Studia Islandica - 01.06.1967, Qupperneq 106
104
mættust, að minnsta kosti nokkurn veginn sem jafnokar.
2. Þeir voru margir. „Einkum voru margir landnámsmenn
tengdir Suðureyjum,“ segir Jón Jóhannesson.1 3. Þeir
bjuggu, ef trúa má Landnámu, að einhverju leyti samfellt
á vissum svæðum, til dæmis í Landeyjum og á Kjalarnesi.
4. Þjóðfélagsstaða þeirra var hin sama og annarra landnáms-
manna. Atriði 2,3 og 4 hafa stuðlað að því, að sérkenni þeirra
í orðafari og sagnageymd hafi lifað og breiðzt út. Það er
ljóst, að mörg, ef til vill öll, gelísk tökuorð í íslenzku hafa
borizt með þessum mönnum, og ekki er ástæða til að ætla
annað um hugsanleg sagnaatriði.2
Á síðari hluta þessa tímabils, eftir landnámsöld, hafa kelt-
nesk sagnaatriði getað borizt til Islands meðan samband var
við löndin fyrir vestan haf, annaðhvort beint eða um Noreg.3
Má líta á nokkur atriði, sem minna á þetta.
I Eiríks sögu rauða segir frá Þórhalli, þegar skip hans rak
upp á írlandi. I Skálholtsbókartexta segir: „þa let. Þorhallr
lif sitt.“ En i Hauksbókartexta segir: „let Þorhallr þar lif sitt
eftir þvi sem kavpmenn hafa sagt.“ 4 Vafalítið er þetta við-
bót Hauks Erlendssonar, og þetta minnir á, hvað var eðli-
leg fréttaleið.
I Jóns sögu Gunnlaugs mimks er merkileg frásögn rnn
Gísl Illugason, sem var á Irlandi með Magnúsi Erlingssyni
1102-1103. Sagan segir, að hann hafi verið formaður fyrir
1 Jón Jóhannesson 1956, 29.
2 Mörg sömu tökuorðin koma ekki aðeins fyrir i islenzku, heldur
einnig i færeysku og í norsku. Það bendii til þess, að þau hafi breiðzt út
frá nýlendum norrænna manna fyrir vestan haf og mælir fastlega á móti
þvi, að þau hafi verið tekin upp i islenzku úr máli gelískumælandi manna
hér á landi. Sjá um þetta einkum Chr. Matras 1958, 89-99, en hann nefn-
ir einnig þjóðfræðileg atriði í þessu sambandi. Eitt tökuorð má með nokkr-
um likum rekja til vestræns landnáms, sem Landnámabók segir, að hafi
verið í Landeyjum, Helgi GuSmundsson 1966-67, kafla X. Þess ber sér-
staklega að gæta, að rannsóknir á gelískum tökuorðum benda til skozks
uppruna þeirra. Samband virðist því einkum hafa verið við Skotland og
skozku eyjarnar. Það kemur heim við athuganir fornleifafræðinga, Krist-
ján Eldjárn 1956, 323, Gísli Gestsson 1959, 67, Kristján Eldjárn 1966, 70.
3 Sbr. Irlandslýsinguna í Konungsskuggsjá.
4 Sven B. F. Jansson 1945, 68.