Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 111
109
verið töfrum gæddar. En vitaskuld er allur heimur þessa
fólks, bæði í Grógaldri og Fjölsvinnsmálum, töfrum bland-
inn.1
Svo er að sjá á 38. v. sem meyjar Menglaðar hafi verið
níu að tölu og hafi hún, drottning þeirra, verið hin tíunda
í hópnum. Hér kemur að venjum um tölur, sem eru harla
merkilegar.
Níu er þrífeldi af tölunni þrír, en það var heilög tala í
fomri norrænni trú. Þarf ekki annað en minna á föru-
nautana Óðin, Vilja og Vé eða Cðin, Lóður (Loka),
Hæni.2 Enn samgrónari eru þrjár konur eða meyjar, svo
sem nornir, valkyrjur o.s. frv.3 Nokkur dæmi eru um
töluna níu,4 og er þar stundum að ræða um kvenver-
ur eða þá tímabil eða hluti. tJr máli síðari tíma mætti
nefna fleiri dæmi um töluna níu.5 Rétt þykir að nefna
það, að á Friðþjófssögu (1893) er getið um átta meyj-
ar auk Ingibjargar Beladóttur, hofgyðjur í Baldurshaga.
Þetta virðist mér skiljanlegt, þó að aðalrelgan sé sú, að
meyjarnar séu níu auk yfirboðara sins (drottningar sinn-
ar), er hugsanlegt, að hún sé stundum talin með þeim,
svo að þær séu frá því sjónarmiði séð tíu. Annað er einnig
hugsanlegt, að meyjamar séu átta auk aðalhofgyðjunnar,
og sé þá litið svo á, að þær séu allar saman níu. Slík frávik
má hugsa sér, einkum í sögnum, sem em yngri, ef til vill
miklu yngri, en hinar gömlu trúariðkanir; kunna þá minn-
ingamar um reglurnar fomu að hafa skolazt til.
1 Sophus Bugge getur þess í útgáfu sinni, að í einu hdr. sé sagt, að
meyjamar „sitja“ fyrir knjám Menglaðar „sáttar saman“. Hér hafa
sum handrit „syngja" fyrir „sitja“, þar á meðal hdr. O. Er óhugsandi,
að það sé rétt?
2 Önnur dæmi hjá R. M. Meyer: Die altgermanische Poesie (1889),
bls. 75-77.
3 Sjá Meyer, sama rit, 75.
4 Meyer, bls. 79, Fritzner s. v. niu.
5 1 Fjölsvinnsmálum, 26. v. er getið um „njarðlása níu“ og auk
þess eru galdrar og ráð Gróu við son sinn níu.