Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 159
157
Þá eru nokkur mannanöfn, sem þangað eru sótt, og verður
komið að því síðar.
En saman við þennan meginþátt eru fléttaðir aðrir, sem
engan veginn mega teljast ómerkilegir, en það eru frá-
sagnir af Valvin riddara, Kórant skjaldsveini og Claudiu
kóngsdóttur. Heppilegt er að byrja á Valvin.
Valvin er einn frægasti kappi Artúrs kóngs. Ýmis til-
breytni er um nafnið í ýmsum málum og ýmsum stöðum,
en eins og fyrr var getið, kemur nafn hans ekki fyrir í
irskum fomsögum, svo að ég viti til, en ætla má, að til-
svarandi persóna sé kunn í Wales, en síðan barst nafnið
um löndin með Artúrskvæðum. Getið er þess, að hann var
stundum fanginn, og má vera, að gömul goðsögn af þvílík-
um atvikum hafi verið sögð um hann.
Aftur á móti er sagan um Kórant og Claudíu vel kunn
annarstaðar. Kona í líki skessu eða ljótrar kerlingar breyt-
ist í fagra kóngsdóttur við faðmlög ungs og glæsilegs
kóngssonar. Mun hún upphaflega hafa verið táknræn per-
sóna í gömlum keltneskum helgisið. Hún táknaði veldi yfir
landinu, sem konungsefni gekk að eiga, og við það leysti
hann hana úr eins konar læðingi og yngdi landið upp um
leið. Þetta var því eins konar heilagt brúðkaup, sem hafði
hagsæld í för með sér fyrir hinn nýja konung og alla þegna
hans.1 Siðan varð þetta að kynlegri sögu, sem menn sögðu
til skemmtunar. Leif af hinni fomu merkingu kemur fram
í nafni konunnar í rímunum: Forráð (Forræði) kallast hún
þar, og svarar það til „Sovereignty“ í miðaldasögum ensk-
um, en „flaith“ í enn eldri írskum sögiun. Auðséð er, að
þeim, sem slikar sögur sögðu í Stóra-Bretlandi á miðöldum,
var gjamt að hugsa sér, að með því orði væri átt við veldi
kvenna yfir mönnum sínum, en það er vitaskuld seinni tima
misskilningur.
Auk téðra dæma um þetta sagnaminni eru eftirtakanlega
mörg dæmi þess frá Englandi og Irlandi, en óefað er það
1 Sbr. James Camey: Studies in Irish Literature and History,
1955, bls. 333—-39; E.Ó.S. Skírnir 1960, bls. 193—94.