Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 114
112
honum vopnaburð og riddaralist,1 en líklegast er sú saga
yngri en frásögn Galfrids af Monmouth. En þá eru til eldri
velskar heimildir, sem leiða hugann að Morgan og systr-
um hennar. f kvæði einu segir, að Artúr konungur og
menn hans sóttu eitt sinn að borg á eyju í hulduheimi; er
þar greint frá því, að Cai (Kæi) hafi rekið í gegn níu
galdrakonur á Ystafngwn-hæðum. 1 öðru velsku kvæði er
greint frá merkilegri ketilheimt í hulduheimi, er þar getið
níu meyja, sem blésu að hinum mikla katli. Þessi tvö
kvæði telur Kenneth H. Jackson vera frá þvi fyrir Norð-
menningatíma (á Bretlandi).2 Ekki er um það að fást, þótt
hér sé talað um galdrakerlingar; hofgyðjumar í eynni
Sena, sem víst vom fjölkunnugar, gátu auðveldlega misst
virðingu sína í síðari sögnum. f þessum heimildum er sama
talan níu, sem er margfeldi þrítölunnar, og kunnátta þess-
ara hofgyðja er með líku móti.
Ég ætla það sé Giraldus Cambrensis, sem segir á einum
stað, að Morgan sé dea quaedam phantastica. Hún er gyðja
eða hofgyðja á leiðinni til ævintýraveru. Ég hef áður haldið
því fram, að víða megi sjá trúarsögur, sem breytast í trú-
blandnar kynjasögur, en síðan í hrein ævintýri. Líkt þessu
getur að líta hér: fyrst er hofgyðjan, sem verður að kynja-
veru, sem þó er ekki svipt trúarhugmyndum, en verður að
lokmn dea phantastica, hrein ævintýrapersóna. Einhver-
staðar á þessari leið er líka Svipdagur og Menglöð.
Hér hafa nú verið raktar nokkuð líkingar þær, sem em
með írskum og íslenzkum heimildiun, þar sem álög era
upphaf, og langleiðisför kemur á eftir. Verður að telja
vafalaust, að hér gæti víða tengsla. Vitaskuld geta einstök
minni verið misjöfn, sum bera með sér harla mikla lík-
ingu, önnur óljósari og almennari. En úr því að ævintýrið
1 Mabinogion, þýðing Gwyns Jones and Thomasar Jones, bls. 198-
99.
2 Sjá Arthurian Literature in the Middle Ages, ed. by R. Sh.
Loomis, Oxford 1969, bls. 14, 16.