Studia Islandica - 01.06.1975, Side 43
41
Mundi ekki síðasta setningin lúta að því, að konungur hefði
haft banvænt augnaráð („illt auga“)? Hugsandi þætti mér,
að vísurnar væru leifar skáldskapar, eitthvað eldra en sag-
an er.
Það torveldar dóminn um Hjálmþérssögu, að erfitt er
að átta sig á tengslum sagnaminnanna, þó að hvert þeirra
sé sæmilega og stundum alveg skýrt. Mætti hugsa sér, að
þar væri fléttað saman svo sem tveimur eða þremur frekar
heillegum sögum, auk einstakra minna. En ekki er unnt
að sverja fyrir, að t.a.m. tvær sögur hafi verið fléttaðar
saman í munnlegri geymd. Og einstökmn minnum mátti
skjóta inn hvenær sem var. Nú á dögum, þegar lengd ævin-
týra er nokkuð svo fast mótuð í hugmn manna, kann munn-
leg samblöndum þeirra að þykja kynleg hugsun. En þó
ber oft við á síðari tímum, að ævintýri séu tvö saman sett
í nokkm*a heild. Þetta gerir óráðlegt að fullyrða, að munn-
legar heimildir Hjálmþérssögu hafi haft alveg sömu lengd
eða öllu heldur efnismagn og aívintýri hafa oftast nú.
Af þessu þykir mér ráðlegt að fara varlega í að fullyrða,
hvaðan hvert atriði í efnivið sögunnar sé komið, þó að mörg
minni séu mjög svo auðþekkt.
Upphaf sögunnar er auðsjáanlega stjúpusaga með álög-
um af þriðju tegund (Z). Það veldur nokkru um hatur
stjúpsonar og stjúpmóður, að hann lætur lengi vel sem hann
viti ekki af tilveru hennar. Svo kemur hitt fyrir stundum,
að hún vill tæla stjúpson sinn til ásta við sig, og hann
hafnar því með reiðiorðum. Þetta kemur fyrir í Hjálm-
þérssögu, en líka í Bjarkaþætti. Það er stundum kallað
Fedruminni, eftir gömlum grískum frásögnum af Fedru og
Hippolytos. Allvíða kemm- það fyrir, að mim hafa horfið,
þegar frásögn ævintýra tók að færast gagngert í baraa-
herbergið.
F.n í smnum gömlum stjúpusögum verða þessi atvik til-
efni til álaga. 1 Hjálmþérssögu segir, að Hjálmþér hafi
hitt drottningu alllöngu eftir komu hennar. Hún mælti:
„Vel er þat, Hjálmtér, at vit höfum fundizt“. Hann kveðst