Studia Islandica - 01.06.1975, Blaðsíða 93
91
1. Fyrsti galdur Gróu (6. v.) samræmist alveg norræn-
um hugsunarhætti, að „skjóta rnn öxl“ erfiðleikmn og leiða
sjálfur sjálfan sig. Ég nefni þó til samanburðar i gamni
og alvöru það sem segir af viðskiptum Arts við sjóskrímsl-
in: “And on all sides beasts and great seamonsters rose up
around the coracle.” Þetta var atalt. Síðan heldm: sagan
áfram: “And Art son of Conn donned his battle attire, and
engaged them warily and circumspectly. And he began to
slaughter them . . .” Orðin „Sjálfr leið þú sjálfan þik“ á
vel við þau atvik, sem getið er um á tilgreindum stað í
„Ævintýrinu“, en raunar miklu viðar í ferðasögu Arts.
Annars áttu hæði norrænir menn og írskir bæði þátt í
hetjuanda og tortryggni. — Menn virði mér þennan sam-
anburð eins og þeim þóknast.1
2. Annar galdm Gróu (7. v.) fjallar um það, ef Svip-
dagm „árni viljalauss á vegum“. Þetta skil ég svo, að verið
sé að lýsa því, hversu álögin leggjast þungt á hug hans:
hann hefur ekki vald yfir vilja sjálfs sín (sbr. Lex. poet.,
viljalauss 3), en galdurinn á að bæta úr því.
3. Næsti galdur (8. v.) fjallar rnn það, „ef þér þjóðár /
falla at fjörlotum“, og skuli þær snúast til heljar meðan,
en þverra æ fyrir honrnn. 1 ferðasögu Arts er getið um
hina frosthörðu á með mjóu brúimi yfir (gr. 231 og 2413).
4. „Ef þér fjandr standa, görvir á gálgvegi.“ Varla þarf
í grafgötm um það að ganga, að henging hafi verið alkmrn
á Islandi, alveg eins og á Norðurlöndum (sbr. Hávamál,
157. v. „váfa virgilná“).
5. „Ef þér fyrðar bera / bönd at boglimum .../...
spretti þér af fótum fjöturr.“ Þetta svarar til Hávamála,
149. v.
6.
„Þann gel ek þér inn sétta,
ef þú á sjó kemr
meira en menn viti:
1 Þýðing Bests á Ævintýrinu, 21. gr., 3.-6. 1.