Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 40
38
bæði á Islandi og í Noregi á 12. öld. Því er svo kveðið að
orði í Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd munk Snorrason,
að betra sé slíkt efni „með gamni at heyra en stjúpmœðra
sögur, er hjarðarsveinar segja, er engi veit, hvárt satt er, er
jafnan láta konunginn minnstan í sínum frásögnum."1
Um svipaðar sögur er að ræða í Sverrissögu, þar sem
sagt er frá hrakningum Sverris á fyrri árum hans, að það
væri líkt því, „sem í fomum sögrnn er sagt at verit hefði,
þá er konungabörn urðu fyrir stjúpmœðra sköpum“.2
Þessar heimildir eru frá eitthvað líkum tima og ætla má
œn Grógaldur og Fjölsvinnsmál, og er það nokkurs vert.
Heilleg saga um stjúpmóður sköp er Bjarkaþáttur, líklega
frá ofanverðri 13. öld, svo og rímur um sama efni (Bjarka-
rimur), sem em nokkuð yngri.3 1 þessmn ritum er greint
frá því, hversu stjúpan og konungur hittast, líkt og í ís-
lenzkum ævintýmm síðari alda, en þar er frásögnin nokk-
uð rækilegri. Sama er að segja um efni 22. kapítula Hjálm-
þérssögu, svo og um I. Hjálmsþérsrímu og I. og II. Bjarka-
rimu. Hér er að ræða um frásögn, sem er sjálfri sér lík í flest-
um heimildinn og með líku orðalagi, þó að eitt atriði falli
niður í einu tilbrigði, annað í hinu. Þessa gerð hef ég nefnt
A-gerð. Það er einkenni hennar, að kóngur sendir ráðgjafa
sína að biðja sér konu. Til er svo önnur gerð (B), þar sem
drottning kemur sjálf á fund hans, óvist hvaðan, svo sem
í 3. kapítula Bjarkaþáttar. Grógaldur greinir engin atvik
að því, hvemig faðir Svipdags kynntist henni.
I Bjarkaþætti og rímran segir gjörla frá athöfnum stjúp-
1 Saga Ólafs Tryggvasonar af Oddr Snorrason, udg. af Finnur
Jónsson, 1932, bls. 2.
2 Sverris saga etter Cod. AM 327, 4to. Utg. av Den Norske Histor.
Kildeskriftfond ved Gustav Indreba, 1920, bls. 7.
3 Bjarka þáttur og rimur eru prentaðar af Finni Jónssyni: „Hrólfs
saga kraka og Bjarkarímur" (Samfund), 1904; þátturinn auk þess af
S. Slay í „Hrólfs saga kraka“, 1960 (Ed. Amam, B, vol. 2). — Annars
er viða fjallað um Bjarkaþátt í ritum um norrænar hetjusögur. Um
rimumar Björn K. Þórólfsson: Rímur fyrir 1600, 1934, 345-51.