Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 26
24
kveikjandi neista í huga sér, þegar hann leit á orðin „móti
menglöðum“ annars vegar, og „Menglöð“ í Fjölsvinnsmál-
um hins vegar; auðvitað var villa í fyrra dæminu, og þeg-
ar hún er leiðrétt, fellur allt í ljúfa löð, og meginatriði
efnisins liggja nokkurn veginn Ijóst fyrir. Og þá verður
líka augljóst, að hér er um álagasögu að ræða, en ekki vana-
lega forsending. Þessi álög leysast ekki fyrr en alveg í lok
Fjölsvinnsmála. Þá þarf ekki í grafgötur tun það að ganga,
að hinn vitri naddgöfgi jötunn, sem sveinninn á að eiga
skipti við samkvæmt orðum móðurinnar (í Grógaldri), er
enginn annar en vörðurinn Fjölsviðnr. Orðið „jötunn“ um
hann kemm: heim við „flagð fyr forgörðum“, sem komu-
maður ávarpar svo. — Af síðara kvæðinu er ljóst, að ein-
hvers konar forspá eða draumur muni hafa gefið Menglöðu
og hennar liði vitneskju um, að hún ætti von á sveininum
Svipdegi, og þá sé öllum raunum þeirra og áhyggjum lokið.
Allir verðir og varnarráð til að verja komumönnum inn-
komu í höllina verða þá óþörf; hundamir grimmu fagna
honum og húsið lýkst upp sjálft og Menglöð tekur honum
fegins hendi.
En nú kemur annað til álita: hversu var kvæðinu hátt-
að, var það upphaflega miklu lengra eða brúaði frásögn
í óbundnu máli háða þáttuna? Ef htið er á Skímismál, sem
að ýmsu leyti er líkt þessrnn kvæðmn, mætti vel hugsa
sér, að þar hefði með nokkm móti skipzt á bundið mál og
óbundið. Hins er vert að gæta, að í kvæðum undir ljóða-
hætti tíðkast ekki bein frásögn, nema þá mjög seint (í
Sólarljóðum, en þar er slík bein frásögn lögð í munn þeim
manni, sem mælir fram efni kvæðisins svo sem það hefði
að miklu leyti verið reynsla hans sjálfs, líka Hávamál
II—IV). Er nú torvelt úr þessu að skera með vissu. Ef þvi
væri hreyft, að vera mætti, að söguefnið hafi verið svo
kunnugt, að fara hafi mátt yfir það svo fljótlega sem nú
er gert, þá vaknar óðara sú spurning, hvort efnið hafi í
raun og sannleika verið svo alkunnugt, að slíkt væri ekki
nokkuð hættulegt. Svo kemur til greina önnur röksemd,