Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Síða 164
1955
— 162 —
með „triimmunol“ gegn barnaveiki,
kikhósta og stifkrampa. Við skoðun
fundust þessir kvillar: Blóðleysi 3,
húðsjúkdómar 7, létt beinkröm 4,
kverklar stækkaðir 2, hálseitlar stækk-
aðir 1, munnbólga 1, kviðslit 3, flat-
fótur 3. Meðalbrjóstmötunartími þeirra
barna, sem á stöðina komu, var 1,9
mánuður. Farið var í 338 vitjanir til
ungbarna á 129 heimili.
Sjúkrasamlög.
Samkvæmt skýrslum Trygginga-
stofnunar ríkisins voru í árslok 225
sjúkrasamlög í landinu með samtals
95153 skráðum samlagsmönnum, í
kaupstöðum 60025 (þar af í Reykja-
vík 37874), en utan kaupstaða 35128.
Skráðir sjálfstæðir samlagsmenn eru
aðeins fullorðið fólk (þ. e. 16 ára og
eldra), en yngra fólk er tryggt með
foreldrum sínum eða fósturforeldrum.
Ólafsvíkur. Varla nokkur kona mun
enda svo sína meðgöngu, að hún komi
ekki til læknis a. m. k. einu sinni til
ýtarlegrar skoðunar. Einnig má það
jákvætt atriði teljast, hve héraðslækn-
ir (og meina ég þó héraðslækna yfir-
leitt) er kunnugur högum og ástandi
i sínu héraði, og er spurning, hvort
heilsuverndarstöð næði þar betra
árangri, því að á öllum (eða flestum)
heimilum er læknirinn heimagangur.
Hjúkrunarfélag Ólafsvíkur á röntgen-
tæki í varðveizlu héraðslæknis. Vegna
plássleysis í húsi hans verður að
geyma það úti í skólahúsi.
Flateyrar. Ljósböð á vegum Maríu-
sjóðs eins og áður. Ég keypti á
árinu diathermitæki, loftbrjóstaðgerð-
artæki, súrefnisgrímu og sótthreins-
unarskáp, svo og helztu nauðsynleg
áhöld, sem sjúkraskýlið vanhagaði um.
Ólafsfj. Mánaðargjald sjúkrasamlags
var út árið aðeins kr. 18,00, sennilega
lægsta gjald í kaupstað. Óhjákvæmi-
legt að hækka við áramót. Þar sem
ekki hefur enn verið stofnuð heilsu-
verndarstöð, eins og vera ber, annast
ég heilsuverndarstörf jafnframt dag-
legum störfum. Þó nokkrar gegnlýs-
ingar á árinu.
Akureyrar. Starfandi sjúkrasamlög í
öllum hreppum héraðsins.
Grenivíkur. Hækka þurfti samlags-
gjöldin á árinu og afkoma samlaganna
þó ekki of góð.
Seijðisfj. Hjúkrun sjúkra fer nær
eingöngu fram í sjúkrahúsinu, því að
bæjarhjúkrunarkona hefur aldrei ver-
ið hér. Iðgjöld sjúkrasamlaga hér fara
síhækkandi, eins og í öðrum samlög-
um. Heilsuverndarstarfsemi aðallega
innifalin í daglegu starfi læknisins,
auk þess í eftirliti með vanfærum kon-
um og ungbörnum. Berklavarnarstarf-
semi hagað á sama hátt og áður, og
þó að lítið sé orðið hér um berkla-
veiki, lætur maður hana ekki líða sér
úr minni.
Kirkjubæjar. Samlagsgjöld afarmis-
jöfn eftir hreppum, alltaf hæst, þar
sem skemmst er til læknis.
Vestmannaeyja. Hús það, sem bær-
inn keypti á síðast liðnu ári fyrir
heilsuverndarstöð, hefur nú verið að
kalla byggt upp að nýju, því að þegar
hafnar voru þær breytingar á húsinu,
sem nauðsynlegar þóttu og í fyrstu
var talið, að yrðu mjög auðveldar,
komu í ljós svo miklir gallar á hús-
inu, að nauðsynlegt reyndist að gera
á því svo gagngerðar endurbætur, að
ekki stóðu nema útveggir óhreyfðir.
Þetta tók allt langan tíma, en nú um
áramótin mun þó húsið tilbúið til not-
kunar. Nú er í fyrsta sinn reynt að
telja fram meginið af berklaeftirlits-
starfi heilsuverdnarstöðvarinnar, en
þó mun það tæplega fulltalið enn,
vegna þess að ekki gefst tími til að
skrá allt, þegar mest er að gera,
og reynt er að ná til sem flestra að-
komumanna með raunhæfar rannsókn-
ir, sem byggjast fyrst og fremst á við-
tækum berklaprófum í skólum, á ung-
barnastöð og á vinnustöðvum vertíð-
arfólks, en síðan er allt jákvætt fólk
röntgenskyggnt.
C. Rannsóknarstofa Háskólans.
Prófessor Niels Dungal hefur gert
eftirfarandi skýrslu um störf hennar
á árinu 1955: