Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Qupperneq 175
— 173 —
1955
byggður til aS sinna þessu hlutverki,
og er það mikill þrifnaðarauki. Aukið
var verulega við vatnsveitu Akraness
með þvi að taka vatn úr Berjadalsá,
en ekki er fullgengið frá því verki.
Reykhóla. 2 íbúðarhús voru byggð
á árinu.
Flateyrar. 5 hús voru í smiðum í
Súgandafirði og 5 hús á Flateyri, og
þar af reisti Kaupfélag Önfirðinga
nýtt verzlunarhús, tvílyft. Á efri hæð
skrifstofur, fundaherbergi, vefnaðar-
og matvörubirgðir. Á neðri hæð eru
þrjár deildir: Brauð- og kjötdeild með
kæliborði, áföstum kæli og frysti-
klefa. Við hliðina er matvöru- og
vefnaðarvörudeild. Inn af búðinni er
sundurvigtunarklefi, herbergi deildar-
stjóra, snyrtiherbergi og vörugeymslu-
skemma. Þrifnaður utan húss hefur
ekki verið góður á Flateyri siðast
liðið ár. Úrgangur frá ishúsinu óvenju-
mikill, vegna þess að ólag var á beina-
mjölsverksmiðjunni. Mikið af húsum í
smiðum. Velmegun og þar af leiðandi
meira rusl frá fólki.
Bolungarvíkur. Alltaf er hér talsvert
um byggingarframkvæmdir, aðallega
þó af hálfu einstaklinga til ibúðar. 1
ársbyrjun 1954 var hér stofnað mjólk-
ursamlag með leyfi mjólkureftirlits
ríkisins, og annast Kaupfélag ísfirð-
inga eða útibú þess á staðnum sölu
mjólkurinnar. Er því að visu i ýmsu
ábótavant, eins og verða vill, þar sem
um gerilsneyðingu er ekki að ræða
og mjólkurmagn af skornara skammti,
en forráðamenn þess munu hafa góð-
an hug á að gera sitt bezta til að vel
fari, og fram til þessa hefur rekstur-
inn gengið vankantalitið.
Súðavikur. Ekki hefur enn verið
bætt úr þörf viðunandi vatnsveitu fyr-
ir Súðavik, og lítið er þar bætt úr
lélegum hibýlakosti. Þó er barnaskóli
nú starfræktur i nýjum og vönduðum
húsakynnum.
Hvammstanga. Allmikið um nýbygg-
ingar á Hvammstanga og í sveitunum;
vinna menn einkum sjálfir við bygg-
ingar sínar, en litið aðkeypt vinnuafl.
Þrifnaður er mjög misjafn, víða til
fyrirmyndar, en á stöku stað er hon-
um mjög ábótavant.
Höfða. Húsakynni og þrifnaður
hvort tveggja sæmilegt. Ekkert hefur
verið byggt af nj'jum húsum i þorp-
inu árið 1955, enda ekki von, þar sem
mörg íbúðarhús standa auð.
Sauðárkróks. Á Sauðárkróki var
lokið byggingu einnar íbúðar (byggð
hæð ofan á einnar hæðar hús).
Hofsós. Við lauslega athugun telst
mér svo til, að á Hofsósi séu 28 íbúð-
ir, sem engan veginn svara þeim kröf-
um, sem almennt eru gerðar til
mannabústaða, en 31 íbúð, sem hægt
er að telja íbúðarhæfa. Flestar hinna
óliæfu íbúða eru gömul timburhús eða
skúrar, sem ógerningur er að hita upp,
óþétt, ómáluð og illa hirt. í allmörg-
um af þessum íbúðum búa stórar fjöl-
skyldur og þrengsli þvi mikil. í sveit-
unum er ástandið mun betra. Þar hafa
á seinustu árum verið reist sæmilega
vönduð steinhús. Við lauslega athugun
virðast mér þar 17 íbúðir óhæfar, en
um 140 hæfar. Á Hofsósi eru 4 íbúð-
arhús í smíðum og 2 í sveitunum, auk
þess kirkja og verzlunarhús á Hofsósi.
2 íbúðarhús voru tekin i notkun á
árinu, annað á Hofsósi, hitt í Haga-
nesvík.
Ólafsfj. 4 ný hús komust undir þak
á árinu og 1 fullgert. 1 hús stækkað
og endurbætt. Utanhússþrifnaði við
aðgerðarpláss á fiskverkunarstöðvun-
um ábótavant.
Akureyrar. Mikið hefur verið um
byggingarframkvæmdir á Akureyri
síðastliðið ár. Voru á árinu fullbyggð
23 íbúðarhús úr steini eða steinsteypu
og eitt timburhús. Alls eru í þessum
húsum 40 íbúðir. Þá hafa verið gerð
3 geymsluliús, 15 bílskúrar, gerðar
breytingar á 5 eldri húsum án rúm-
málsaukningar, 8 smágeymsluhús og
verkstæði. 29 ibúðarhús eru komin
undir þak, og i þeim verða 46 íbúðir.
Byrjað er á 14 ibúðarhúsum, og í
þeim verða 18 ibúðir. Byggingarfram-
kvæmdum við Ullarverksmiðjuna Gefj-
un er að mestu lokið. Heimavistarhús-
ið við Menntaskólann er langt komið
og verið að fullgera sundlaugarhúsið
við Þingvallastræti. Þá er í smiðum
stórt hraðfrystihús hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa h/f, og Kaupfélag Eyfirð-
inga er að stækka frystihús sitt á Odd-
eyrartanga. Umgengni mun viðast