Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 163
161
menn. Má um það vitna til nafnabókar eftir L.F. Flutre:
„Table des noms propres ... dans les romans du moyen
age“, 1962, undir Corant, Escorant, o.s.frv. Staðanöfn eru
í sömu bók Corentia, Corentin, Camparcorentin, en ör-
nefni ruglast stundum saman við nöfn manna í fomfrönsk-
um kvæðum. Nú mætti hugsa sér, að einhver sagnamaður,
á einhverju fomu skeiði efnisins í þriðja hluta rímnanna,
hefði þekkt sögu eða kvæði, þar sem Valvin hefði leyst konu
með sama móti sem Kórant gerir, en í Englandi var nóg til
af shkum kvæðum. En vegna dýflizuvistar Valvins var
hann ekki tagltækur til þvílíks verks, og kann þá að vera,
að sögumaðurinn nefndi til þess skjaldsvein hans. Auk
þeirra mynda nafnsins Kórant, sem nú voru nefnd, er end-
ingin -ant, -anz -aus; er s-ið nefnifallsmerki, og á n og u
villast skrifarar oft. Mér hefur því komið til hugar, að
Kuraus, nafn ungs riddara í „Lanzelet“ Ulrichs von Zat-
zikhoven sé s.s. Corant. Sá kappi er sagður vera frá landinu
Gagune, og telur R.S. Loomis það geta verið s.s. Gauvoie
(Galloway). Ef það er rétt, kemur það mætavel heim við
hin alkunnu tengsl Valvins riddara við Galloway, sem
getur m.a. í innskotssetningu í Bretasögum Wilhams af
Malmesbury: „Regnavit in ea parte Britanniae quae adhuc
Walweitha vocatur“ og miklu víðar.1 Þetta samræmist því,
að rímurnar segja Kórant son Skotakonungs.2
Nafnið Forráð var skýrt hér á undan, en hvers vegna
hún heitir réttu nafni Claudía, er mér óljóst.
Ráðgáta er mér, hvað nafnið Sólentar merkir (-ó- í fyrri
samstöfu verður ráðið af stafsetningu í rhnnahandritunum,
-tar er rímbundið). Þetta er ekki íslenzkt kvenmannsnafn,
en það kemur fyrir í norrænum dönsum og ævintýrmn. 1
norska ævintýrinu „Kongsdatteren i haugen“ (Ame-
Thompson nr. 870) koma fyrir nöfnin: Solent, Salento,
Sallento, Solento, Solanto, og í annarri norskri sögn Solen-
1 Sjá Bruce II, bls. 98—99.
2 Rétt er að geta þess, að Loomis skýrir nafnið Kuraus öðruvisi
en hér var reynt að gera, sjá Lanzelet, nóta 35 (bls. 170-71).
u