Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 73
71
með konungi Irlands, svo að hann rjúfi ekki bann sitt.“
Og þeir sváfu í sama rúmi um nóttina.
11. Conn fór á fætur um morguninn og kvartaði við bæj-
armenn undan nauð sinni. „Hvaða nauð er það,“ sögðu
þeir. „Að írland hefur nú um ársbil skort bæði kom og
mjólk.“ „Því komstu hingað?“ „Ég var að leita sonar þíns,
ef þú lætur þér það líka, því að sagt hefur verið, að ef
hann væri fenginn oss í hendur, mundum vér Irar kom-
ast úr nauðum.“ En hér var mikil fyrirstaða; kvaðst bóndi
aðeins í eitt skipti hafa verið með konu sinni, en það var,
þegar sveinninn var getinn, og hkt var um afa hans og
ömmu. Hins vegar vildi sveinninn gera för konungsins
góða. Varð það úr, að krafizt var verndar af hálfu Arts
Connssonar, Finns Cumalssonar og kunnáttumanna, og
hét Conn því, ef hann gæti.
12. Eftir ævintýri þetta sigldi Conn á skirmbát sínum
til írlands, og tók það þrjá daga og þrjár nætur. Allur
landslýður hafði þá safnazt saman í Tara. Þegar drúídam-
ir sáu sveininn með Conn, gáfu þeir það ráð að vega hann
og blanda blóði hans við hina spilltu mold og visnuðu tré.
En Conn vitnaði til vemdar Arts, Finns og annara, og
varð þá ekki af þessari fómfæringu.
13. Hinn ungi maður kvaðst fús til að láta vega sig, en
þá heyrðist kýr baula, og kona kom á eftir henni kvein-
andi. Átti hún viðræður við höfðingja íra, og varð það til
þess, að hinn ungi maður var látinn laus, en kúnni var
slátrað og blóði hennar blandað við jarðveg Irlands og
ausið á dyr hallarinnar í Tara. Heldur féllu konunni þung
orð til drúídanna. Einkennilegt er, að konan talaði um tvo
sekki eða bagga hvom sínum megin á baki kýrinnar, og
þegar sekkimir voru opnaðir, vom í þeim tveir fuglar, ann-
ar með einum fæti, hinn tólffættur.
14. Fuglamir tveir börðust með vængjimum, og varð
einfætti fuglinn drýgri, og kvað konan hann merkja hinn
imga mann. Þá bað hún menn hengja drúídana. Síðan
mælti hún til Conns: „Rektu frá þér hina syndugu konu,