Studia Islandica - 01.06.1975, Side 89
87
Áður en farið er að gera samanburð á þessari frásögn,
eða réttara sagt, einstökum atriðum hennar, og einstökiun
atriðum í Grógaldri, þykir mér rétt að fara fáum orðum
tun meginefni hennar. Ég greini það sundur í þrjá kafla:
A, frásögnina af eykonunni Creide; — B1, leiðarvísan henn-
ar; — og B~, ferðasögu Arts frá híbýlum hennar til lands
Morgans.
Það svið, sem nú er lagt inn á, er fyrir mig líkt og hættu-
svæði Arts, þar sem spjótsoddar standa upp úr jörðixmi í
stað trjáblaða skógarins: ég kem inn á svæði, þar sem þekk-
ing mín er allsendis ónóg til að rekja sagnimar til róta.
Góðfús lesari mun þvi virða vel, þó að ég fari ekki langt
frá meginheimildum; það bíður annara, ef svo vill verða.
Ókimnugum manni kann þá að virðast einstætt, að tvö
meginefni ráði mestu í framangreindri frásögn. 1 A, þ.e.
frásögninni af eykonunni, virðist gæta mest áhrifa frá þeirri
tegund bókmennta, sem kallast imrama, en það em kynja-
fullar frásagnir, einkum um ferðir milli eyja í úthafinu eða
ferðir til „annars heims“, ef mönnum þætti mega kveða
svo að orði. — Aftur á móti virtist gæta í B2, ferðasögu
Arts, meira eða minna áhrifa frá opinberunarritum fom-
kristninnar sem blandast við imrama - sagnaefnin. Loks
er B1 (leiðarvísan eykonunnar) líklega í ætt við írskar
sagnir og kvæði, þar sem irskar hetjur fá að heyra forspár
um þætti úr ókominni ævi sinni (t.d. algengt í Kúhulins-
sögum). Kunnugir menn kunna eflaust að rekja þessi efni
miklu víðar og grafa miklu dýpra en hér verður gert. T.d.
er álitamál, hvort ekki sé stuðzt við suðrænan miðaldafróð-
leik um kvikindi þau, sem Art hittir á leiðinni (dýrabœkur
eða bestiaria).
Ef borin er saman A-sagan við Grógaldur, má sjá, að
efni er næsta ólíkt fyrst eftir að Svipdagur hefur orðið
fyrir álögunum. En eins og fyrr var sagt, gegnir eykonan
góða hlutverki, ekki alveg óskyldu þvi sem Gróa gerir í
íslenzka kvæðinu, þó að alhnikill sé munur á. Báðar era