Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 49
47
úlfssögn. Einkennilegt er, að stundum verður Áli flekkur
fyrir álögum í draumi, og í svefni hlýtur hann mikinn
sjúkdóm. Minnir sú sögn töluvert á írska frásögn af veik-
indum hetjunnar Kúhulíns, en svo er sem íslenzka frásögn-
in sé úr sér gengin miðað við þá irsku. Loks má geta þess,
að það er eitt síðasta verk Ala að hjarga Hlaðgerði, sem
fyrrum hafði veitt honum ráð og aðstoð. Mætti vera, að
eitt sinn hafi verið sagnir um það, að hún hefði orðið kona
hans, og hafi því atriði verið vikið til, þegar sögnin af
Þombjörgu var sett saman við hinar fyrstu frásagnir af
Ála (sbr. Hjálmþérssögu um Hervöra og Hjálmþér).
Frá síðari tímum eru til ævintýxi skyld sögunni af Þor-
steini karlssyni hér á undan. Hið elzta þeirra er skráð á
dögum Áma Magnússonar og nefnist Himinbjargarsaga.1
Hún hefst á frásögn af kóngi og drottningu; þau eiga
son, sem Sigurður heitir. Drottning deyr, og syrgir kon-
ungur hana mjög. En eitt sinn, þegar hann er úti staddur,
sér hann ský á lofti, og svo kynlega ber við, að út úr
skýinu kemur kona. Sú nefnist Himinbjörg og beiðist við-
töku.2 Það varð, og þegar tímar liðu, gekk konungur að
eiga hana, en Sigurður kóngsson lét sér fátt um finnast.
Syrgði hann mjög móður sína og lá jafnan á leiði hennar.
Eina nótt hirtist hún honum í draumi, heldur reiðuleg, og
1 Þessi saga er prentuð í Gráskinnu I, 29-41; Munnmælasögum
17. aldar, er Bjarni Einarsson bjó til prentunar (Islenzk rit slðari alda,
VI, Kh. 1955), bls. 72 o. áfr., íslenzkum þjóðsögum (E.Ó.S.) o.s. fnr.
Þýzk þýðing (stytt) í Islandische Volkssagen eftir IConrad Maurer, Lpz.
1860, 312 o.áfr.; sbr. enn fr. E.Ó.S.: Verzeichnis nr. 55611 I.
2 Þessi frásögn minnir á írska sögu af komu aðkomuþjóðar einnar þar
á land: „Á þennan hátt komu þeir, í dimmum skýjum. Þeir lentu á fjöll-
mium Comnaicne Rein í Kunnáttum; og ollu þeir myrkri, sem stóð í þrjá
daga og nætur“. Svo stendur í 12. aldar heimild („Book of Leinster11),
sjá Lebor Gabála Érenn, ed. R. A. Stewart Macalister, IV (1941), bls.
109, sbr. einnig 213-14. Sjá enn fr. T. P. Cross: Motif-Index of Earlv
Irish Literature, 1952 (Indiana Univ. Publ., Folklore Series No. 7),
No. F61, 3. (Þessa bók nefnum vér hér á eftir ,,Cross“.) I sumum yngri
heimildum er skýrt tekið fram, að goðin hafi beitt göldrum, en annars
er þar ýmislega blandað málmn.