Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 72
70
önnur sækvikindi og risu upp í móti skinnbátnum, og öld-
umar hömuðust og himininn skalf. Hetjan tók ein(?)
stjómina, unz húðkeipur hans kom að einkennilegri eyju.
Hann lenti þar og skildi bát sinn eftir í leyndum
stað. Eyjunni var svo háttað, að þar vom fögur ilmandi
eplatré og margar hinar snotmstu vinlindir, umhverfis
þessar hndir var bjartur viður prýddur heslimnnum með
gullgulum hnetmn og litlum býflugum, sem fóm suðandi
yfir ávöxtunum, er felldu blóm sín og lauf niður í lind-
imar. Þá sá Conn fagurt hús, þakið fuglavængjum, hvít-
um, gulum og bláum. Hann gekk þá upp að húsinu. Dyra-
stólpar þess vora af bronzi, en dymar af kristal; fáeinir
menn, þægilegir í viðmóti, vom þar inni. Haxrn sá drottn-
ingu, og var sú stóreyg, hét hún Rigm Roisclethan, dóttir
Lodans frá Undralandinu. Síðan er ætt rakin ögn meira.
Conn sá í miðju húsinu ungan mann ágætlega skapaðan,
á kristalsstóh, og var það Segda Saerlabraid, son Daire
Degarma, svo hét hann.
10. Conn settist á rúmstokkinn, og var honum veitt þjón-
usta og fætur hans þvegnir. Hann vissi ekki, hver þvegið
hafði. Litlu síðar sá hann eld glæðast á aminum, og ein-
hver tók í hönd hans og leiddi hann þangað. Þá birtust borð
fuh alls kyns matar fyrir framan hann, og hann vissi ekki,
hver hafði fært honum þau. Litlu siðar sá hann drykkjar-
hom, og ekki var honum ljóst, hver hafði borið það til
hans. Síðan voru matarílátin tekin burt. Hann sá fyrir
framan sig ker ágætlega unnið af bláum kristalli, með
þremur gullnum böndum umhverfis. Og Daire Degarma
bað Conn fá sér bað í kerinu, svo að hann hefði úr sér
þreytuna. Conn gerði svo. . . . Fagur sloppur var lagður yfir
konung, og vaknaði hann endurhresstur. Matur var þá
borinn fram fyrir hann, en hann sagði þeim, að á sér lægi
það bann (geis), og hann maetti ekki matast einsamall. En
þeir svöraðu, að með þeim væri ekkert bann, nema hvað
enginn þeirra æti með öðrum. „Þó að enginn hafi etið,u
sagði ungi maðurinn, Segda Saerlabraid, „skal ég snæða