Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 24
22
Lengi ek sat
Lyfjabergi á,
beið ek þín dœgr ok daga;
nú þat varð,
er ek vætt hefi,
at þú ert kominn, mögr! til minna sala.
Þrár hafðar
er ek hefi til þíns gamans,
en þú til míns munar;
nú er þat satt,
er vit slíta skulum
ævi ok aldr saman.“
III.
TENGSL GRÓGALDURS OG FJÖLSVINNSMÁLA
Ekki er mér kunnugt, að í handrittmi Grógaldurs og
Fjölsvinnsmála geti að líta nokkur merki þess, að skrifar-
amir hafi rennt grun i, að þessi kvæði væru skyld, þ.e.
fjölluðu um tvo þáttu eins söguefnis. Sama máli gegnir
um þá menn, sem gáfu út eddukvæðin í fyrsta sinn.1 Þann-
ig stendur í neðanmálsgrein um efni Grógaldurs, að þar
muni vera sagt frá því, að höfðingi nokkur hafi sent hinn
unga svein forsendingu á fund risa eða kontmgs nokkurs,
en hitt má þó lesa greinilega í textamnn, að átt sé við álög,
og er það stjúpa sveinsins, sem sendir hann. Þetta tvennt,
forsending og álög, getur fljótt á litið verið snoðlíkt, en
íslenzkar sagnir sýna þó greinilega, að það er í eðli sínu
sitt hvað. Álög geta haft í sér fólgin hamskipti, og er það
óskylt forsendingu, en önnur tegund álaga er sú, að ekki sé
rætt um hamskipti, heldur eins konar dáleiðsluskipun, sem
1 Sjá Edda Sæmundar hins fróða, II, 1818, bls. 536-537 nm.