Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Qupperneq 201
Dagana 16.—25. júlí síðast liðinn
var á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unarinnar haldin ráðstefna i Spa í
Belgiu til að fjalla um slys á börnum.
Ráðstefnuna sátu fulltrúar frá 21 landi
i Evrópu.
Grein þessi er rituð eftir heimkomu
af ráðstefnunni. Henni er vitaskuld
ekki ætlað að vera nein tæmandi
greinargerð um slysfarir. Hér verður
aðeins stiklað á stóru og margt undan
fellt með öllu. Þó að stuðzt sé við
heimildir og skoðanir, sem fram komu
á ráðstefnunni, er greinin ekki skýrsla
um niðurstöður af umræðum og ekki
heldur einskorðuð við slys á börnum.
Heimildir mínar að öðru leyti eru
Accidents in Childhood og Accident
Mortality among Children, hvort
tveggja gefið út af Alþjóðaheilbrigð-
isstofnuninni, Manntalsskýrslur Hag-
stofu íslands og Heilbrigðisskýrslur
landlæknis. Að tilmælum minum lét
hagstofustjóri, Klemenz Tryggvason,
reikna út íslenzku tölurnar í töflum
III og V, og kann ég honum beztu
þakkir fyrir.
Á síðustu áratugum hefur mann-
dauði í menningarlöndum af völdum
sjúkdóma farið ört minnkandi á bezta
skeiði ævinnar, og hefur að þessu
stuðlað mjög margt, sem hér verður
ekki rakið. Viðleitni manna við að hafa
hemil á slysum hefur á hinn bóginn
borið miklu minni árangur. Þau líkj-
ast marghöfðuðum þurs: þegar eitt
höfuð er höggvið af, vex annað í
staðinn. Þó að tekizt hafi að miklu
leyti að uppræta tilteknar hættur og
aðrar hafi að kalla horfið af sjálfu
sér vegna breyttra lífshátta, hefur hin
öra tækniþróun skapað nýjar í stað-
inn. Menningin hefur í senn búið
mönnum áður óþekkt öryggi og áður
ókunnar hættur. Þótt slysfarir hafi ef
til vill óvíða aukizt að ráði og sums
staðar minnkað nokkuð, hefur stór-
lækkuð dánartala af völdum sjúkdóma
óbeint orðið til þess að skipa slysum
í efsta sæti banameina framan af ævi.
Eins og nú standa sakir, eru slys al-
gengasta dánarorsök í menningarlönd-
um frá 1 árs aldri og fram á fullorð-
insár, sums staðar fram að fertugs-
aldri. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hef-
ur nú meðal annars uppi viðleitni
við að beina athygli þjóða í enn rikari
mæli að slysförum, orsökum þeirra og
tildrögum og tiltækilegum varnarráð-
stöfunum, Ráðstefnan í Spa var þáttur
i þeirri viðleitni.
Hér á eftir eru birtar töflur um
slysfarir í nokkrum löndum, þar á
meðal á íslandi. Við samanburð á
löndum verður að hafa i huga, að ís-
lenzku tölurnar eru mjög lágar sökum
mannfæðar. Þær geta þvi fremur en
tölur fjölmennra þjóða sveiflazt til, ef
tekin eru stutt tímabil i einu, með því
að t. d. eitt sjóslys getur valdið mikilli
hækkun. Þetta á þó alveg sérstaklega
við, þegar hver aldursflokkur er reikn-
aður sér. Eigi að síður gefa tölurnar
mynd af ástandinu á því tímabili, sem
um er að ræða hverju sinni.
Tölurnar á töflu I sýna, hve slysa-
dauði er hlutfallslega mikill á íslandi,
borið saman við önnur lönd i Evrópu.
Tímabilin 1939—1942 og 1943—1946
taka að vísu yfir styrjaldarárin, og
þó að dauðaslys af hernaðaraðgerðum
séu ekki talin hér með, eru hinar háu
tölur frá þessum árum sennilega að
einhverju leyti afleiðing styrjaldar-
innar og þess ástands, sem skapaðist
við liersetuna. En jafnvel þótt þessum
árum væri sleppt úr, eru tölurnar fyrir