anum. Deildin seldi á árinu, með sam-
þykki Slysavarnarfélagsins, flugvél þá,
sem Slysavarnarfélagið hafði gefið
deildinni og slysavarnardeildunum
hér fyrir norðan. Var innborgað and-
virði hennar lagt í sjúkraflugvélar-
sjóð deildarinnar, og nam innstæða
hans við áramót kr. 90040,85. Þá er
enn ógreitt af verði flugvélarinnar kr.
5000,00, sem leggst í sjóðinn, þegar
greitt verður. Enn fremur var á síö-
asta aðalfundi R. K. í. samþykkt að
leggja fram úr félagssjóði kr. 25000,00
til sjúkraflugvélar Akureyrardeildar-
innar. Væri þá alls tiltækt úr sjóðnum
rúmlega 120 þúsund krónur. Deildin
naut nokkurs fjárstyrks frá sömu að-
ilum og áður. Félagar í árslok 1955